Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 26
dags. 19. október 2004 ásamt riti um áhrif Suðurlands- skjálftanna í júní árið 2000 en það liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins. 36. fundur sveitarstjórnar 16. nóvember 2004. Mætt voru aðalmenn í sveitarstjórn nema Snæbjörn Sigurðsson en fyrir hann Gunnar Þórissson auk Ragnars S. Ragnarssonar sveitarstjóra sem ritaði fundargerð. Skipulagsmál. Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsfull- trúi kynnti. Aðalskipulagsbreyting Laugarvatni, breyting í þéttbýli á Laugarvatni. A fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þann 7. september síðastliðinn var samþykkt tillaga um að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000- 2012, á tveimur reitum í þéttbýlinu á Laugarvatni. Tillagan var sett frarn á einurn uppdrætti en tekin fyrir í tveimur liðum þar sem að um tvo aðskilda reiti er að ræða. Við Grunnskóla Bláskógabyggðar. Opið svæði til sérstakra nota breytist í svæði fyrir þjónustustofnanir og tengist það fyrirhugaðri viðbyggingu við skólann. Tillagan var auglýst frá og með 29. 9. - 27. 10. 2004, athugasemdafrestur var til 10. 11. 2004. Engin athugasemd hefur borist við þennan lið tillögunnar að breytingu á aðalskipulagi. Tillaga að breytingu á landnotkun við grunnskólann samþykkt skv. 17. og 18. gr. skipulags - og byggingarlaga. Skipulagsfulltrúa falið að senda sam- þykktina til Skipulagsstofnunar og ráðherra til staðfest- ingar. Við syðri reit sem afmarkast af innri mörkum íbúðarhúsalóða við Reykjabraut, Bjarkarbraut og Lindarbraut og felst breytingin í því að opið svæði sem ætlað var fyrir opinberar stofnanir (leikskóla) breytist í íbúðarsvæði. Tillagan var auglýst frá og með 29. 9. - 27. 10. 2004, athugasemdafrestur var til 10. 11.2004. Alls bárust 117 athugasemdir. Sjá meðfylgjandi gögn og nafna- lista. Skipulagsfulltrúi lagði fram lista sem lýsir athugasemdum í 51 lið. Málið rætt og frestað til næsta fundar sveitarstjórnar. Oddviti lagði til að boðað yrði til fundar með fulltrúum þeirra sem gera athugasemdir fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Samþykkt. Tillaga að deiliskipulagi eldri byggðar á Laugarvatni og þéttingu hennar. Svæðið afmarkast af Reykjabraut, Bjarkarbraut og Lindarbraut. Tillagan var auglýst frá og með 29. 9. - 27. 10. 2004, athugasemdafrestur var til 10. 11. 2004. Tillagan var auglýst samhliða auglýsingu tillögu að breytingu aðalskipulags. Alls bárust 117 athugasemdir. Sjá meðfylgjandi gögn og nafnalista. Skipulagsfulltrúi lagði fram lista sem lýsir athugasemdum í 51 lið. Oddviti lagði til að boðað yrði til fundar með fulltrúum þeirra sem gera athugasemdir fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Samþykkt. Galtalækur í Biskupstungum, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungna 2000-2012 og tillaga að deiliskipulagi tveggja frístundalóða. Lögð fram tillaga frá Landform ehf. að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungna í landi Galtalækjar. Tillagan gerir ráð fyrir að 2 ha svæði austan við núverandi þjóðveg nr. 359 breytist úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði. Einnig tillaga að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir 2 sumarhúsalóðum. Samþykkt að auglýsa breytingartillöguna skv,18.grein skipulags- og byggingarlaga og deiliskipulags- tillöguna samkv. 25. gr. sömu laga. Samþykkt. Skálabrekka í Þingvallasveit. Lóð við gamla bæjarstæðið. Ósk frá Einari Erni Jónssyni um að lóð hans verði skil- greind í aðalskipulagi sem landbúnaðarland en ekki frí- stundasvæði eins og tillagan að aðalskipulagi sem samþykkt hefur til auglýsingar gerir ráð fyrir. Samþykkt að verða við ósk Einars Arnar og skipulagsfulltrúa falið að koma samþykktinni á framfæri við skipulagsráðgjafa og að hún verði hluti af auglýstri tillögu eða að samþykktin liggi frammi með aðalskipulagstillögu við auglýsingu. Deiliskipulag íbúðarbyggðar syðst í byggðinni í Reykholti. Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar arkitekts sem unnin var að beiðni sveitarstjómar að deiliskipulagi íbúðarbyggðar á flatlendi vestan Kistuholts í Reykholti. Svæðið er 7 ha og er landið í eigu Bláskógabyggðar og er skilgreint sem íbúðarsvæði í aðalskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir 72 lóðum undir íbúðarhús sem eru 34 einbýlishúsalóðir, 20 parhúsalóðir og 18 raðhúsalóðir. Vegtenging verður frá Miðholti og frá Skólabraut. Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25.grein skipulags- og bygginarlaga. Götunöfn verða ákveðin síðar. Deiliskipulag athafnasvæðisins Vegholts í Reykholti norðan Biskupstungnabrautar. Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar að deiliskipu- lagi athafnasvæðisins Vegholts norðan Biskupstungna- brautar sem unnin var að beiðni sveitarstjómar. Tillagan gerir ráð fyrir sex athafnalóðum 5.800-6.200 m2 að stærð og nær til 4 ha lands sem er í eigu Bláskógabyggðar. Landið er skilgreint sem athafnasvæði í aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012. Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25.grein skipulags- og bygginarlaga. Gjábakkavegur (365) Úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að hún fellst á lagningu vegarins. Sveitarstjóm fagnar ákvörðun Skipulagsstofnunar og vonar að þessi ákvörðun muni verða til þess lagning vegarins hefjist ömgglega á árinu 2005. Seyrulosun. Samþykktir, fyrri umræða. Lagðar fram samþykktir um hreinsun fráveituvatns og reglubundinnar losunar, vinnslu eða förgun seyru í samræmi við reglugerðir um fráveitur og seyru; nr. 798/1999 og reglugerð um fráveitur og skólp, nr. 799/1999, um meðhöndlun seyru. Vísað til næsta fundar til síðari umræðu. Akvörðun um álagningu gjalda 2005. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar. A. Útsvarsstofn 13,03 %. Litli Bergþór 26.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.