Litli Bergþór - 01.04.2009, Side 13

Litli Bergþór - 01.04.2009, Side 13
En það var í þá daga... Nú var komin tækni og við náðum flugunum eftir nokkrar tilraunir. Við létum fólkið borða flugurnar og það læknaðist. Reyndar smakkaði ég sjálfur eina og hún var gasalega bragðgóð. Ég skildi ekki hvað fólkið var að fussa og sveia yfir því hvað þetta væri vont á bragðið. En já, ég varð ónæmur fyrir þessum moskítóflugum og ræktaði þær heima hjá mér, fékk mér eina á morgnana og eina á kvöldin. * I algleymi Astrún Sæland Sagan lenti í 3. sæti í 10. bekk. Ég opnaði augun og stundi. Vá, hvað ég var með mikinn hausverk og verki í líkamanum! Ég nuddaði augun og leit niður á mig og sá að ég var öll útötuð í blóði. Hvað hafði gerst ? Hvar var ég? Ég stóð upp og fann fyrir svima, gat varla staðið í fæturna svo ég studdi mig við tréð sem var næst mér. Ég var inni í miðjum skógi, allt var kolsvart en þó mátti sjá smáa sólargeisla glitra í fjarska. Það var greinilega að koma morgunn. Ég settist niður aftur, alveg uppgefin og reyndi að greiða úr ruglingslegum hugsununum. Ég botnaði ekki neitt í neinu. Af hverju var ég hér? Af hverju var ég öll útötuð blóði? Ég var með bólgna vör og skrámur upp alla fótleggina og illa marin, bæði á fótum og höndum. Það rifjaðist smám saman upp fyrir mér að ég og Lovísa vinkona mín fórum út að skemmta okkur kvöldið áður. Við komum á barinn um hálf tólfleytið og stuttu síðar kom karlmaður sem við þekktum ekki neitt, en ég er viss um að hann sagðist heita Tryggvi og bauð okkur drykk. Við þrjú skemmtum okkur mjög vel og ætluðum svo að fara á flotta bílnum hans í partý hjá vini hans, Tomma. Allt sem gerðist eftir það er í móðu. Hvar var Lovísa eiginlega? Mér var orðið kalt, ég stóð upp og byrjaði að ganga eins hratt og ég gat til að fá smá hita í kroppinn. Sársaukinn helltist yfir mig, hvað hafði gerst? Ég þurfti að komast til botns í þessu. Var ég einfaldlega of drukkin til að muna nokkurn skapaðan hlut ? Ég hef aldrei nokkurn tíma drukkið það mikið að ég myndi ekki allt sem gerðist. Ég drekk alltaf í hófi. Eftir nokkra göngu komst ég út úr skóginum og fann ég þá vegslóða sem ég ákvað að fylgja. Hann lá að húsi og fyrir utan það stóð glæsikerran hans Tryggva. Tilfinningar mínar öskruðu á að ég rannsakaði málið betur, myndi að minnsta kosti kíkja á gluggana. Ég gekk af stað og byrjaði að læðast þegar ég nálgaðist húsið. Ég leit inn um gluggann sem ég fann og sá þar Lovísu liggjandi í gólfinu. Uppi í rúminu, við hliðina, lágu tvær aðrar stelpur og einnig Tryggvi. Hvað hefur hann eiginlega gert ? Ég færði mig gætilega að framhlið hússins, opnaði dyrnar ofur varlega og gekk inn eins hægt og hljóðlega og ég gat. Víða á gólfinu lágu brotnir hlutir eins og eitthvað mikið hafi gengið á. Ég var fljót að finna herbergið þar sem Lovísa lá. Ég sá að hún var í svipuðu ástandi og ég, marin og bólgin og með sár á líkamanum. Ég reyndi að vekja hana eins hljóðlega og ég gat, með því að pikka í hana en hún vaknaði ekki. Ég ákvað að slá hana laust utanundir. Var hún ekki heil heilsu? Ég athugaði púlsinn sem greinilega sló taktfast. Ég reif þá í hana og þá fyrst vaknaði hún. Hún sá mig og var brugðið. Hún stóð upp, algerlega ringluð og sá stelpurnar tvær í rúminu með Tryggva. Hún leit hræddum augum á mig og spurði: „Hvar erum við?” Ég þaggaði strax niður í henni, kinkaði kolli í átt að útidyrunum og gaf henni þannig bendingu um að við skyldum drífa okkur út. Þegar við vorum komnar út spurði hún mig strax hvað hefði gerst í gærkvöldi. Hún skoðaði á sér líkamann sem var allur marinn og sýnileg sár víða að sjá. - „Hvað er að sjá mig? Ég er öll marin og blóðug,“ sagði hún og leit á mig. „Og þú ert svona líka!“ - „Ég man ekki neitt,“ svaraði ég í flýti, „ég vaknaði úti í skóginum hér fyrir neðan.“ Það kom þögn. - „Heldur þú...? Heldur þú nokkuð að...?“ Lovísa stoppaði. - „Held ég hvað?“ segi ég óþolinmóð. - „Heldurðu að Tryggvi hafi gefið okkur einskonar nauðgunarlyf?“ Auðvitað! Af hverju hafði mér ekki dottið það í hug fyrr. Við ákváðum að finna næstu lögreglustöð. Við héldum af stað og gengum út innkeyrsluna. Við gengum í rúman klukkutíma þar til við komum að þjóðveginum. Við höfðum ekki hugmynd hvar við vorum staddar en tókum þá ákvörðun að ganga til hægri í von um að sjá næsta bíl. Við máttum bíða í tvo klukkutíma eftir næsta bíl, sem stoppaði og keyrði okkur að næstu lögreglustöð. Þar tilkynntum við hvað komið hafði fyrir okkur. Lögregluþjónninn sagðist ætla að hjálpa okkur að finna lausn á þessu máli og hann punktaði niður hjá sér allt það sem við mundum eftir og sendi svo tvo lögregluþjóna strax af stað og lofaði að láta okkur vita hvernig færi. Síðan fylgdi hann okkur á sjúkrahús til að vera viss um að við værum heilar heilsu. 13 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.