Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? Að þessu sinni verður greint frá því fréttnæma úr sveitinni frá júní til nóvember. Gott veðurfar vorsins hélst allt sumarið, það var hlýtt, vægir vindar og sólríkt. Jafnvel hefur því verið líkt við sólskinssumarið mikla 1939. Bændur byrjuðu flestir slátt um og upp úr miðjum júní og slógu jafnvel bestu túnin þrisvar. Viðarvöxtur var mikill og einnig spratt vel í ræktarlöndum. Urkoma var fremur lítil en vökvaði þó oft gróður. Haustið var einnig gott, ekki teljandi frost fyrr en í byrjun vetrar og snjór ekki sjánlegur nema sem föl á jörð einstöku sinnum og fjallatoppar oftast auðir fram á vetur. Stuttir en vatnsmiklir rigningarskvettir komu öðru hvoru og hækkaði við það nokkuð vatnsstaða í jörð, einkum var mikil úrkoma í fyrri hluta nóvember. Þjóðhátíð hófst að vanda með messu í Torfastaðakirkju, skrúðganga var frá Bjarnabúð að íþróttamiðstöðinni, þar sem fjallkona las ljóð, Georg Kári Hilmarsson í Skálholti flutti hátíðarræðu og skemmt var með leikjum. I Aratungu var síðdegis selt kaffi og meðþví, og þar var danshljómlist um kvöldið. Helgihald hefur mest verið í Skálholti og ber þar Skálholts- hátíð hæst. Sumartónleikar voru þar um helgar á miðju sumri, þar sem margir miðluðu list sinni. Þar hefur verið messað árdegis flesta sunnudaga og öðru hvoru á miðjum degi í hinum kirkjunum í prestakallinu. Síðla í september hélt stúlknakór frá Kaupmannahöfn tónleika í Skálholtskirkju ásamt félögum úr Kammerkór Biskupstungna. Rúmum mánuði síðar voru þar tónleikar í minningu systranna frá Rauðaskógi, Ragnhildar Petru og Önnu Margrétar. Þar söng Jónann Friðgeirsson einsöng, Kári Þormar lék á orgel, Skálholtskór og Bama- og kammerkór Biskupstungna sungu undir stjórn Hilmars Amar Agnarssonar. Félag eldri borgara í Biskupstungum efndi til ferðar vestur í ísafjarðardjúp fyrir félaga sína og nokkra nærsveitunga og í september var farið til Reykjavíkur í boði Bláskógabyggðar og Kvenfélags Biskupstungna. Vetrarstarf félagsins hófst um miðjan október með samkomu í Reykholtsskóla, en slíkar samkomur verða sem áður í Bergholti fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði í vetur og aðra fimmtudaga föndrað þar og spilað á spil. í september var buðu þrjú afmælisbörn, sem samtals vom 200 ára, ásamt mökum sínum til tveggja afmælisveislna í Aratungu. Hin fyrri var í tilefni af afmæli Sigurjóns Kristinssonar að Kistuholti 21 og Oddnýjar Jósefsdóttur á Brautarhóli og hin síðari á afmælisdegi Sigurðar Þorsteinssonar á Heiði. í sumar var áfram unnið í sjálfboðavinnu að byggingu Gíslaskála í Svartárbotum í sumar, og var hann vígður á hátíð þar um miðjan ágúst. „Létt-mennigarvökur Klettsins“ hófust um miðjan október með ferð í máli og myndum um Kjöl undir leiðsögn Arnórs Karlssonar. Önnur vakan var þar mánuði seinna, og þar skemmtu félagar úr leikfélaginu Hugleik í Reykjavík með flutningi á frumsömdu efni í formi tónlistar og ljóða. Áformað er að slíkar vökur verði þar í hverjum mánuði í vetur. Tvö íbúðarhús hafa risið við Bjarkarbraut í norðanverðu Reykholtshverfi í haust og verið er að fullgera hús þau er byrjað var á síðastliðinn vetur í Reykholti og Laugarási. Á Brekku er verið að byggja tvö íbúðarhús, skemmu í Brekkuskógi og aðra í Lambadal við Reykholt. I Gýgjarhólskoti er að ljúka stækkun og endurbótum á fjósi. Tungnaréttir 2004. Síðasti innrekstur. Olíumöl var síðsumars lögð á Kjalveg frá Gullfossi að Sandá, en þar var í sumar sprengd rás í klapparhólinn sunnan við brúna, grjótið mulið og hluti þess notaður í veginn en allmiklar hrúgur bíða þar til að nota í áframhaldandi vegagerð. Feðgarnir Magnús og Guðmundur í Austurhlíð voru í grenja- leit í vor. Fundu þeir tófur í 8 grenjum, 6 í byggð, sunnan frá Spóastöðum og upp að Neðradal, og 2 í afrétti, í Miðveri og Kjalhrauni. Við grenin náðu þeir samtals 37 yrðlingum og 8 full- orðnum dýrum, auk þess skutu þeir eitt hlaupadýr. I einu greni að auki í byggð er vitað um að tófa var með yrðlinga, en ekki vannst tími til að vinna á þeim. Sauðfé á Biskupstungnaafrétti var færra í sumar en það hefur verið síðustu áratugi, líklega ekki mikið yfir 1.000 fullorðnar kindur. Réði þar mestu um að aðeins var farið með fé þangað úr Eystritungu, en mælst var til þess að þangað færi ekki fé sem eftir lifði á svæði því er riða var staðfest á í vetur. Fjallferðir fóru eigi að síður fram með hefðbundnum hætti. I fyrstasafn fóru 24 leitarmenn og smöluð í viku, oftast í vætu og dimmviðri. Tungnaréttardagur var að vanda daginn eftir að þeir komu af fjalli. Þann dag var blítt veður og voru gestir margir, og um kvöldið var réttaball í Aratungu. Eftirsafn var tveggja daga leit síðast í september. Tilkvaddir leitarmenn voru 6 en meira en tvöfölduðust af sjáfboðaliðum. Þeir fundu 43 kindur, flestar í Hólahögum. Skömmu síðar voru 5 kindur sóttar í afrétt. Um tveim vikum síðar fóru 5 leitarmenn í eftirleit. Þeir voru viku og komu með 6 kindur. Hlíðalönd voru smöluð af 16 leitarmönnum síðla í september og því réttað á bæjum. Fé var talið allvel fram- gengið bæði í heimahögum og afrétti. í ljós kom við rannsókn á heilsýni úr á frá Gýgjarhólskoti, sem var slátrað á Selfossi í byrjun september, að hún var með riðusýkingu. Eftir það var tekin ákvörðun um að slátra í haust öllu fé í Eystritungu, en áður hafði verið ákveðið að lóga fénu í Ytritungu sunnan Hlíðahólfs. Heimilt verður að taka fé aftur á þessu svæði eftir tvö ár en næsta haust á þeim bæjum sem skorið var niður á í vetur sem leið. Helgi Kristbergur Einarsson, bóndi í Hjarðarlandi, f. 1921, lést í ágúst. Hann var jarðsettur í Haukadal. Ágústa Margrét Ólafsdóttir, húsfreyja í Úthlíð, f. 1937, lést í september. Hún var jarðsett í Skálholti. Gunnar Karl Gunarsson, Bæjarholti 13 í Laugarási, f. 1986, lést í október. Hann var jarðsettur í Skálholti. A. K. Litli Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.