Litli Bergþór - 01.03.2008, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.03.2008, Blaðsíða 25
framan kirkjuna í stað þess að sitja á loftkældum barnum! Tónleikar kórsins með Höllu Margréti tókust merkilega vel. Ekki síst þar sem Steingrímur organisti átti ekki möguleika á að sjá kórinn né kórstjórann þaðan sem hann sat og spilaði á margra alda gamalt orgelið. Eftir að viðkomandi lag hafði verið kynnt taldi hann í hálfum hljóðum, 1 - 2 - 3, og byrjaði. Og hitti á innkomu kórsins! Annars var orgelið svo fornt og þar að auki friðlýst að hætta þurfti við kraftmesta orgelverkið af ótta við að hljóðfærið hryndi saman. Kvöldið endaði svo í Frascati við borðhald í Villa Tuscolana við ræður, brandara og vísur borð- félaga að vanda. Mikið var spáð í sambýli Björns Sigurðssonar og Braga Þorsteinssonar annars vegar og Halldórs Páls Halldórssonar og Jóhanns Stefánssonar hins vegar: Björn og Bragi eru svona og svona en auðvitað ég ætla rétt að vona að undir hverjum manni liggi kona. HPH Sælunni’ í páfans sal, herma kvæði frá en segja um leið að hann bagi þó kvenmannsleysið. Hér fara nú karlar í bólið hver öðrum hjá en hinum finnst svoleiðis ástalíf ekki beisið! KK Fimmtudagur 2. ágúst. Dagur 5 Frídagur. Margir ætluðu sér hvorki meira né minna en að nýta þennan dag í að skoða allar fornminjar Rómar sem eftir lágu ókannaðar á meðan aðrir vildu frekar slappa af í Frascati og við sundlaug hótelsins. Dagurinn var tekinn snemma líkt og endranær því starfsmenn hallarinnar voru mættir kl. 07:00 með múrhamrana til að breyta og bæta. Þessir friðarspillar nutu svo einnig á stundum aðstoðar villisvína við ruslatunnurnar um miðjar nætur. Eftir morgunmatinn var hoppað upp í rútu hjá Hringanóra. Ætlunin var að láta hann setja minni hluta hópsins út í miðbæ Frascati en síðan yrði keyrt með alla hina á lestarstöðina þar sem ætlun- in var að prófa almenningssamgöngurnar þennan daginn. Bilstjórinn brást ekki nafngiftinni frekar en fyrri daginn. Hringsólaði svo oft um lestar- stöðina að þegar hann loksins setti hópinn út var það orðið of seint! Þegar við komum á harða- hlaupum á lestarstöðina, - og þrátt fyrir að við svindluðum meira að segja á því að borga, - þá sáum við bara í rassgatið á lestinn þar sem hún sigldi út frá „Rassgati“. Um ólík hlutskipti þessara tveggja hópa var því ort. Er með sólskinsbros á bekk ég sat á breiðu rassgati, annað fók það ekkert gat en ekið hringi í Frasgati. KH Sem sjá má var höllin sem við gistum í stórglæsileg í alla staði. F.v. Áslaug Rut Kristinsdóttir, Hilmar Örn Agnarsson, íris Inga Svavarsdóttir, Páll Magnús Skúlason, Hólmfríður Bjarnadóttir, Aðalheiður Helgadóttir, Skúli Sæland, Ellisif Malmo Bjarnadóttir, Dröfn Þorvaldsdóttir. 25 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.