Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 11
Guðbjörn Scheving er áður nefndur, oftast kallaður Bjössi. Tilefnið skýrir sig sjálft. Allir kvarta á einhvern kant. Út með tuddan Lýður! Guðbjörn kallar: Kálfs er vant, kýrin yxna bíður. Næstu vísur eru glettur við krakka, en Kristján hafði lag á að létta þeim lund með því að gera um þau vísur. Þessi er um krakkana á „uppbæjun- um” sem fluttu mjólk að Gýgjarhóli til móts við mjólkurbílinn, þau Maríu Oskarsdóttur á Brú og syni Jónasar á Kjóastöðum. María er mörgum kær, má hún ekki pústa, ef hún blíðu öllum ljær Óla, Kalla og Gústa. Kalla - Þórkatla Albertsdóttir var snúningastelpa hjá Helgu og Lýð á Gýgjarhóli. Sannar þakkir sá skal fá sem í nefið gefur, en þegar Kalla kúplar frá kemur slæmur þefur. Þorleifur Óskarsson frá Brú var að róta úr skítahlössum á túni. Auðleik spáir útgangur, á honum gljáir fjóshaugur, driti stráir drjúgvirkur drullukláfur Þorleifur. Kristján fékk Margréti Karlsdóttur í Gýgjarhólskoti, þá líklega innan við fermingu, til að keyra haug á tún í hestvagni og hún fékk þessa vísu. Margrét er að mörgu nýt, minna þó að löstum lýt. Akaft ber hún á mig skít og ætlar að kæfa mig í drít. Næstu tvær vísur eru eftir Margréti Guðmundsdóttur (1887-1960) sem var hálfsystir Kristjáns og bústýra hans lengi. Sú fyrri er um einhvern strák sem sendur var með þvott út á snúru og hafði orð um. Flest má viðra og færa í lag svo fúni það ei sem sina, ef þú klemmir út á stag úr þér kvensemina. Áður er getið um Frímann Frímanns- son, en stúlkan, sem nefnd er, var Guðrún Karlsdóttir í Gýgjarhólskoti. Frímann með fölar kinnar fer til Guðrúnar sinnar, kysstur er hennar kjaftur, kemur svo strax heim aftur. Margrét kom inn í herbergi þar sem sumarstrákar sváfu. Einn þeirra sat framaná allsber og þreif kött sem þar lá til að hylja nekt sína. Annað hvort er vísan eftir Margréti eða Kristján sem orti þá í orðastað hennar. Helst er æðsta hvötin þín að hylja snögga bletti. Sigurður huldi sjónum mín sína nekt með ketti. Hér koma nokkrar vísur sem við vitum ekki með vissu hvert systkin- anna er höfundur að: Þessi er ort í orðastað Viktoríu Guðmundsdóttur (1885-1971), en hún var önnur hálfsystir Kristjáns og lengst af skólastjóri á Vatnsleysuströnd. Ekki er vitað hver Gvendur var sem minnst er á. Reið ég suðrí Reykjavík rétt eins og ég væri send. Undarleg voru örlög slík, aðeins til að fá hann Gvend. Guðbjörg sem getið er í næstu vísu var skólasystir Viktoríu úr Kennara- skólanum, sem henni þótti full létt- lynd. Viktoría þrokir þar þó þungar raunir beri. Geymir meydóm Guðbjargar gull í veiku keri. Ekki er vitað með vissu um Guð- mund þennan, en oft var farið með þessa vísu. Guðmundur með götuga hattinn glennir sig og slær eins og skrattinn. Ytum þykir upplitið skrýtið, allir halda að vitið sé lítið. Hér er verið að snúa út úr alþekktri vísu. Árni sem kveðið er um var Jónsson, bóndi í Tungufelli. Kvölda tekur sest er sól, svífur þoka um geiminn. Árni situr upp á hól og er að draga seiminn. Óli sem næst kemur við sögu teljum við að hafi verið hálfbróðir Guðna Diðrikssonar (1864-1940) föður Kristjáns. Hann var skútusjó- maður en átti sitt heimili á Gýgjarhóli. Það styður þetta að í manntalinu 1901 er Ólafur Jónsson 28 ára skráður hjú á Gýgjarhóli, fæddur í Hraungerðissókn eins og Guðni. Seinni hluti vísunnar á að vera öfugmæli því hendur skútu- karlsins hafa borið vinnu hans merki. Eins er hann sagður hafa verið rausnarlegur við sitt fólk þegar hann kom úr veri. Vísan er því væntanlega glens ungra krakka við frænda sinn. Hvítur er á honum hvirfillinn svartur kragi í kringum. Litli Óla nirfillinn netta hefur hann fingur. Eiríkur Jónsson sem síðar (1908) settist að á Eiríksstöðum, var um tíma til heimilis í Ásnum í Kjarnholtum, þar sem þá og lengi síðan var fjárhús. Var þiljaður af hluti fjárhússins til íveru. Eiríkur í Ásnum býr afturfattur kauði, svíradigur, rassinn rýr röskur að hirða sauði. Hugmynd að fréttabréfi sem Kristín og Eiríkur á Eiríksstöðum báðu syst- kinin á Gýgjarhóli að skrifa syni þeirra, en þau munu hafa verið lítt skrifandi. Mamma þín tónar sönginn sinn sömu eymdar náhljóðin. Á sér kjaftinn út á kinn einatt skælir faðir þinn. Hér var verið að glettast við ná- granna Ymsir vilja lotning ljá langri sultarbeygju. Karlinn Jón er kominn á kantaða móðins treyju. Helga Gísladóttir (1857-1915), móðir þeirra Gýgjarhólssystkina, var líka hagmælt og ein vísa er þekkt sem talin er eftir hana. Tilefnið var að hún sat með fleiri konum og voru þær að Litli Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.