Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 5
forstöðumaður Bifreiðaeftirlits Ríkisins og síðar starfsmaður í dómsmálaráðuneytinu, en hann býr nú á Gýgjarhóli. Sjötti í röðinni er sem áður sagði Arnór. Sjöunda barnið var Margrét, húsfreyja í Skipholti í Hrunamannahreppi, en hún lést árið 2006. Næstyngstur systkinanna er Gunnar, prófessor við Háskóla Islands. Yngst er Olöf skrifstofumaður hjá Búnaðarsambandi Suðurlands en hún býr á Selfossi. Öll fæddust systkinin í Efstadal nema Ólöf sem fæddist skömmu eftir að þau fluttu í Gýgjarhólskot. Arnór var skírður eftir langafa sínum Arnóri Jónssyni frá Neðra- Apavatni. Skráði Arnór skemmtilega frásögu af því hvernig það gerðist, en það mun hafa dregist fram á haustið að hann yrði skírður. Um þetta segir Arnór: Fór pabbi suður til Reykjavíkitr áður en afþví varð. Hann heimsótti Guðrúnu Arnórsdóttur, móðursystur sína, íþeirriferð. Hún spurði hann hvað strákurinn œtti að heita. Eg þarf raunar ekki að spyrja að því, ég veit það, sagði Gttðrún. Mig dreytndi að hannfaðir minn vœri hér á ferð, en hann kvaðst ekki hafa neinn tíma til að stansa því hann vœri að fara austur að Efstadal. Seinna um haustið kom séra Guðmundur á Mosfelli, skírði drenginn og staðfesti nafn hans, Arnór. (3) Systkinin ólust öll upp hjá foreldrum sínum. Er ljóst að þau Sigþrúður og Karl hafa veitt börnum sínum gott uppeldi og gefið þeim dýrmætt veganesti út í lífið svo þau mættu takast á við það á farsælan hátt. I minningarriti sem Arnór tók saman á 100 ára fæðingarafmæli Karls, árið 2004, segir hann m.a. frá bernskuheimilum sínum í Efstadal og Gýgjarhólskoli og lýsir heimilisbrag og búskaparháttum mjög ýtarlega, vetur, sumar, vor og haust. Er þessi lýsing mjög góð. Þar er sem Arnór opni fyrir lesandanum glugga inn í gamlan tíma, þar sem hægt er að sjá fyrir sér þetta merka fólk, þau Sigþrúði og Karl, annað heimilisfólk og börnin þeirra sem komu í heiminn hvert af öðru á 14 ára tímabili. Arnór var um það bil tíu ára þegar hann fór að dvelja á sumrin á Ketilvöllum í Laugardal, hjá föður- bróður sínum Grími Jónssyni. Hjá honum var hann níu sumur, en heima í Gýgjarhólskoti á veturna þegar hann var ekki í skóla. Er ljóst að Arnór hefur haft gott af vistinni þar, enda var Grímur einstakur maður, barngóður, léttur í lund og mikill atorku- og skepnumaður. Arnór fór í Héraðsskólann á Laugarvatni og síðan í Menntaskólann að Laugarvatni. Þar var hann með allra bestu námsmönnum og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1958. Að því loknu fór hann til borgarinnar Giessen, í héraðinu Essen í Þýskalandi og hóf nám í dýralækningum. En eftir tvö kennslumisseri ytra kom hann heim og fór á sjó einn vetur. Árið 1960 tók hann á leigu jörðina Ból í Biskupstungunum, sem þá var komin í eyði, og keypti fé fyrir það sem hann hafði unnið sér inn á sjónum. Að Bóli bjó hann í tuttugu ár eða til ársins 1980. Þá flutti hann á næstu jörð, Arnarholt, en eftir að hafa verið þar í fjögur ár keypti hann jörðina í félagi við frænda sinn, Guðna Lýðsson. í Arnarholti bjó hann síðan í meira en tuttugu ár eða til ársins 2003 að hann byggði sér hús við Bjarkarbraut 10 í Reykholtshverfinu, en þar átti hann heima síðan. Jafnframt því að vera fjárbóndi hér í Biskupstungunum í yfir fjörutíu ár var Arnór í fjölda ára við kennslu í nágrenninu, auk þess sem hann kom mjög ötullega að alls konar félagsstörfum. Hann kenndi við Iþróttaskólann í Haukadal, barnaskólana í Biskupstungum og á Laugarvatni og einnig í Iðnskólanum á Selfossi. Hann kenndi í um átta ár við Lýðháskólann í Skálholti, þegar hann var starfræktur og sá einnig um reikningshald skólans. Öll voru þessi kennslustörf unnin með búskapnum. Af nemendum sem nutu kennslu hans má glögglega heyra að kennslan átti vel við Arnór. Hann hafði gaman af að umgangast unglinga og miðla þeim af fróðleik og lífsvisku. Auk kennslunnar tók Arnór að sér bókhald og reikningsskil fyrir ýmsa aðila enda lék slíkt í höndunum á honum. Allt til hins síðasta tók Arnór að sér margs konar félags- og trúnaðarstörf og munaði mjög Arnór ásamt eldri borgurum í ævintýraferð. Ljósm. ST 5 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.