Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 21
frá forkaupsrétti en vill vekja athygli á ákvæðum um hverfisvemd birkiskógar á umræddu svæði í aðalskipulagi Biskupstungna. Tjaldsvæðið Laugarvatni. Á 32. fundi byggðaráðs, dags. 25. maí 2004, var sveitarstjóra falið að ganga frá samningum um tjaldsvæðið á grundvelli þeirra samnings- draga og athugasemda sem fram komu á fundinum. Þar sem samningar náðust ekki við núverandi rekstraraðila þá mun byggðaráð taka sér tíma fram á haust til að koma með tillögu að framtíðarfyrirkomulagi tjaldsvæðis á Laugarvatni. Byggðaráð leggur til að gjaldskrá fyrir hundahald í Bláskógabyggð verði breytt þannig að handsömunargjald verði kr. 10.000 og geymslugjald kr. 1.000 á dag Byggðaráð tekur undir afstöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um að sveitarfélög í landinu verði ekki látin bera kostnað af framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um lög um breytingu á útvarpslögum nr. 53/2000 og samkeppnis- lögum nr. 8/1993. Jafnframt vill byggðaráð beina því til Sambands íslenskra sveitarfélaga að það beiti sér fyrir því að sveitarfélög þurfi ekki að bera kostnað af Alþingis- og forsetakosningum. Fundargerðir vinnuhóps um byggingu leik- og grunnskóla 2. júní 2004, félagsmálanefndar uppsveita Ámessýslu 24. maí 2004, skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu 19. maí 2004, skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 29. júní 2004 og stjórnar Sorp- stöðvar Suðurlands 16. júní 2004 voru til staðfestingar: M.A: ritgerð í stjórnmálafræði, sem ber heitið „Uppsveitir Árnessýslu: Samstarf eða sameining?" eftir Evu Marin Hlynsdóttir, Hrunamannahreppi er til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins. 32. fundur sveitarstjórnar 6. júlí 2004. Mættir vom allir sveitarstjórnarmenn auk Ragnars S. Ragnarssonar sveitarstjóra, sem ritaði fundargerð. Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2004. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins hefur verið yfirfarin í ljósi ákvarðanna sveitarstjómar, væntanlegra framkvæmda og rauntalna ársreiknings 2003. í framhaldi af þessu er ljóst að heildar- niðurstaða ársins 2004, samstæðureiknings Bláskóga- byggðar verður jákvæð um kr. 5.241.000,- en hafði áður verið áætluð kr. 20.285.000,- Leita þarf leiða til að lækka rekstrarkostnað því að þrátt fyrir að heildamiðurstaða sé já- kvæð verður að gera betur m.a. í rekstri aðalsjóðs. Lagt er til að farið verði yfir rekstur skóla og sameiginlegs kostn- aðar hjá sveitarfélaginu. Þá er sveitarstjóra falið að gera athugasemdir við útreikninga Jöfnunarsjóðs á árinu 2004. Uthlíð, aðalskipulagsbreyting. Lagður fram uppdráttur frá VSU með tillögu að breytingu aðalskipulags Biskupstungna í landi Úthlíðar. Svæðið afmarkast af Kóngsvegi til norðurs, Andalæk til suðurs, landamörkum við Hrauntún til austurs og landamörkum við Miðhús til vesturs. Samkvæmt núgildandi skipulagi er svæðið ætlað til landbúnaðar, undir fnstundabyggð og sem opið svæði til sérstakra nota. Vegna áforma um aukna ferðaþjónustu á svæðinu gerir tillagan ráð fyrir að breyta umræddu svæði í svæði með blandaða landnotkun, þ.e. frístundabyggð, opin svæði til sérstakra nota (golfvöll), verslun og þjónustu og íbúðarsvæði. Ibúðarsvæðið er eingöngu á svæðinu norðan Laugarvatnsvegar og vestan vegar að sumarbústaðasvæði. Tillaga að deiliskipulagi sem er ástæða þessarar tillögu að breytingu á aðalskipulagi liggur fyrir og skipulagsnefnd uppsveita hefur mælt með að verði auglýst og bókun er um í fundargerð skipulagsnefndar sem liggur fyrir fundinum. Sveitarstjóm samþykkir að heimila auglýsingu á aðal- skipulagsbreytingunni samhliða auglýsingu á deili- skipulagsbreytingunni. Vísað til skipulagsfulltrúa. Laugarás, aðalskipulagsbreyting. í breytingunni felst að gert er ráð fyrir reiðstíg meðfram þjóðvegi og meðfram Hvítá, sunnan og vestan við frístundabyggðina í Laugarási og í norður inn á gamla þjóðveginn. Tillagan var í auglýsingu frá 28. apríl til 26. maí og frestur til að skila inn athugasemdum var til 9. júní. Engar athugasemdir bámst. Skipulagsfulltrúi sendi uppdráttinn til umsagnar Fomleifaverndar ríkisins en sú umsögn hefur enn ekki borist. Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna með fyrirvara um umsögn Fomleifaverndar. Reykholt, Miðholt, lóðir 25, 27, 29 og 31. Lagt er til að breyta þessum parhúsalóðum í eina raðhúsalóð með sex íbúðum að beiðni framkvæmdaraðila. Sveitarstjórn samþykkir að gerð sé óveruleg deiliskipulagsbreyting með þessum hætti. Samykkt að fela skipulagsfulltrúa að gangast fyrir grenndarkynningu. Erindi frá Byggingafélaginu Geysi, dags. 5. júlí 2004. Kynnt hugmynd um að reisa þjónustuíbúðabyggð, 60-80 íbúðir á Laugarvatni. Sveitarstjóm tekur vel í erindið og telur það mjög áhugavert. Sveitarstjórn lýsir sig reiðubúna að vinna að málinu með Byggingafélaginu Geysi og skipulagsfræðingum sveitarfélagsins þannig að finna megi hugmyndinni góðan farveg. Fundargerð vinnuhóps vegna byggingarframkvæmda við skóla og skipan byggingarnefndar. Sveitarstjórn leggur til að unnið verði að uppbyggingu skóla í Bláskógabyggð í samræmi við tillögur vinnuhópsins. Óskað verði eftir því við Arkform að vinna að gerð alútboðsgagna vegna bygg- ingar leikskóla á Laugarvatni og samnýtingar á rými grunn- og leikskóla. Um er að ræða viðbyggingu við Gmnnskóla Bláskógabyggðar og skal henni lokið fyrir 1. ágúst 2005. Þá er lagt til að Magga Jónssyni verði falið að hanna viðbyggingu, fjórar kennslustofur, við Grunnskóla Bláskógabyggðar, Reykholti. Framkvæma skal samkvæmt þeirri tillögu þannig að stofumar verði tilbúnar til notkunar eigi síðar en 30. desember 2005. Sveitarstjóra er falið að upplýsa Jöfnunarsjóð um fyrirliggjandi framkvæmdir og óska eftir því að framlag Jöfnunarsjóðs, kr. 40.000.000,- komi allt á ámnum 2004 og 2005. Þá er lagt til að seldar verði fasteignir að fjárhæð kr. 50.000.000,- á árinu 2005 til að mæta hlut sveitarfélagsins í byggingarframkvæmdum en mögulegur mismunur og framkvæmdafé verði fengið með lántöku. Litli Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.