Litli Bergþór - 01.03.2008, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.03.2008, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? Helstu tíðindi úr sveitinni frá desember 2007 til febrúar 2008 í svartasta skammdeginu var tíð fremur mild, hiti oft um og yfir frostmarki, fremur lítil úrkoma og hún að mestu rigning. Hvasst var öðru hvoru og mikil rigning, en það stóð aldrei lengi og mun ekki hafa valdið verulegum skaða. Um miðjan janúar snjóaði nokkuð, oftast í hægum éljagangi, en stundum tálmaði snjórinn umferð þannig að kennsla féll niður í skólanum, póstferðir töfðust og fólk átti í erfiðleikum að komast leiðar sinnar þar sem ekki var mokað. Um miðjan febrúar hlánaði og hvarf snjórinn að mestu á láglendi á skömmum tíma. Eftir það tóku við umhleypingar með skúrum, éljagangi og bjartviðri öðru hvoru. Jólamarkað hélt Kvenfélag Biskupstungna í Aratungu 1. desember. Þar voru til sölu ýmsir handunnir munir úr tré og gleri, málverk og myndir, kökur og fleira. Jólaball Grunnskólans í Reykholti og Kvenfél- agsins var í Aratungu í vikunni fyrir jól. Þar léku Karl Hallgrímsson og Stefán Þorleifsson jólalög. Helgihald á jólaföstu hófst með árdegismessu í Skálholtskirkju og kvöldmessu í Torfastaðakirkju fyrsta sunnudag í aðventu. Aðventukvöld var í Úthlíð, tvennir tónleikar Skálholtskórs með Barna og Kammerkór Biskupstungna, einsöngvurum og hljóðfæraleikurum í Skálholtskirkju og aðventu- kvöld bæði í Bræðratungu- og Haukadalskirkju með ræðum, upplestrum og tónlistarflutningi. Jólamessur voru að vanda þrjár í Skálholts- kirkju frá aðfangadagskvöldi til miðs jóladags, messa í Bræðratungu á annan í jólum, í Úthlíðar- kirkju á þriðja í jólum og í Torfastaðakirkju á nýársdag, en áformuð messa í Haukadal milli jóla og nýárs féll niður vegna ófærðar. Glúmur Gylfason á Selfossi var organisti í þessum mes- sum, þar sem Hilmar Örn Agnarsson var í leyfi. Helgileik fluttu nemendur 1.-4. bekkjar Grunnskólans í Reykholti með aðstoð kennara sinna, sóknarprests og organista í Skálholtskirkju snemma á jólaföstu. Lúsíuhátíð var haldin í Skálholtsskóla á jóla- föstu á vegum Norræna félagsins í uppsveitum Arnessýslu. Þar söng lúsía og fylgdarlið hennar og boðið var upp á súkkulaði og lúsíubrauð. Ljósmyndasýningin Mannlíf í Biskupstungum var opnuð í Skálholtsskóla um miðjan desember og var eldri borgurum í uppsveitum Arnessýslu boðið til samveru í Skálholti í tengslum við opnunina. Myndir á sýningunni eru frá um aldar- fjórðungs til aldar gamlar, og voru þær fengnar frá ýmsum hér í sveit. Þær valdi Skúli Sæland, sagnfræðingur í Reykholti, úr myndasöfnum einstaklinga og öðrum, sem til eru á Héraðsskjalasafni Arnesinga. Skúli samdi einnig skýringar með myndunum í sýningarskrá. Gert er ráð fyrir að sýningin verði opin fram yfir páska. Uppsveitaalmanak fyrir árið 2008 hefur verið gefið út að frumkvæði ferðamálafulltrúa með myndum frá ljósmyndasýningunni. Attræðisafmælis Reykholtsskóla var minnst síð- ast í janúar með sýningu á handverki og myndum í skólanum og samkomu með skemmtidagskrá nemenda með aðstoð Gunnars Björns Guðmundssonar, leikstjóra, og kennara skólans í Aratungu. Þorrablót var haldið að kvöldi bóndadags. Sóknarbörn í Bræðratungusókn sáu um það og skemmtu gestum með minni kvenna og karla, einsöng, fjöldasöng og skemmtidagskrá. Meira en helmingur sóknarbamanna lét ljós sitt skína í skemmtiatriðunum, en samkoman endaði með dansi við undirleik heimamanna í Bláskógabyggð. Félag eldri borgara í Biskupstungum hélt þorra- blót fyrir félaga sína og gesti þeirra viku síðar. Þeirra hátíð hófst með fordrykk, matur var fram- reiddur af starfsfólki Aratungu, og þeir fengu síðan að njóta skemmtidagskrár Bræðra- tungusóknar frá þorrablóti þeirra. Félagið er með reglulega starfsemi frá hausti til vors, sem felst í að koma saman fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði, þar sem flutt er ýmiskonar efni, erindi, söngur og fleira. Aðra fimmtudaga er komið saman þar sem sumir stunda handíðir með tilsögn Ragnhildar Magnúsdóttur í Gýgjarhólskoti og aðrir spila á spil. Síðdegis hvem þriðjudag er líkamsrækt fyrir aldna í íþróttamiðstöðinni, og hefur Helgi Kjartansson, íþrótta- kennari, stjórnað henni í vetur. Sveitarstjórnarmenn T-listans í Bláskógabyggð boðuðu til fundar um sveitarstjórnarmál í Lindinni á Laugarvatni síðla í nóvember. Sveitarstjórnarmenn Þ-listans í Bláskógabyggð boðuðu til annar slíks, fundar í Aratungu síðast í janúar. 5 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.