Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 3
/------------------------------------------------------------------------------\ Ritstjómargrein Um þessar mundir eru liðin þúsund ár frá fyrstu framreiðslu veitinga til þess sem fór um garð hér í sveit er húsmóðirin á Bergstöðum veitti Bergþóri risa í Bláfelli sýrudrykk þar við túnfótinn. Greiðsla hans var ekki með þeim hætti er nú tíðkast en verðmæti engu að síður er hann lofaði velgengni í búskapnum ef drykkur væri til reiðu en að vísu óhappi ef út af brygði. Ekki mun veitingaþjónusta hafa verið umfangsmikil hér næstu níu aldir eftir þetta, en heldur lifnaði yfir henni við samgöngubætur í tengslum við konungskomuna 1907. Þá var farið að selja slíka þjónustu á bæjum við Kóngsveginn og í húsinu sem byggt var í tilefni af þessum atburði vestan við hverasvæðið við Geysi. A þeim slóðum hafa veitingar yfirleitt verið falar síðan. Tímamót urðu í þeirri starfsemi þegar Sigurður Greipsson byggði skólahúsið fyrir íþróttaskólann á Söndunum og notaði einkum á sumrin til veitingasölu. Endurreisn þessarar starfsemi hófst svo með byggingu söluskálans 1972 og síðan hafa eigendur hans stöðugt verið að auka þjónustuna á svæðinu neðan við hverasvæðið. Stórir áfangar voru endurbygging gamla skólahússins og bygging Geysistofu. A þessum þremur áratugum hefur gestaþjónusta aukist mikið í Tungunum og aldrei meira en á síðustu árum. Má þar nefna Gistiheimilið við Geysi, starfsemina við Réttina í Úthlíð, bátaferðir á Hvítá, dýragarðinn í Slakka og breytingu sláturhússins í Laugarási í gestamóttökuna Iðufell. Umfangsminni starfsemi er einnig á Galtalæk, í Laugagerði og í Kjarnholtum. Veitingaþjónusta í Aratungu og Skálholtsskóla byggir á eldri grunni en þessi starfsemi. Á síðasta ári risu svo hótel í Brattholti og veitingastaðurinn Klettur í Reykholti. Þannig er stöðugt að bætast við ný starfsemi á þessu sviði og er ekki að sjá að hver staður taki gesti frá öðrum, heldur eru líkur á að þeir styrki hver annan. Boðið er upp á ólíka þjónustu svo sem gistingu allt frá tjaldstæði á grasflöt og upp í dragfínt herbergi með baði. Nokkrar tegundir afþreyingar er einnig að fá, svo sem sund, bátsferð á fljóti, samvistir við húsdýr, eftirlíkingu náttúruhamfara og íþóttakappleiki á sjónvarpsskjá. Ljóst er að með þessu er verið að styrkja eina af stoðum atvinnu- og mannlífs í sveitinni og nýta þá möguleika sem hér eru fyrir hendi. Efalaust eru enn ónýtt tækifæri á þessu sviði fyrir dugmikið fók með þjónustulund. Lrklegt er að menningartengd ferðaþjónusta sé eitt af því sem unnt er að auka hér í þessari söguríku sveit þar sem náttúruperlur eru fjölmargar og einnig áhugaverðar minjar frá fyrri tímum. Til að af þessu geti orðið þarf að mennta leiðsögufólk sem vinnur í samstarfi við þá sem reka veitingaþjónustu, og væntanlega verða þeir að hafa samstarf um að koma þessu í kring. Nauðsynlegt mun samt að frumkvæði að slíku samstarfi komi frá hreppsyfirvöldum. TRÉ OG RUNNAR TRJÁPLÖNTUR - SKJÓLBELTAPLÖNTUR - LIMGERÐISPLÖNTUR ÓLAFUR ÁSBJÖRNSSON S. 486 8849 gsm 893-7402 GARÐYRKIUSTÖÐINVÍÐJGERÐI .................REYKHOLTI Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.