Litli Bergþór - 01.04.2009, Síða 8

Litli Bergþór - 01.04.2009, Síða 8
Leikhópur nemenda í ML frumsýndi leikritið „Með fíðring í maga“ í Aratungu við góðar undirtektir. Ljósm. SS einstaka læknisþjónustu og góða samvinnu. • Nokkuð var um að gróðurhúsalömpum væri stolið af garðyrkjumönnum í Tungunum seinni partinn í janúar og byrjun febrúar. • Arnór Karlsson frá Arnarholti, formaður ritnefndar Litla Bergþórs lést þann 25. febrúar síðast liðinn, var hann jarðsunginn frá Skálholtskirkju þann 7. mars og jarðsettur að Torfastöðum. • Þorlákur Jónsson í Kistuholti lést þann 26. febrúar og var hann jarðsunginn frá Skálholtskirkju þann 6. mars og jarðsettur að Stóru Borg. • Magnús Björgvin Sveinsson frá Miklaholti lést þann 13. mars 2009 og var hann jarðsunginn frá Skálholtskirkju þann 28. mars og jarðsettur að Torfastaðakirkju. • Sögufélag Árnesinga hélt fund á Kaffi Kletti þann 19. febrúar um menningartengda ferðaþjónustu þar sem Kristín Helga Gunnarsdóttir barnabókarithöfundur hélt erindi. • Þann 25. febrúar var haldinn kynningarfundur á Kaffi Kletti þar sem konur úr sveitinni kynntu fyrirætlanir um Bændamarkaði í sumar og verslunarkonur frá Sjafnarblómum kynntu vörur sínar. Bændamarkaðir verða nokkrir í sumar en þeir verða á Stöllum, Kaffi Kletti og Engi í Laugarási. Stallar riðu á vaðið um páskana og höfðu opið skírdag, föstudaginn langa og laugardaginn. • Stofnaður hefur verið hópur á Facebook í kringum Litla Bergþór sem að allir velunnarar hans geta gerst meðlimir í og komið þar á framfæri skoðunum sínum um efni blaðsins og uppástungum. • Risin er skemma hjá Vernharði á Storð Leikdeildin skemmti sveitungum með farsanum Sex í sveit. Litli Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.