Litli Bergþór - 01.03.2008, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.03.2008, Blaðsíða 21
Duglegustu tíu ára lerkihríslurnar eru farnar að vaxa bændunum á Gýgjarhóli I yfir höfuð. svæða getur e.t.v. ráðið úrslitum um lífs- og þroskamöguleika hverrar tegundar eða kvæmis. „Til íslands hafa verið fluttar a.m.k. 150 trjátegundir til skógræktar undanfarna öld. Af þeim er vitað til að a.m.k 18 hafi „numið land“, þ.e þroskað fræ og og fest rætur með sjálfsáningu. Meðal innfluttra trjátegunda, sem víða hafa fundist sjálfsánar hér á landi hin síðari ár, eru: stafafura, sitkagreni, rússa- lerki, alaskaösp, viðja, selja og alaskavíðir, en þetta eru jafnframt algengustu, innfluttu trjátegundir sem hér eru í ræktun“. 8) Val á plöntum. Mikill vandi er að velja réttar tegundir og kvæmi af plöntum með hliðsjón af stað og aðstæðum. Skógræktarfólk sem hefur reynslu og þekkingu getur nokkuð séð hvaða plöntur henta miðað við land og landslag. Breytileg veðrátta getur verið erfiðari og hef ég svolítið reynt að skoða upplýsingar sem fyrir liggja um það síðustu fimm sumur. Þessar tölur eru unnar úr skýrslum frá Veðurstofu íslands. 9). Tekinn er meðalhiti í júlí til og með sept- ember og meðalúrkoma í þessum sömu mánuðum. Leitin stefndi að því að finna út hvers vegna lerki sprettur þokkalega vel á Gýgjarhólstorfunni en illa á sumum jörðum sem ekki eru í mikilli fjarlægð. Ljóst er að upplýsingarnar eru ófullnægjandi. Þær þyrftu að ná yfir lengra tímabil og vera bundnar við viðkomandi plöntunarsvæði. Það er t.d. greinilega mun úrkomusamara á Hjarðarlandi en á Gýgjarhóli. Nytjar skógræktar A næstu árum er ekki hægt að reikna með miklum fjárhagslegum nytjum af skógrækt okkar á Gýgjarhólstorfunni. í náinni framtíð er það helst að skógurinn nýtist til afþreyingar og augnayndis. Eftir nokkra áratugi geta svo sumar tegundirnar farið að gefa eitthvað af sér og þá helst í girðingar- staura. Svo er einnig möguleiki á að einhverjir noti grisjunarvið til þess að tálga úr. Undirritaður innti Ragnhildi Magnúsdóttur, handverksmann ársins 2006, eftir hvaða trjáte- gundir hún velji sér helst til að skera gripi úr og hverjir séu kostir eða gallar hverrar tegundar. Ragnhildur telur birki góðan efnivið, sem skerst hreint, en galli að það er kvistótt. Ösp, segir hún mjúka og góð að tálga, en mer- gur í miðju trésins er fremur til leiðinda. Sama er að segja um alaskavíði. Reyniviður er harður og erfiður að tálga, en fallegur ef það tekst. Gráöl segir Ragnhildur mjög skemmtilegan og fallegan við, en galli að hann er talsvert kvist- óttur. Einnig hefur hún tálgað gullregn sem hún segir hart og erfitt efni en fallegt og gaman að sjá hvernig það kemur út. Hún tálgar mikið úr amerísku linditré og dálítið úr maghony. Þó að talið hafi verið að fura henti ekki til tálgunar hefur Ragnhildur einnig reynt hana með nokkrum árangri, því hún hefur gaman að því að prófa sem flestar tegundir. io> Utlit og umhverfí Fjölbreytni trjáa. Þegar ekki er eingöngu ræktað með nytjaskógrækt að meginmarkmiði, er mikil- vægt að plantað sé sem fjölbreyttustum trjám eftir því sem aðstæður leyfa. Samt verður að hafa í huga að vissar tegundir plantna eru hentugri á einun stað en öðrum. Einnig þarf, vegna hættu á ryðsveppasmitun, að halda ösp og lerki sem mest aðskildum. Veðurathugunarstöð HITI í júlí til og með sept. ÚRKOMA í iúlí til og með sept. Hallormsstaður 10,2°C 60,0 mm Eyrarbakki 10,9°C 119,6 mm Hjarðarland 10,2°C 99,9 mm 21 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.