Litli Bergþór - 01.03.2008, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.03.2008, Blaðsíða 23
Italíuferð Skálholtskórs 28. júlí -11. ágúst 2007 í sumar fór Skálholtskór til Ítalíu í tveggja vikna ferð. Farið var í þá ferð með mikilli tilh- lökkun enda fararáætlun ferðastjórans og maka kórstjórans afskaplega spennandi - ekki síst að kórnum hlotnaðist sá heiður að fá að syngja fyrir sjálfan páfann. Undirritaður fór þó með þjakaður kvíða því ekki gat vitalaglaus maðurinn setið stöðugt og þegjandi undir fjöldasöng kórlima öllum stundum. Þrautalendingin var að versla sér stílabók og grúfa sig niður í hana við skriftir á meðan kórfélagar skemmtu sér og öðrum. Hér gefur svo að líta hluta ferðasögunnar sem var dreift í heild sinni til kórfélaga. Þetta er ferðin eins og hún kom fyrir augu höfundar, laglauss maka, sem flaut með söngelskum hópnum sér til ánægju. Inn á milli ferðalýsingar er skotið frum- sömdum kveðskap ferðafélaga sem var kveðinn sí og æ í gegnum hátalarakerfi rútunnar og við önnur tækifæri. Reyndi ég eftir megni að fá hógværa höfundana að skrá niður kveðskapinn og tilurð hans. Birtast kórvísurnar hér innan um þar sem það á við. Ekki tókst að ná til allra höfunda til að fá kveðskap þeirra skráðann og beðist er forláts á því en þeir bragsnillingar sem létu kveðskap sinn af hendi voru: Halldór Páll Halldórsson (HPH), Hermann Jónsson (HJ), Karl Hallgrímsson (KH), Kristinn Kristmundsson (KK) og Páll Magnús Skúlason (PMS). Að lokum vil ég þakka Aðalheiði Helgadóttur, Páli Magnúsi og Geirþrúði Sighvatsdóttur fyrir veitta aðstoð við frágang og yfirlestur. Laugardagur 28. júlí. Brottfarardagur Hópurinn mætti hress í bragði í Leifsstöð kl. 07:30 en þar fengu menn þær fregnir að flugi hefðir verið seinkað fram undir kl. 17:00. Kórfélagar tóku þetta ekki alvarlega heldur tóku til við upphitun þar til flogið var. Þessi vísa varð til við það tilefni (smá brot á höfuðstaf) Bjórinn freyddi sem bjartur foss við biðlundina ríka. Sankti María sé með oss og Helga María líka. HPH Ferðafélagarnir voru orðnir heldur slæptir þegar þeir komust í hótelherbergi í borginni Lucca í norðurhluta Ítalíu. Flestir sváfu frameftir en svo var gengið um fallega borgina. Næsta dag var haldið til Rómar með stuttri viðkomu í Pisa á hinu stórglæsilega torgi sem þekktast er fyrir Skakka turninn. Eftir þó nokkra keyrslu komum við að bænum Frascati í hæðunum í útjaðri Rómar, þar sem hótelið okkar, Villa Tuscolana, var staðsett. Hótelið reyndist vera höll sem gerð hafði verið upp sem hótel. Þvílíkan glæsileik og fburð höfum við aldrei fyrr kynnst og ekki var matur og þjón- usta síðri. Tekið var á móti okkur með freyðivíni, salthnetum og snakki. Maturinn var meiriháttar og sérstaka athygli vöktu sérprentaðir matseðlarnir með íslenska fánanum. Næsta dag var farin löng og ströng yfirferð um nokkur af helstu minnismerkjum Rómar. Litið var við hjá Colloseum, þaðan var gengið yfir Forum og farið á Navona torgið, Previ brunnurinn skoðaður og loks komið við í Pantheon hofinu. Allt ótrúlega glæsilegir staðir. Þegar komið var heim á hótel hittum við Höllu Margréti Arnadóttur við kvöldverðinn sem komin var til að syngja með kórnum í Vatikaninu daginn eftir. Miðvikudagur 1. ágúst. Dagur 4 Til að ná örugglega til Páfans í tæka tíð - 8:30/ 9:00 - var vaknað upp kl. 5:30 - á undan starfs- mönnum eldhússins. Því urðum við að fá nesti. Kokkurinn hafði því fyllt litla hvíta bréfpoka af mat og ávöxtum fyrir okkur. Við nestisupptökuna hittum við fyrir Val Lýðs- son og Elínu Gunnlaugsdóttur sem höfðu komið fljúgandi til Rómar um nóttina. Eftir fagnaðar- fundi flýttu allir sér í rútuna því nú mátti ekki láta fyrri sögu endurtaka sig og láta Hringanóra tefja okkur, svo að við næðum ekki að syngja fyrir páfann. Loftur S. Magnússon lýsti því yfir í upphafi ferðar að hann ætlaði að gefa páfa í nefið þegar við kæmum fram fyrir hans heilagleika. Þetta er samið í orðastað Lofts á þeirri ímyndaðri stundu. Auminginn á enga frú og aldrei verið gefið - „svo Benni minn ég býð þér nú brúnt að taka’ í nefið“. HPH Nú brá svo við að kórstjórinn og fararstjórinn, Hilmar Örn Agnarsson, og Hófý (Hólmfríður Bjarnadóttir), mættu síðust manna í rútuna með stýrurnar í augunum eftir að hafa sofið yfir sig. Hilmar hafði fengið lánuð jakkaföt - jakka frá Guðna Lýðssyni og buxur frá Gauja (Guðjóni Guðjónssyni) - þar sem jakkaförin hans voru í „Express-sendingu“ frá Lucca þar sem þau höfðu gleymst! Fóru honum bara glettilega vel. Sem við var að búast - a.m.k. miðað við fyrri reynslu, drógst ökuferðin á langinn. Hringanóra var þó ekki mikið um að kenna því umferðin á hraðbrautinni var á gönguhraða. Þegar Nóri hafði lagt rútunni í bílastæðahúsi Vatikansins tóku kórmeðlimir til fótanna. Nú lá mikið við að verða ekki of sein til páfans og missa af tækifærinu að syngja fyrir Hans Heilagleika. Hlaupið var við fót um „Sáttargötu“ Mussolinis og yfir Péturstorgið. Jafnvel Óli á 23 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.