Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? Að þessu sinni verða sagðar helstu fréttir úr sveitinni frá jólaföstu og fram á hörpu. Ekkert lát hefur verið á góðu tíðarfari. Aðeins einu sinni hefur snjóað eitthvað sem orð er á gerandi, en það var um miðjan desember. Sá snjór olli þó litlum erfíðleikum því hann féll í logni og bráðnaði áður en hvessti. Dálítið frost hefur verið öðru hvoru og mun hafa komið nokkur klaki í jörð og stuttar rokhrinur en ekki nein skaðaveður en oftast lygnt, úrkomulaust og hiti frá frostmarki og upp í nær 10° hita. Sumar og vetur frusu ekki saman í byggð a.m.k , en í sumarbyrjun lítur út fyrir að vel vori. Jarðklaki er orðinn lítill og þarf ekki mikil hlýindi til að hann hverfí. Helgihald á hátíðum var með hefðbundnum hætti; messað á öllum kirkjum og tvisvar í Skálholti. Næstsíðasta dag ársins var árleg jólatrésskemmtun í Aratungu í umsjá Skálholtssóknar. Þorrablót var haldið af Haukadalssókn á fyrsta þorradag. Það var fjölmennt en ekki þó til baga. Bæði heimamenn og aðkomnir skemmtu og hljómsveit lék fyrir dansi fram eftir nóttu. Helstu viðburðir í menningarlífinu voru messa í Skálholtskirkju og samkoma í Skálhotsskóla til minningar um sálmaskóldin Valdimar Briem og Matthías Jochumsson í byrjun febrúar og skömrnu seinna tónlistardagskrá, sem nefnist „Ur djúpunum í Torfastaðkirkju. Menningarsamkoma var einnig íþrótta- og útivistardagur í Reykholti um miðjan janúar. Tilefnið var tveggja ára afmæli íþróttahússins og 25 ára afmæli Reykholtslaugar. Börnum var boðið að skemmta sér í íþróttahúsinu undir leiðsögn fþróttakennara og nokkurra elstu nemenda Reykholtsskóla, en þeir eldri voru leiddir í gönguferð austur á og austur fyrir Reykholt. Að þessu loknu var öllum boðið í laugina. Ungmennafélagið, starfsfólk íþróttasmiðstöðvarinnar og íþróttakennarar Reykholtsskóla stóðu fyrir þessu. Ráðstefna um menningartengda ferðaþjónustu var haldin á Hótel Geysi undir lok febrúar. Þar flutti samgönguráðherra ávarp og á annan tug fólks hélt fyrirlestra um ýmsa þætti þessa máls. I byrjun mars beitti Lionsklúbburinn Geysir sér fyrir fundi “um drauga, tröll og aðrar forynjur, sem tengjast Tungunum”, og var Bjami Harðarson frá Lyngási fyrirlesari. I byrjun bænadaga og páska vom messur í öllum kirkjum prestakallsins og að þeim meðtöldum a.m.k. 9 samkomur í kirkjunum. Húsfyllir var í Skálholtskirkju á þremur þeirra. Auk vígslubiskups, sóknaprests, organista, Skálholtskórs og kammerkórs Biskupstungna komu þar að einir 4 söngvarar, nokkrir hljóðfæraleikarar, handhafí móðurmálsverðlauna sem kennd eru við Jónas Hallgrímsson og forsætisráðherra. Karl Sigurbjömsson biskup Islands vísiteraði Skálholtsprestakall síðast í mars. Hélt hann ásamt prófasti Amesprófastadæmis, Ulfari Guðmundssyni, fundi í kirkjunum með sóknamefndum og fleirum í söfnuðunum og biskup predikaði í messum að þeim loknum. Einnig heimsóttu þeir skólana í Reykholti og á Torfastöðum og biskup opnaði sýningu um sögu Haukadals í Geysisstofu. Skálholtskór, Söngkór Miðdalskirkju og Söngsveit Hveragerðis héldu að vanda skemmtun í Aratungu síðasta kvöld vetrar. Þar sungu þessir kórar hver fyrir sig og allir saman ásamt kór Menntaskólans að Laugarvatni, og að því loknu var dansað fram eftir nóttu. Fermingar vorsins hófust með því að tvö ungmenni vom fermd í Torfastaðakirkju fyrsta sunnudag í sumri. Aformað mun að ferma einn pilt í Skálholtskirkju 13. maí og síðan þrjár stúlkur og þrjá stráka þar á hvítasunnudag. Af framkvæmdum má nefna stækkun á fjósi á