Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 25
sama húsi var þá starfrækt netagerð. Vill nú svo til að hann fer dyra villt og lendir inn í netagerðinni. Þar sér hann hóp ungra kvenna að störfum og ein í hópnum var móðir okkar. Erlendur hefur sjálfsagt hugsað, að nú beri vel í veiði og kallar yfir hópinn: „Er hér einhver sem vill gerast kaupakona í sveit?“. Mamma sló til og þar með voru örlög hennar ráðin. Þegar hún fór um haustið voru þau leynilega trúlofuð einsog kallað er, en opinberuðu vorið 1922 og flutti þá mamma alkomin að Vatnsleysu. Þau gengu í hjónaband 18. nóvember 1922, ásamt Kristínu systur pabba og Erlendi Bjömssyni frá Brekku Og það var sannarlega ekki tjaldað til einnar nætur, því þar átti hún heima í 64 ár. Pabbi hóf búskap þetta vor. Ekki verður sagt að efnin hafi verið mikil er hann hóf búskap. Eignir voru 30 ær, 2 hestar og 2000 kr. í peningum. 1928 kaupa svo foreldrar okkar jörðina af Einari Guðmundssyni, en hann var afkomandi Halldórs Halldórssonar ríka, en eins og viðurnefnið bendir til, var hann sterkefnaður og mun hafa átt jarðir víða um sveitir. Foreldrar okkar höfðu haft Vatnsleysu á leigu, en nú vildi Einar selja jörðina og gaf pabba kost á því að kaupa hana. Á þessum krepputímum var erfitt að fá lánsfé til jarðarkaupa og þessvegna ekki sýnt hvernig foreldrar okkar gætu fest kaup á jörðinni. Einar hafði gefið föður okkar ákveðin frest til þess að ganga frá kaupunum, og nú virtist ekkert annað blasa við en að þau yrðu að leita sér að jarðnæði annars staðar, þar sem bankar höfðu hafnað því að veita honum fyrirgreiðslu um kaupin. Faðir okkar var því farinn að huga að jarðnæði utan Biskupstungna, m.a. á Vesturlandi og best leist honum á jörðina Staðarfell í Dölum en hann átti kost á því að fá hana til búsetu. En á þessum tímapunkti tóku örlögin í taumana og spunnu foreldrum okkar undarlegan gæfuvef. Þegar öll sund virtust lokuð og ekki annað sýnna en að þau væru að missa búsetu á Vatnsleysu, vinnur faðir okkar stóran vinning í happdrætti Háskóla Islands, hvorki meira né minna en kr. 7.500.-. Ásett verð á Vatnsleysu varkr. 6.000.-. Með þennan happavinning í hendi fer hann á fund Einars Guðmundssonar og gengur frá kaupunum á Vatnsleysu. Pabbi hafði orð á því að svipurinn á Einari hafi verið kostulegur þegar hann staðgreiddi jarðarverðið. Það verður ekki annað sagt, en forsjónin hafi verið foreldrum okkar hliðholl í þetta skipti eins og reyndar oft fyrr og síðar. Við systkinin erum einnig þakklát örlögunum fyrir að hafa fengið að alast upp hjá okkar góðu foreldrum og að eiga ræturnar í þessari fallegu sveit. Þrátt fyrir þessa velgengni, að eignasl jörðina, tóku nú við erfið ár í kreppunni eftir 1930, en þá lagðist allt á eina sveif; sílækkandi verð á framleiðsuvörum bænda, skuldir jukust og heimilið fór stækkandi. Einnig má taka til, að gestagangur var mikill þar sem þinghús sveitarinnar stóð í túninu heima og fjölmörg trúnaðarstörf höfðu sveitungar falið föður okkar. Þarf því ekki að fjölyrða um það, að starf móður okkar var geysi mikið og þægindi engin. Allt var saumað heima, smátt og stórt einsog ég kom að áðan. Einnig átti mamma prjónavél sem hún prjónaði í öll ullarföt á fjölskylduna, yst sem innst. Hún var afar hagsýn og fór vel með alla hluti og hafði lag á að gera mikið úr litlu. Til sanninda um þessa eiginleika móður okkar, þá sagði Grímur á Syðri Reykjum við tengdaforeldra mína, þá nýflutta í Tungurnar, að það væri að þakka hversu mikil búkona Ágústa á Vatnsleysu væri, að þau hefðu getað haldið jörðinni. Eitt var það enn sem jók störf húsmóðurinnar, en það var hinn brennandi áhugi föður okkar á að vinna að framfaramálum og öllu sem til heilla gæti orðið íslenskri bændastétt. Þetta útheimti mikla fjarveru hans frá heimilinu og jók það hennar hlut að líta til með störfum úti auk húsmóðurstarfanna. Á þessum frumbýlingsárum var farið með allan þvott á hestvögnum suður í Reykholt og þvegið á brettum við hverinn. Elstu systkinin fóru gjarnan með í þessar ferðir og var það tilbreyting í tilverunni á þessum tíma. Afkoma bænda batnaði almennt til muna, þegar þeir fóru að selja mjólk og átti þetta einnig við um Vatnsleysuheimilið. Á fimmta áratugnum urðu miklar breytingar, búið stækkaði og jafnframt tún þ.e. ræktað land og nýtt íbúðarhús var reist sem tók við af gamla bænum. Urðu það mikil viðbrigði fyrir alla, ekki síst mömmu, að koma í ný og rúmgóð húsakynni og AGA vélin góða var hreinasta bylting á þeim tíma. Mamma hafði mjög gaman af að hafa fallegt í Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Jens Pétur Jóhannsson Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum og lagningu raflagna. LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Heimasími 486-8845 Verkstæði sími 486-8984 Bílasími 853-7101 Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.