Litli Bergþór - 01.03.2008, Blaðsíða 18
rákum og þar voru sett niður barrtré. Seinna var svo
einnig plantað niður á jafnlendi allt austur að
Tungufljóti.
Að mestu var plantað sitkagreni, stafafuru, lerki,
rauðgreni, blágreni og ösp. Sitkagrenið vex vel í
Haukadal, eða um fimm rúmmetrar á hektara á ári.
Lerkið virðist einnig hafa vaxið nokkuð vel og skil-
að u.þ.b. þremur rúmmetrum á hektara á ári. 5).
Eitthvað mun samt hafa gengið illa að fá lerkið til að
lifa til að byrja með. í Svartagili stendur hæsta tré
skógarins sem er sitkagreni út af fræi frá Alaska.
Fjölskyldumeðlimir fá sér hressingu á Launfit að lokinni plöntun.
Skógræktin í Haukadal var til að sjá sem nokkuð
reglulegir reitir í birkivaxinni hlíð Sandfells, en
smám saman hefur þetta verið verulega lagfært.
Talsvert var um að vinnuhópar kæmu, einkum frá
Noregi og Islendingar færu í staðinn utan í plönt-
unarstörf. Af þessu fékkst mikill fróðleikur til
landsins. Haukadalsskógur ýfði áhuga okkar
nágrannanna á skógrækt og varð til þess að margir í
uppsveitum Arnessýslu fóru að fikta við að planta
skógi.
Helludalsskógur. Jarðinar Haukadalur og Hellu-
dalur liggja saman og öll hlíðin ofan við túnin er
vaxin birkiskógi. Steinar Tómasson, bóndi í
Helludal, hreifst af skógræktinni í Haukadal og girti
af góða spildu í landi sínu og plantaði í hana skógi.
Þar er nú fallegur reitur með vöxtugri furu, greni og
lerkitrjám. Nýir eigendur að þessum hluta jarðar-
innar hafa byrjað þar myndarlega skógrækt.
Vinaskógur. Gott framtak sem vakti áhuga okkar
uppsveitabúa sem og annara landsmanna var stofnun
Vinaskóga í landi Kárastaða í Þingvallasveit. Fyrstu
plönturnar gróðursettu þar Vigdís Finnbogadóttir
þáverandi forseti íslands og Elísabet Englands-
drottning 26. júní 1990. 6)
Okkar skógrækt
Launfitarskógur. Sumarið 1980 girtum við átta af
níu systkinum ásamt mökum af u.þ.b. tuttugu og sjö
hektara spildu úr landi Gýgjarhólskots. Þessi land-
spilda var að meginhluta örfoka melar og mosa-
þemba við Hvítá og liggur að landi Brattholts.
Staðurinn var valinn með það í huga að skerða sem
minnst búgæði jarðarinnar Gýgjarhólskots, sem elsti
bróðir okkar og sonur hans stunduðu á hefðbundinn
búskap.
Okkar fyrsta verkefni var að undirbúa landið fyrir
skógrækt. Við plöntuðum lúpínuhnausum dreift um
melana og sáðum jafnframt birkifræi. Lúpínan
dreifði sér fljótlega um allan melinn, en hefur verið
óþægilega ágeng að dreifa sér út í mosaþembuna og
skemma takmarkað berjalandið. Birkihríslurnar
komu strjálar upp úr lúpínubreiðunni, en hafa dafnað
vel.
Lúpínan gekk ákaflega í augun á rollunum. Þær
smokkuðu hausnum inn á milli möskva netsins og
það henti margsinnis að þegar þær fóru til baka slitu
þær möskvaþráð í netinu og höfðu þannig búið til
gat sem þær notuðu til að smjúga í gegnum inn í
lúpínubreiðuna. Til þess að bæta úr þessu var ekki
um annað að ræða en að strekkja smámöskvað og
sterkt net utan á girðinguna. Þetta hefur dugað vel.
Við ákváðum að efna til eins plöntunardags á
hverju vori, en plöntuval hefur verið nokkuð
handahófskennt og árangur fyrstu árin eftir því.
Reynslan hefur samt kennt okkur hvað lifir helst á
þessum hrjóstuga og vindasama stað, en það er
lerkið og birkið sem best hefur staðið sig og nú er
ásýnd Launfitar óðum að breytast.
Þannig hagar til að samhliða Hvítá í u.þ.b. hundr-
að metra fjarlægð frá henni hefur náttúran myndað
lægð eftir næstum endilöngu svæðinu, sem hækkar
þó til beggja enda. Lægðin sem er hin raunverulega
Launfit er með u.þ.b. fimmtíu metra breiðan sand-
borinn, láréttan og nokkurn vegin sléttan botn.
Þarna héldum við að væri nokkuð gott skógræktar-
land þvf í botninum myndast skjól fyrir austanátt,
sem er mesta vindáttin. í þessari lægð myndast
sennilega kuldabolli því illa gengur að fá skógar-
plöntur til að lifa í botni hennar. í brúninni ofanvið
lægðina hefur einhverntíma verið skógarkjarr og
þegar landið var friðað komu upp angar sem eru
blendingar af birki og fjalldrapa og við höfum nefnt
birkibróður. Ekki ná þessir angar neinum verulegum
vexti en eru þó uppréttari en fjalldrapi.
Suðurlandsskógar. Stærsta átakið í skógrækt á
Suðurlandi var stofnun Suðurlandsskóga. Fyrsta
verklega framkvæmd á vegum Suðurlandsskóga var
gróðursetning í Skálholti 16. maí 1998.
Litli Bergþór 18