Heiði á síðasta hausti, sem fram fór innan húss þar sem hlöðu var breytt í fjós með mjaltagryfju og var svo lítið áberandi að fyrir fórst að geta hennar í síðasta blaði. Meira áberandi er nýtt fjós í Miklaholti, sem var tekið í notkun í ársbyrjun og er stórt, vandað og vel búið tækjum m. a. tölvustýrðum mjaltaþjóni. Nýtt gróðurhús hefur verið byggt í Gufuhlíð og annað í Birkilundi og a. m. k. þrjú íbúðarhús er verið að byggja í norðanverðu Reykholtshverfi. Nokkuð heimtist af fé á þorra. I hópi 19 kinda sem Laugdælingar fundu undir lok janúar innarlega í Efstadalshögum voru 12 frá Austurhlíð en hinar úr Laugardal og Grímsnesi. Nokkru seinna var dilkær frá Uthlíð sótt í tangann milli Syðri-Kálfár og Brúarár. Yfirleitt var þetta fé vel á sig komið en lambhrútar famir að slakna. Um svipað leyti var náð í 8 kindur upp í Fellsfjall og eina að auki á túninu á Felli nokkru síðar. Þær voru frá fjárbændum í sunnanverðri Torfastaðasókn. Sagt var að sumar þeirra hefðu verið famar að leggja af. A þrettándanum hurfu 18 sauðir frá Úthlíð og fundust þeir rúmum mánuði síðar austan í Bjamarfelli við Markagil á mörkum Helludals og Neðradals. Sama dag og sauðimir fóru frá húsi hurfu hrossin í austurbænum á Vatnsleysu og komu þau ofan úr Bjamarfelli niður að Neðradal nokkrum dögum síðar. Talið var víst að hrossin hefðu fælst vegna hávaða frá sprengingum og flugeldaskotum austur í Hrunamannahreppi, en óljóst er hvort sauðimir hafi tekið á rás af sömu sökum. Á skírdag voru 5 kindur sóttar í skógræktargirðinguna í Haukadal. Það var tvílemba frá Hlíðartúni, sem var kviðrifin heima í túni í fyrrasumar, og einlemba frá Austurhlíð. Annað lambið undir tvfiembunni var hrútur en hin gimbrar. Þær voru í dágóðum holdum og bæði æmar og gimbramar famar að stálma. Nokkuð hefur orðið vart við tófu í vetur þó sjaldan hafi verið unnt að sjá slóðir þeirra í snjó. Vitað er um að 11 hafi fallið fyrir skotum veiðimanna. Síðla í janúar boðaði hreppsnefnd til sveitarfundar í Aratungu, þar sem kynnt voru drög að fjárhagsáætlun hreppsins, íyrirhugaðar framkvæmdir á yfirstandandi ári og hugmyndir að nöfnum á götum í Laugarási og Reykholti. Þrátt fyrir þröngan fjárhag hreppsins eru forystumenn bjartsýnir m. a. vegna um 8% fjölgunar íbúa í sveitinni á síðasta ári. Þegar leið á febrúar fór vatn að verða lítið í kaldavatnsveitu sveitarinnar, sem á upptök sín vestanvert í múlanum suður úr Bjarnarfelli. Um tfma var bmgðið á það ráð að dæla vatni út Tungufljóti ofan við Tungnaréttir inn í leiðsluna og einnig var vatn flutt á tankbfi í geymi í Reykholti. Náttúran hjálpaði upp á sakimar í bili með auknu vatni í uppsprettunni væntanlega af völdum rigningarskvetts um þetta leyti. Síðar var vatni veitt í röri inn í leiðsluna úr bæjargilinu í Austurhlíð. Nú mun ákveðið að leggja nýja lögn úr uppsprettu í landi Haukadals við Tungufljót á móts við landamerki milli Brúar og Hóla. Tungnatíðindi hafa gengið í endumýjun lífdaganna, en þau koma út einu sinni í mánuði á vegum skrifstofu Biskupstungnahrepps og nú skreytt litum á myr.dum og letri. Þau flytja fréttir af starfi hreppsyfirvalda, framkvæmdum og fleiru, og jafnan eru úrslit á hestamótum tíunduð þar. Sveitarstjóri skrifar leiðara og fram kemur hvað Ólafur Stefánsson á Syðri-Reykjum hefur verið að hugsa. f 3. tbl 2001 er m.a. greint frá íbúðarhúsabyggingum við Bjarkarbraut í Reykholti, í Laugarási og víðar og að samtals sé verið að hanna eða byggja 15 íbúðarhús í sveitinni. A. K. Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.