Litli Bergþór - 01.04.2009, Page 3

Litli Bergþór - 01.04.2009, Page 3
Ritstjórnargrein Það er kreppa í Iandinu á því leikur því miður enginn vafi. Hvernig hún bar að og hverjir eiga að bera ábyrgð á henni eru daglegt umræðuefni. Ekki fæst almennilegur botn í umræðuna né heldur er almenn samstaða um orsakir kreppunnar. Svokallaðir fjárglæframenn og útrásarvíkingar eru þó taldir aðalmenn í kreppunni hérlendis þó hún sé líka alþjóðleg. Hver er þá lærdómurinn af þessu? Gróðafíkn og brask geta komið heilli þjóð í gjaldþrot. Þessi illu öfl fengu að spila frítt vegna almennrar velþóknunar sem við öll eigum sök á. Við öll nutum góðæris og settum engin spurningamerki við ofurlaun og augljóst sukk fyrirmenna og fylgifiska þeirra. Hér gleymdust hin gömlu gildi um að verður er verkamaður launa sinna. Hlutabréfabrask og skuldsetning til frekara brasks var tilskipun dagsins og því meir því betra. Agaleysi, frekja og yfirgangur voru boðorð dagsins. Ohóf og tillitsleysi þótti sjálfsagt og kunna allir sögur af slíku. Hvernig mátti þetta verða. Erum við fbúar þessa lands hallir undir bull og vitleysu? Þurfum við stjórn annarra til að hafa sæmilegt skikk á okkar málum? Var sjálfstæðisbaráttan misskilningur og hafa erlendar þjóðir haldið okkur á floti hingað til? Það skiptir ef til vill ekki öllu máli úr því sem komið er hvernig þetta ástand er til komið. Mikilvægast er að draga lærdóm af þessu til að slíkt endurtaki sig ekki. Heyrst hefur að kreppan komi ekki hingað í Tungurnar því góðærið hafi sneitt hér hjá. Ekki er sú kenning líkleg og betra að búa sig undir komandi tíma eftir því sem hægt er. Gott er að hafa í huga að verðmæti þau sem mölur og ryð fá grandað eru og hafa ekki verið þau líMegustu til að veita lífsfyllingu og hamingju. Mannleg samskipti og samvera á erfiðum tímum kostar lítið en gefur mikið. Útivera og hreyfing sömuleiðis. Ungmennafélagshreyfingin hefur lifað tímana tvenna og farið með þjóðinni í gegnum kreppu fyrr. Gildi félags sem hefur að markmiði að efla félaga sína bæði andlega og líkamlega hlýtur að hafa góðan grunn til starfa við núverandi aðstæður. Það ríður á að reyna að koma á móts við þarfir fólks á svæðinu og bjóða upp á sem fjölbreytilegast starf. Stjórn sveitarfélagsins ætti að nýta sér félög sem starfa hér til góðra hluta með því að styðja þau fjárhagslega og gera þátttöku í þeim sem ódýrasta. Sem betur fer hefur atvinnuleysi ekki komið mikið hingað enn, hvað sem verður, en þá fer nú fyrst að kreppa að. Ferðaþjónustu er spáð sæmilegu gengi vegna falls krónunnar og gæti það komið okkur að einhverju haldi hér um slóðir. Nú gildir sem fyrr að hollur er heima fenginn baggi og varla þarf að óttast að Gullfoss og Geysir hverfi úr sveitinni og vonandi að vinsældir þeirra haldist áfram. Stöndum saman á erfiðum tímum. Styðjum við þá sem eiga undir högg að sækja. Látum ekki buga okkur með voli og víli. Það eina sem er víst um kreppur er að þeim linnir það er bara spurningin hvenær, þangað til gerum við öll okkar besta. P.S. |Vélaverkstœði Guðmundar og Lofts ® 486-8840 vgl@simnet.is Kt: 580102-3010 Viðgerðir á búvélum og öðrum tækjum í landbúnaði. Bifvélaviðgerðir Smurþjónusta Olíusíur í bíla og dráttarvélar - Framrúðuskipti - Smiðum háþrýstislöngur 3 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.