Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 10
Gýgjarhólsvísur Vísumar sem hér birtast eru lang- flestar eftir Kristján Guðnason (1894- 1972) bónda á Gýgjarhóli. Vísnagerð var þónokkuð iðkuð á heimilinu, sérstaklega fyrir miðja 20. öldina. Oljóst er um höfund nokkurra vísnanna, en þau voru níu systkinin og líklega öll hagmælt. Einhverjar gætu því verið gerðar í samvinnu fleiri en eins hagyrð- ings. Þessar vísur hafa lifað meðal fólksins á Gýjgarhólstorfunni og þegar farið var að rifja þær upp og tilefni þeirra, var Jón Karlsson í Gýgjarhól- skoti hvað drýgstur þó að fleiri hafi lagt til efni. Fyrst eru nokkrar vísur eftir Kristján: Mörgum hef ég sálma sungið þó sumir þessa fari á mis. í hverja vísu hef ég stungið hortitti til auðkennis. Krístján á Mósa. Þessi mun vera um reiðhest Kristjáns, Mósa, mikinn gæðing sem varð yfir 20 vetra. Fár á betri færleik hér flesta letja árin. Ei þarf hvetja undir mér átján vetra klárinn. Frímann sem getið er í næstu vísu var Frímannsson frá Reykjavík og ung- ur kaupamaður á Gýgjarhóli, en seinna umsjónarmaður Happadrættis Háskól- ans í mörg ár. Þrátt fyrir ummælin þótti hann ekki mikill sláttumaður. Fjörið vekur fullan þrótt, í flýti er tekinn bitinn. Frímann skekur orfið ótt, af honum lekur svitinn. Guðmundur Kristmundsson átti heima í Gýgjarhólskoti á fyrstu áratugum 20. aldar. Hann var einhverju sinni að stríða krakka og Kristján kastaði fram vísu til stuðnings krakkanum. Gvendur vann í geði rar grimmt af kappi og elju, , en hann hlaðið undir var eins og tapp hjá belju. Þessi er um Helgu Tómasdóttur (1910-1997) frá Helludal. Hún sá urn heimilið á Gýgjarhóli um tíma í veikindaforföllum, en varð síðar barns- móðir og bústýra Kristjáns. Flest hjá Helgu fékk ég hollt, að finna þörf var lagin. Oftast hafði hún eitthvað volgt er ég kom í bæinn. Guðbjörn Scheving frá Reykjavík var nokkur sumur kaupamaður á Gýgjarhóli og líklega einn vetur líka. Hann var sagður hrifinn af Helgu Karlsdóttur þegar hún var unglings- stúlka í Gýgjarhólskoti. „Geltinn” er afbökun af gestinn og haft eftir nágranna. Guðbjörn elti ástandið af því sveltur þjóðemið. Helgu velti á vinstra stig og vill fá geltinn til við sig. A bannárunum bjó Guðmundur Guðmundsson á Brú og seinna í Gýgjarhólskoti, en fluttist þaðan að Kambi í Holtum. Guðmundur sem bruggar bjór bestan hér í sveitum lætur gerja í kyrnum kjór í kofa er enginn veit um. Ekki finnst mér alveg tryggt að einhver kunni að brugga. Hér er mikil landalykt þó liggi hann í skugga. Frúin sem getið er í næstu vísu var líklega að lofsama Kristján fyrir að lagfæra rokk sem hún átti, en hann gerði við alls konar hluti, klukkur og annað fyrir nágranna sína. Ingimar með augun röng í það rekur skjána. Frúin hans með sætum söng syngur lof um Stjána. Sagt er að Stjáni hafi ort þessa um sjálfan sig: Kristján heitir kotbúinn, konan hæst hann virðir. Bætir könnu og ketilinn, kirnur og bala girðir. Þessi varð til þegar Kristján og bræður hans voru böm að aldri og eitthvað að takast á. Ytri buxunum ýtti ég alveg niðrá hæla, en ekki lengra er í þann veg hann ætlaði að fara að skæla. Hér er átt við Kjartan Ólafsson á Kjóastöðum. Gróa, sem minnst er á, hefur líklega verið dóttir Jóhanns Kr. Ólafssonar og Sigríðar Þórarinsdóttur, sem bjuggu á Kjóastöðum á sama tíma og foreldrar Kjartans bjuggu í Hólum. Veit ég Kjartans kríkabú kvikar af fjöri nógu. Eins og hvolpur hoppar hann nú hringinn í kringum Gróu. Verið var að búa um næturgest á Gýgjarhóli og eitthvað tekið úr rúmi Kiistjáns handa gestinum að sofa við. Lúinn ég í fleti fer fúll með geði styggu. Allt er tekið undan mér undir hana Siggu. Lýður á Gýgjarhóli hafði verið að skoða nýbyggingu í Haukholtum. Gunna sem nefnd er var Guðrún systir Þorsteins Loftssonar. Lýður gáir út og inn ofaní sá og tunnu, upp í háu herbergin, hvergi sá hann Gunnu. Litli Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.