Litli Bergþór - 01.03.2008, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.03.2008, Blaðsíða 19
Við hjónin, sem vorum með smábúskap að Gýgjarhóli I, höfðum hug á að leggja hluta jarðar- innar undir skógrækt. Vorum búin að prófa okkur svolítið áfram með því að rækta skjólskógarreit norðan við íbúðarhúsið og annan reit niður við Gýgjarhólslæk sem nefnist á Kerlingastöðli. Fyrst var að velja staðinn sem skyldi fórnað til skóg- ræktar. Efst í landinu er gróðurlítið svæði sem nefn- ist Myrkholt. Eins og nafnið ber með sér hefur ein- hverntíma verið þarna dimmur skógur, en nú er hann aleyddur og mest af sverðinum fokið. Þarna er rekstrarleið afréttarfjár svo ekki var heppilegt að verja það svæði. Torfur sem liggja nær Gýgjarhólsfjalli virtust að mörgu leyti efnilegar til skógræktar, en leiðin þangað er nokkuð ógreið og spurning hvernig gengi að verja þær búfé. Okkar reynsla sýnir að þegar taka á land til skóg- ræktar þarf að huga vel að hvernig landið hentar. Þar er að mörgu að hyggja og má nefna: a) Er landið heppilegt sem sprettuland fyrir skóg? b) Hvernig er aðkoman að landinu? c) Skyggir væntanlegur skógur á útsýn eða fellur hann að öðru leyti vel að landslaginu? d) Er auðvelt að girða landið af og verja það fyrir búfé? e) Skapa aðstæður eldhættu? Það verður að viðurkennast að skógræktaráhuginn varð rólegri íhugun yfirsterkari, þannig að með tímanum urðum við að vinna úr ýmsu eftirá og sumt er ennþá óleyst. Fyrir valinu varð u.þ.b. 40 hektara landspilda milli Gýgjarhóls II og Kjóastaða vestan vegar sem liggur upp á Gullfossveg. Aðalkjarni svæðisins er mosagróin Skyggnisheiðin og mýrarsvæði kringum hana. Landið veit á móti Geysis- og Haukadalssvæðinu og virðist skógrækt falla vel að landslaginu. Skyggnisheiðin er efsti hluti spildunnar og inn í hana gengu þrír uppblástursgeirar sem þurfti hvort sem var að loka til að hefta áframhaldandi eyðingu. Svörður heiðarinnar er sandborinn og frem- ur álitlegt skógræktarland. Mýrin í Uthögunum neðan við Skyggnisheiðina reyndist of blaut fyrir hefðbundna skógrækt og var því farið út í að kílræsa hana næst heiðinni. Við tímdum ekki að setja mikið af opnum skurðum í mýrina svo að samkomulagi varð að skipta á neðri hluta hennar og þurrkaðri spildu sunnan við áður- nefndan veg. Seinna varð svo að bæta skurðrispu í kílræstu mýrina sem tekur við hluta af vatni kíl- ræsanna og auðveldar að leggja hringslóða um Skyggnisheiðarsvæðið. Með góðri net- og gadda- vírsgirðingu umhverfis skógræktarsvæðið reyndist fljótlega hægt að halda því fjárlausu. Eldvarnir og aðgengi slökkvitækja er þáttur sem eftir er að efla. Vegurinn sem liggur meðfram skógrækt- argirðingunni er nú afgirtur og myndast þar mikill sinuflóki sem teygir sig að akbrautinni. Skógræktin er því í mikilli hættu, einkum að vorinu í þrálátum norðanþræsingum. Fyrsti þáttur plöntunarundirbúnings á Gýgjarhóli var að fá vana skógræktarmenn frá Skógrækt ríkisins til að plægja rispur í Skyggnisheiðina og hjá þeim fengum við einnig um þrjú þúsund afgangs lerki- plöntur í rúllum sem við plöntuðum samviskusam- lega í plógförin. Þá var ekki farið að bera áburð á lerkiplöntur og ekki höfðum við vit á að smita með svepparótarsmiti. Skemmst er frá örlögum þeirra plantna að segja að þær drápust allar. Þá komu Suðurlandsskógar til sögunnar og var nú hafist handa að planta lerki- og birkiplöntum, sem við fengum í bökkum. Lifun var, einkum til að byrja með, fremur léleg. Okkur var nú ráðlagt að bera tilbúinn áburð á plönturnar, en gróin tortryggni mín á að bera áburð á lerkið mun hafa valdið því að skammturinn varð of lítill hjá hverri plöntu. Þetta, ásamt lausum plógförum, vikurlagi neðst í plógfari og engu rígresisfræi með áburðinum tel ég að hafi einkum valdið slökum árangri. Markvissari áburðargjöf með blöndu af rýgresisfræi, ásamt svepparótarsmiti, virðist hafa skilað árangri því nú er Skyggnisheiðin óðum að breytast í fallegan lerki- og birkiskóg, ásamt svolitlu af öðrum tegundum. Furu höfum við nokkuð notað í íbætur. Hún hefur náð að lifa sæmilega, en gulnað nokkuð í vorkuldum, svo framhald furunnar er óvíst. Skógrækt ríkisins hjálpaði okkur með að plægja nokkuð og tæta annað af þurrustu mýrinni. í mest af þessu höfum við plantað bakkaplöntum. Öspin lifir og dafnar þokkalega í plógstrengjunum þar sem ekki er of blautt. Grenið lifir þokkalega, en vöxturinn er ekki viðunandi og höfum við reynt að bera á það aukaskammt af tilbúnum áburði. Birkið lifir og dafnar þokkalega. í tætta landið hef ég reynt að planta lerki, furu, greni og birki. Lifun er mjög léleg hjá öllum gerðum, en skárst þar sem tætingin var farin að síga vel saman eftir u.þ.b. tvö ár frá tætingu og þar til grasið var farið að ná of mikilli rótfestu eftir u.þ.b. fimm ár frá tætingu. Svipað má segja um öspina nema hvað hún virðist heldur harðgerðari að ná sér upp þótt landið sé lítið sigið eða farið að gróa. Á árunum 2000 til 2003 plöntuðum við skjólbelti í skeifu umhverfis austurhluta spildunnar sunnan vegarins sem við tókum undir skógrækt í stað blautu mýrarinnar í Uthögunum. Á árinu 2003 var spildan TTS herfuð og vorið 2004 plöntuðum við í u.þ.b. helming hennar 1500 stafafuruplöntum. Nú komu 19 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.