Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 9
Frá Landgræðslufélagi Biskupstungna Starfsemi félagsins hefur verið með hefðbundnum hætti sl. ár. Unnið hefur verið að þeim verkefnum sem félagið hefur helgað krafta sína undanfarin ár. Farinn er að sjást töluverður árangur af 10 ára starfi félagsins. Eftir síðasta aðalfund félagsins í október 2003 skipti stjórnin með sér verkum að nýju þar sem nýr maður Guðmundur Ingólfsson á Iðu var komin í stað Þorfinns á Spóastöðum í stjóm. Amheiður í Gýgjarhólskoti var gerð að formanni, Guðmundur ritari og Margeir á Brú hélt sínu embætti sem gjaldkeri. Fyrsta verk formanns á nýju starfsári var að gera land- bótaáætlun fyrir Biskupstungnaafrétt, að ósk sveitarstjórnar. Uppkast var lagt fyrir á stjórnarfundi í febrúar, þar sem gerðar voru athugasemdir við hana. Síðan var áætlunin send sveitarstjóm, sem sendi hana áfram til Landgræðsl- unnar. Verið er að ganga frá henni hjá Landgræðslunni um þessar mundir. Formaður og ritari fóm í mars austur í Gunnarsholt í boði Landgræðslunnar. Þar hittum við fyrir fólk úr öðmm landgræðslufélögum og var kynnt starfsemin á staðnum og fræddumst einnig um hvað önnur svona félög em að gera. Sótt var um styrki úr Landbótasjóði og Pokasjóði versl- unarinnar til að halda áfram við verkefni fyrir innan Hvítá. Fengust 200.000 krónur úr Landbótasjóði og 800.000 úr pokasjóði. Einnig gaf Sláturfélag Suðurlands 10 tonn af áburði til dreifingar á afrétinn. 5 tonnum var dreift í sumar en 5 eru eftir og verður dreift á næsta ári. Annað starf gekk eins og vant er með þeirri viðbót að í vor fór hópur unglinga úr Grunnskólanum inn í Sandvatnshlíð. Klipptir voru stiklinga og þeim stungið niður. Einnig var sáð rýgresisblöndu. Þetta starf var unnið undir verkstjórn Sigþrúðar og Jóns frá Landgræðslunni. I haust var svo farið með böm úr 5., 6. og 7. bekk í Grunn- skólanum inn í Rótamannagil og þar plantað birkiplöntum sem Guðni Lýðsson og Þuríður Sigurðardóttir gáfu. Landbætur í Biskupstungum 2004 Landgræðslufélag Biskupstugna Staður Áætlun 2004 kg af áburði Dreifing kg af áburði Sunnan Sandár 8.000 7.200 Norðan Sandár 24.000 29.000 Fremstaver 6.000 6.000 Rótamannagil 1.600 1.600 Sandvatnshlíð 1.600 1.600 Svartártorfur/Árbúðir 6.000 7.200 Tjarnheiðarbrún 6.000 7.200 Svartárbotnar 1.800 1.800 Tunguheiði 4.800 Samtals áburður: 55.000 66.400 Rúllur til dreifingar í Tjarnaheiði. Alls var dreift í sumar um 66 tonnum af áburð og um 450 kg af fræi í tengslum við hin ýmsu verkefni félagsins. Sjá nánar í töflu hér að neðan. Einnig var farið með og dreift úr um 200 rúllum inn við Hvítárvatn. Eins og allir vita er félagið búið að starfa í 10 ár, stofnað 13. apríl 1994. í vor var áætlað að fara í kynnisferð á vegum félagsins og skoða hvað hefur áunnist í tilefni af þessum tímamótum. Af þessu varð þó £> ekki, bæði vegna fjárskorts og tíma- f þá ekki rétt að leysis en ferðin bíður betri tíma. [óbyggðanefhd komi hér að Nú em þeir tímar að riða í sauðfé er'\^^/w^í//'! '■ komin upp hér í sveit og verður afrétturinn vænt- anlega fjárlaus næstu tvö árin. Þetta vekur upp vonir um aukna landgræðslu á afréttinum. Enn er ekkert komið fram um hvernig málin þróast að þessu leyti. Mögulegt er að leyft verði að fara með hey til uppgæðslu þegar ekkert fé er í afrétt- inum af þeim bæjum þar sem öryggisniðurskurður hefur verið eða verður framkvæmdur. Þetta ræðst meðal annars af því hvað kemur út úr þeim greiningum sem verið er að gera í haust. En vonandi verður hægt að halda áfram því öfluga uppræðslustarfi sem unnið hefur verið hér í sveitinni. Gýgjarhólskoti, nóv. 2004 Arnlieiður Þórðardóttir. Aðrar uppgræðsluaðgerðir Staður Áætlun Framkvæmt Sunnan Sandár Norðan Sandár Fræ 200 kg fræ Fremstaver Rótamannagil Lúpínusáning Lúpínus,- trjáplöntun Sandvatnshlíð 20 rl. og fræ Viðarst., 63 rl„ 25 kg fræ Svartártorfur/Árbúðir 50 rl., fræ Tjarnheiðarbrún 150 rl., fræ 200 rl„ 200 kg fræ Svartárbotnar 25 kg fræ Tunguheiði Lúpínusáningat Litli Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.