Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 25
Reykholti verði sett upp viðvörunarskilti „börn að leik“ og næsta vor verði athugað með hraðahindrun á veginn. Oddviti í hlutastarf. Lögð fram tillaga sveitarstjóra um að oddviti Bláskógabyggðar verði ráðinn í 80% starf til ársloka 2005 vegna aukinna verkefna sveitarfélagsins. Starf oddvita mun ná til þess að hafa umsjón með byggingu leik- skóla á Laugarvatni og viðbyggingu við Grunnskóla Bláskógabyggðar Reykholti. Einnig mun hann sjá um skipulags- og lóðamál auk annara mála sem til falla. Sveinn vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Samþykkt með fimm atkvæðum. Drífa sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Rimi, Biskupstungum. A: Tillaga um að aðalskipulag við Rima breytist úr sumarhúsalóð í landbúnaðarsvæði. Lögð fram tillaga frá Pétri H. Jónssyni um breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 á land- spildunni Rima, erfðafestulandi úr landi Torfastaða. Tillagan gerir ráð fyrir að svæðið breytist úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Vegna misskilnings milli landeiganda og hönnuðar hafði aðalskipulaginu verið breytt á síðasta ári úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð. Með þessari breytingu gengur fyrri breyting til baka. Samþykkt að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 18. grein skipulags - og byggingarlaga og vísað til skipulagsfulltrúa að leita eftir meðmælum Skipulagsstofnunar og að fylgja málinu eftir. B: Deiliskipulag tveggja íbúðarhúsa. Lögð fram tillaga frá Pétri H. Jónssyni að deiliskipulagi tveggja íbúðarhúslóða í landi Rima, Biskupstungum. Gert er ráð fyrir tveimur lóðum 11500 m2 og 39500 m2 og er hluti af henni svæði fyrir skógrækt en alls er viðkomandi land, 5,1 ha. Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu deili- skipulagsins skv. 25. gr. skipulags-og byggingarlaga og leggur til að aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagið verði auglýst samhliða Tvö lóðablöð, vegna kirkju í títhlíð og vegna garð- yrkjulóðar á Syðri- Reykjum. Lagt fram lóðablað 4.200 m2 lóðar fyrir kirkju í landi títhlíðar II. Lóðin er í samræmi við deiliskipulag sem nú er í auglýsingu. Samþykkt skv. 30. gr. skipulags-og byggingarlaga. Lagt fram lóðablað með tveimur lóðum undir gróðurhús í bæjarþyrpingu á Syðri Reykjum IV. Lóðimar eru 2.134 m2 og 9.009 irf að stærð. Eigendur aðliggjandi lóða staðfesta með undirritun á uppdrætti að þeir gera ekki athugasemdir við lóðarskiptinguna. Samþykkt skv. 30. gr. skipulags-og byggingarlaga. Hugmynd um ferðaþjónustu tengdri hestamiðstöð í Friðheimum. Lagt fram til kynningar og vísað til deili- skipulagsgerðar. Sveitarstjóm lýsir yfir ánægju sinni með hugmyndina. 37. fundur byggðaráðs 26. október 2004. Mættir vom byggðaráðsmenn auk Ragnars S. Ragnarssonar sem ritaði fundargerð. Niðurgreiðslur á dagvistun hjá dagmæðrum í Bláskógabyggð. Byggðaráð leggur til að niðurgreiðslur vegna dagvistunar hjá dagmæðrum verði sambærilegar þeim reglum sem giltu fyrir sameiningu sveitarfélaganna og verði því greitt kr. 18.000- með barni í fullri vistun og síðan hlutfallslega með börnum í skemmri vistun. Tilnefning fulltrúa á aðalfund SASS sem haldinn verður 13. og 14. nóvember 2004. Byggðaráð leggur til að aðalfulltrúar verði Sveinn A. Sæland, Margeir Ingólfsson og Kjartan Lámsson og til vara Sigurlaug Angantýsdóttir, Margrét Baldurdóttir og Drífa Kristjánsdóttir. Lögð fram bréf Bláskógabyggðar til ráðherra sam- göngu- og umhverfismála vegna stöðu mála á Geysis- svæðinu. Einnig lagt fram svarbréf frá samgönguráðu- neytinu dags. 22. okt. 2004. Byggðaráð leggur mikla áherslu á að lausn finnist sem allra fyrst á vanda svæðisins en það verður fyrst og fremst gert með því að einfalda eignarhaldið á svæðinu þannig að hægt verði að taka þar til hendinni í umhverfis - og öryggismálum. Tillögur sameiningarnefndar um breytingar á sveitar- félagaskipan. Oddvitanefnd uppsveitanna boðar til sameiginlegs fundar sveitarstjóma á svæðinu um sameiningarmál í Skálholti fimmtudaginn 11. nóvember 2004, kl. 10:00. Kvittun fyrir framlagi sveitarfélags í Varasjóð húsnæðismála vegna ársins 2004. Samkvæmt þessu þarf Bláskógabyggð að greiða kr. 62.309. Bréf frá Jöfnunarsjóði dags. 8. október 2004 þar sem fram kemur yfirlit yfir greiðslur framlags vegna fasteignaskattsjöfnunar árið 2004. Samkvæmt þessu bréfi er framlag til Bláskógabyggðar kr. 16.761.570 -. Bréf frá Jöfnunarsjóði dags. 8 október 2004 þar sem fram kemur útreikningur áætlaðra tekjujöfnunarframlaga 2004. Samkvæmt þessu bréfi er framlag til Bláskógabyggðar ekkert. Sveitarstjóra falið að skrifa bréf til sjóðsins þar sem viðkomandi framlag er ekki í samræmi við áður samþykkta reglugerð. Heimild til sölu eigna. Byggðaráð leggur til að oddvita verði veitt heimild til að selja íbúðimar að Kistuholti 15, 17, 16a,16b, Miðholt 5 og Lindarbraut la. Hagavatn. Byggðaráð leggur til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar óski eftir fjármagni frá Fjárlaganefnd Alþingis til að ljúka undirbúningsvinnu og gagnaöflun sem verður að liggja fyrir svo hægt verði að skila inn nýju umhverfismati. Hækkun Hagavatns mun hefta sandfok frá sandsvæðum suðvestan við Langjökul. Byggðaráð telur stækkun Hagavatns grundvallaratriði til að ná frekari árangri í heftingu sandfoks í nágrenni vatnsins. Einnig og ekki síður veldur áhyggjum hve haftið sem heldur vatninu uppi rofnar stöðugt. Bresti það skapast vemleg hætta á flóði með ófyrirsjáanlegum áhrifum í byggð. Þjóðlendudómur. Lagt fram bréf frá Ólafi Björnssyni varðandi niðurstöðu Hæstaréttar í Þjóðlendumálunum. Lagt til að byggðaráði verði falið að skoða málið með þeim lögfræðingum sem komið hafa að þessum málum í sveitar- félaginu. Erindi lagt fram til kynningar: Bréf frá Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftafræðum Litli Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.