Litli Bergþór - 01.03.2008, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.03.2008, Blaðsíða 15
Minni Karla Hann er tignarlegur þar sem hann hleypur um grundir í fótspor íslensku sauðkindarinnar. Hann er lítill, hann er stór. Hann er feitur hann er mjór. Hann staldrar við og fær sér í nefið, ekki of lengi hann vill ekki tapa af henni, kindinni. Hann er röskur, hann er lipur. Hann sér hana, kindina, hún hefur komið sér í sjálfheldu. Hann er hraustur, hann nær henni, tekur hana á herðar sér og arkar heim. Hann er íslenskur karlmaður. Mikið á hann þennan glæsileika, íslensku sauðkindinni að þakka. Ekki einungis hefur hann stælst og harðnað við að elta hana um óblíða náttúru íslands. Hún hefur fætt hann og klætt, og gert hann að þeirri myndar skepnu sem hann var!! Já, þetta er aðeins þokukennt minningar- brot um íslenska karlmennsku eins og hún var á síðustu öld, en nú er svo sannarlega öldin önnur. Herra ísland 2007. Ég varð fyrir þeirri reynslu á síðastliðnu hausti að sjá í sjónvarpi þátt þar sem krýndur var Herra ísland. Já, hugsaði ég með mér það er best sjá hvað þetta land elur af sér marga unga og hrausta menn. Þátturinn byrjaði. Á skjánum birtust, að mér sýndist hópur ungra manna liggjandi í einni þvögu í nærbrókum einum fata. Þeir voru allir mjög brúnir og ég hugsaði með mér, er þetta kannski herra Indland, en svo risu þeir upp og ég sá að þeir höfðu yfirbragð norænna manna. En þegar þeir birtust í nærmynd einn og einn runnu á mig tvær grímur. Var kannski verið að keppa í aldursflokknum hnokkar. Þeir voru allir algjörlega hárlausir, fyrir utan náttúrlega útstrípað hárið á hausnum á þeim. En ég komst að því seinna í þættinum að þeir höfðu jú allir farið í vax og plokkun auk brúnkumeðferða á snyrtistofu Olafar!! Áfram hélt keppnin, ungu men- nirnir komu fram í hinum ýmsu atriðum, en þema kvöldsins var „hártískan á diskó tímabilinu“!! Hvað er þetta hugsaði ég með mér það er eins og þetta sé árshátíð hjá ný útskrifuðum hárgreiðsludömum. Hvar er karlmennskan, hvar er fótboltinn, formúlan og glíman? Það var nú heldur farið að þykkna í mér, en ég ákvað gefa þessu smá séns. Því næst átti að sýna frá frábærri óvissuferð sem strákarnir fóru í. Jæja, nú hlýtur að reyna á drengina. Þeir hljóta að þurfa að rýja nokkrar kindur, jáma slatta af hrossum og skipta um afturdekk á stórri dráttarvél, en allt eru þetta verkefni, sem að mínu mati reyna verulega á hreysti og karlmennsku. En nei, ekki var það nú neitt í þessum dúr sem á skjánum birtist. Það var farið með þá niður í fjöru!! Og þarna hlupu þeir um í hvítum dúnúlpum og reyndu að forðast að blotna í lappirnar. Einn og einn reyndi að fleyta kerlingar, enginn meig í saltan sjó. Þetta minnti mig helst á þvotta- efnis auglýsingu ætlaða þreyttum húsmæðrum en ekki unga og hrausta íslenska karlmenn. Ég fór fram og fékk mér bjór. Þetta hlýtur að lagast, ég horfi aðeins lengur. Næst átti að tala við þær manneskjur sem höfðu gert strákana svona æðislega flotta og sæta, já hreinlega ákveðið hvernig hinn eini og sanni íslenski karlmaður á að líta út og haga sér. Og þarna birtust þau. Pínulítil grindhoruð kona sem greinilega hafði aldrei étið feitt kjöt né lyft áburðarpoka og karlmaður sem vildi greinilega vera kvenmaður. Sem sagt, grænmetisæta og hommi!! Þetta var fólkið sem ákvað hvernig íslensk karlmennska er. í þrjá mánuði hafa strákarnir æft inni í hinum ýmsu líkamsræktarstöðvum og fæðið, pasta og grænmeti!! Andskotinn!! Það er ekki nema von að drengirnir geti ekki annað en spígsporað um í bleikum diskó- buxum með túperað hár, ef þeir hafa verið inni í marga mánuði og nagað gulrætur, nú slekk ég. í því að ég er að slökkva er tilkynnt hvað vinningshafinn hljóti í verðlaun. Mitt síðasta hálmstrá, þeir hljóta að fá eitthvað sem minnir þá á að þeir eru karlmenn, verkfærasett frá Black og Decker, Boch borvélar, Wicegriptangir, járningagræjur, hjólsagir, bjórkippu, eitthvað, bara eitthvað karlmannlegt. En nú fyrst kom áfallið. Þetta byrjaði sæmilega: Flott úr, svo versnaði það, gylltur veldissproti, dag- og næturkrem frá Lancom, undirfatnaður frá Oreblu og í aðalvinn- ing hlýtur herra ísland 2007 árskort á Snyrtistofu Olafar. Ég slökkti og fór að sofa. Ég fékk hrikalega martröð. Ég var á fjallinu, inn í Fögruhlíð. Á þess- um stað við þessar aðstæður getur karlmennskan birst í sinni fegurstu mynd. íslenskur hraustur sveita- maður á hlaupum undir jökulröndinni á eftir bless- aðri sauðkindinni. En í þessum draumi var sýnin önnur. Þarna var ég ásamt Kjartani mínum, Gumma á Vatnsleysu og gott ef Egill frændi minn var ekki þama líka. Á þessum stað er venjan, í fjallferðum, að staldra við og ræða um búpeninginn og vélakost manna. Ég tók til máls og ætlaði að fara að grobba mig af nýja traktornum okkar Kjartans. En Gummi greip frammí fyrir mér. „Ég fór á æðislega snyrti- vörukynningu hjá Lions um daginn.“ Kjartan veðr- aðist allur upp: „íalvöru! Voru ekki einhverjir sætir litir í nýju augnskuggalínunni? Ég er nefnilega búinn með minn.“ Þeir flissuðu, og Egill lakkaði á sér neglurnar. Ég vaknaði upp í svitabaði og leit á Kjartan. Hann var hvorki plokkaður né málaður, mér létti. Kæru kynsystur, íslenskar konur í Biskupstungum, látum ekki grindhoraðar grænmetisætur að sunnan útrýma þessari dásamlegu skepnu sem íslenski karlmaðurinn er. Viljum við að mennirnir okkar fari til fjalls í nælonsokkabuxum frá Oreblu í stað föðurlandsins! Viljum við að Gaui gas og Jóhannes á 15 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.