Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 22
Unglingadeildin Greipur Árið 2008 var viðburðaríkt hjá Greipi og ætla ég hér að telja upp það helsta sem gerðist. í upphafi árs var farið upp á Lyngdalsheiði í smá jeppaferð og snjóhúsagerð þar sem unglingunum var sýnt hvernig ætti að grafa sig í fönn. Gufuskálar fengu að finna fyrir Greipi í marsmánuði, en þangað var farið ásamt nokkrum öðrum unglingadeildum og heil helgi notuð til æfinga. Á Gufuskálum er besta aðstaða á landinu til æfinga fyrir björgunarsveitarmenn og því ákaflega gott fyrir meðlimi Greips að komast þangað. Áður en við tókum sumarfrí héldum við okkar eigið slútt þar sem við fórum í siglingu niður Hvítá og í „paintball“ upp í Rauðaskógi. Haustið byrjaði á ferð til Vestmannaeyja þar sem við vorum með sömu unglingadeildum og á Gufuskálum fyrr um árið. Þar var sama prógrammið og öll helgin tekin undir æfingar og skemmtun. Teknar voru æfingar sem hentuðu vel umhverfinu í Vestmannaeyjum s.s. sig, björgun á hafi úti, hellaskoðun, ganga upp á Heimaklett og margt fleira. í október tókum við inn nýliða í unglingadeildina, það gerðum við upp á Laugarvatni. Búin var til þrautabraut fyrir nýliðana, þeir fengu svo að spreyta sig á klifurveggnum í húsi Ingunnar og endað var á gosi og pizzu. Unglingadeildirnar á Suðurlandi fóru í sameiginlega ferð inn í Gíslaskála í nóvember, en þessa ferð skipulagði unglingaráð svæðis þrjú sem er Suðurland, en unglingaráðið skipa tveir meðlimir úr hverri unglingadeild á Suðurlandi. Svo var árið endað með þátttöku í áramótabrennunni í Reykholti þar sem meðlimir í Greips fór upp á Kistuholt og voru með blysasýningu. Starfsemi unglingadeildar Greips snýst fyrst og fremst um að halda úti góðum félagskap og um leið að kynna björgunarsveitarstarfið fyrir unglingunum. Þessi kynning á starfinu felst meðal annars í því að kynna grundvallaratriði í rötun og áttun, skyndihjálp, björgun og leit og undirbúningi fjallaferða s.s. hvernig best sé að klæða sig, hvað á Unglingamir að horfa á varðeld sem var gerður í eyjum. Ljósm. Ástrún Sœland. Litli Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.