Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 7
Hæstaréttardómar í þjóðlendumálum Hœstiréttur ásamt fylgdarliði á Bláfellshálsi. Hinn 21. október sl. felldi Hæstiréttur dóma um hvaða land í Biskupstungum yrði þjóðlenda. Málinu var skipt í tvennt, annar vegar varðandi Biskupstungnaafrétt „norðan vatna“, eða landið frá Hvítá og Hvítárvatni og að mörkum við Auðkúluheiði á Kili, og hins vegar mörk þjóðlendu og efstu eingarlönd í Biskupstungum. Þessi mál voru dæmd í Héraðsdómi Suðurlands 6. nóvember 2003, og var greint frá þeim dómi í Litla-Bergþór 24. árg. 3. tbl. í desember 2003, en þeim var báðum áfrýjað til Hæstaréttar. Dómsuppkvaðningin hafði þann aðdraganda hér á heimaslóðum að 3. september fóru hæsta- réttardómarar, lögmenn málsaðila og nokkrir heimamenn til leiðsagnar í vettvangsskoðun inn á afrétt, á Haukadalsheiði og upp í títhlíðarhraun. Skömmu seinna fór fram munnlegur málflutn- ingur í Hæstarétti. Málið um afréttinn norðan vatna var nr. 47/2004 hjá Hæstarétti og var Skarphéðinn Þóris- son hrl. lögmaður ríkisins en Ólafur Björnsson hrl. lögmaður Bláskógabyggðar. Málið dæmdu hæstaréttardómaramir Markús Sigur- bjömsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ingibjörg Benediktsdóttir og Pétur Kr. Hafstein fyrrverandi hæsta- réttardómari, en hann hafði látið af störfum á meðan málið var til meðferðar hjá réttinum, en tók þátt í að ljúka því. I dómi Hæstaréttar segir m. a: „Þegar litið er til alls þess, sem fram er komið í málinu, verður að fallast á röksemdir óbyggðanefndar fyrir því að ekki hafi verið sannað að afréttur norðan vatna hafi nokkurn tíma verið háður fullkomnum eignarrétti kirkjunn- ar eða annarra, hvorki fyrir nám, með löggemingum eða með öðmm hætti. Orðalag í máldögum um afréttareign kirkna getur ekki ráðið úrslitum um að þær hafi átt annað og meira en afréttarnot. Þá eru staðhættir og einangrun landsvæðisins vegna vatnsfalla og fjarlægðar frá byggð með þeim hætti að líkur standa gegn óskoraðum eignarrétti að landi þar. Verður jafnframt fallist á þá niðurstöðu óbyggðanefndar að í afsali kirknanna til Biskupstungna- hrepps hafi ekki falist frekari yfirfærsla eignarráða en heyrðu kirkjunum til. Þá hefur gagnáfrýjandi ekki heldur fært fram sönnun þess að skilyrðum eignarhefðar á afrétti norðan vatna hafi verið fullnægt, en þau hefðbundnu afrétt- arnot, sem jarðeigendur í Biskupstungum hafa sameiginlega haft af landinu undir stjórn sveitarfélagsins, geta ekki stofn- að til beinna eignarréttinda yfir því. Önnur takmörkuð nýting gagnáfrýjanda á landinu, sem fyrst kom til á síðustu öld, leiðir ekki til annarrar niðurstöðu. Brestur þannig sönn- un fyrir því að afrétturinn sé eignarland gagnáfrýjanda. Verður niðurstaða málsins sú að tekin verður til greina krafa aðaláfrýjanda og staðfestur úrskurður óbyggðanefndar um að afréttur norðan vatna sé þjóðlenda og afréttur gagn- áfrýjanda.“ Dómsorð em á þessa leið: „Aðaláfrýjandi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfu gagnáfrýjanda, Bláskógabyggðar, um að úrskurður óbyggðanefndar 21. mars 2002 í máli nr. 4/2000 verði felldur úr gildi að því leyti að afréttur norðan vatna á Biskupstungnaafrétti teljist þjóðlenda. Kröfu gagnáfrýjanda um að breytt verði ákvörðunum óbyggðanefndar um greiðslu málskostnaðar í málum nr. 1/2000, 3/2000 og 4/2000 er vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.“ Málið um mörk þjóðlendu og efstu eingarland í Biskupstungum var nr. 48/2004 hjá Hæstarétti og í því máli var Skarphéðinn Þórisson hrl. lögmaður ríkisins, Ólafur Björnsson hrl. lögmaður 20 landeigenda og Ragnar Aðalsteinsson hrl. lögmaður tveggja landeigenda. Mál þetta dæmdu sömu dómarar og hitt málið. I dómi Hæstaréttar er greint frá aðal- og varakröfu ríkis- ins um að þjóðlendumörk. Aðalkrafan er um línu, sem lýst er þannig: „Frá Brúará að vestan úr Brúarárskörðum í 300 metra hæðarlínu (punktur A) að vörðubroti efst í Litlahöfða (punktur B). Að norðan frá þeim stað ráði bein lína í vörðu vestan Miðfells (punktur C). Þaðan taki við mörk Hrauntúns og liggi frá þessari vörðu að vörðu efst í Miðfelli ofan suðurhlíðar þess (punktur D) í Hnífagil þar sem efsti fossinn er í gilinu (punktur E). Þaðan í punkt í 400 m hæðarlínu beint uppaf upptökum vestari kvíslar Stakksár (punktur F). Fari þaðan upp á brún Bjarnarfells Litli Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.