Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 20
höfðu með sér þrjú karton af Lucky strike sígarettum og stóran dunk með niðursoðnum ávöxtum. (Guðmundur Kristinsson. 1998: 230). Þegar Sigurjón byrjaði í skóla minnkaði vinnan. Skólinn var með heimavist í hálfan mánuð en síðan voru krakkarnir hálfan mánuð heima. Til að gefa einhverja mynd af stærð og umfangi búsins á Brautarhóli eru eftirfarandi upplýsingar úr Fasteignamati frá árinu 1942. í töflunni eru nokkrir nágrannabæir auk Brautarhóls og sést að Brautarhóll er meðalstórt bú miðað við nágrannabæina. gróðurhús. Svo var það nú bara þannig að maður þurfti bara ekki neitt, það var ekkert við að vera. Það var helst ef komið var fram á sumar sem var eitthvað um að vera. Þá voru einhverjir dansleikir og náttúrulega íþróttamót sem voru töluvert víða, til dæmis Þjórsármótin sem kallað var. Já, og svo var alltaf íþróttamót milli Grímsnesinga, Laugdæla og Tungnamanna. Það var afar ánægjulegt að eiga þær samverustundir með Sigurjóni sem verkefnið krafði um. Þó að hér birtist einungis hluti verkefnisins finnst mér að hægt sé að greina hversu vel og skipulega Sigurjón greinir frá. Hann fór á flug og geislaði af frásagnargleði er hann var að rifja upp atburði úr bernsku sinni. Eg vil færa honum hjartans þakkir fyrir að leggja mér lið og veita mér og öðrum innsýn í líf og störf barna á miðri tuttugustu öld. Aðalheiður Helgadóttir Skúli Sæland hlöðu- rúm m3 áhöfn 5 ára meðaltal garð- ávextir tn. 3 fasteigna- hús í eign ára mat alls í land í 100 °g þæg- hlunn- þurr vot- meðal- naut- sauð- fasteignir 100 kr 100 kr kr ábúð indi indi hey hey tal gripir fé hross Brautarhóll 93 54 38 e,s m,r,v jh, I, s 250 17 10 4 90 7 Fell 110 46 61 e,s r,sk,v I.S 675 20 17 5 220 22 Litla Fljót 70 27 21 e,l m 120 5 2 80 5 Stóra Fljót 424 365 58 e,s b.m.r.sk.jh, I, s 36 25 3 10 Reykjavellir 154 64 88 e,s m,sk,v jh,l,m,s 480 40 6 80 4 Torfastaðakot 49 21 18 k V l.s 200 11 3 60 4 Spóastaðir 102 67 34 e,l s,v jh.l.s 205 30 6 190 10 Skýringar á skammstöfunum. í dálknum eign og ábúð: e,s =einkaeign í sjálfsbúð, e,l = einkaeign, leigð til ábúðar, k = kirkjueign. I dálknum þægindi: b = bað, m = miðstöð, r = rafmagn, v = vatn, s = sími, sk = skólp/frárennsli, í dálknum hlunnindi: jh = jarðhiti, 1 = laxveiði, s = silungsveiði, m = mótekja. (Fasteignabók 1942-1944: Biskupstungur). Hér má sjá myndina af þeim félögunum Létti og Sigurjóni. Myndin er tekin árið 1948 og þá er Sigurjón 14 ára. Léttir var reiðhestur Kristrúnar móður Sigurjóns og hann var notaður í alla vinnu. Ljósm. Sigurjón Kristinsson. Vinna utan hcimilis „Strax upp úr fermingu byrjaði ég að vinna utan heimilis á Stóra-Fljóti. Þá var verið með heilmikla útirækt og þá var þessu priklað í moldarpotta. Það náttúrulega útheimti heilmikla vinnu að búa þá til.“ „Ætli launin hafi ekki farið bara til pabba fyrstu árin svo fékk maður peninga ef maður þurfi eitthvað. Ég fékk fyrst greitt fyrir vinnu hjá Eirfki Sæland á Espiflöt. Þar var ég að aðstoða við að byggja Heimildaskrá: Arnór Karlsson. „Jarðir og ábúendur í Biskupstungum.“ Sunnlenskar byggðir I. Tungur, Hreppar, Skeið. Páll Lýðsson bjó til prentunar. Ritnefnd: Oddgeir Guðjónsson, Jón Guðmundsson, Júlíus Jónsson. Útg. Búnaðarsamband Suðurlands, Selfoss, 1980. Bls. 59-180. Ásgrímur Jónsson og Óli Valur Hansson. „Gróðurhúsin". Suðri II. Pœttir úr framfarasögu Sunnlendinga frá Lómagnúpi til Hellisheiðar. Bjami Bjamason frá Laugarvatni safnaði og gaf út. [án útgáfustaðar] 1970. Bls. 164-171. Fasteignabók. Löggilt affjármálaráðuneytinu samvœmt lögum nr. 3, 6. jan. 1938. Reykjavík, 1942- 1944. Guðmundur Kristinsson. Styrjaldarárin á Suðurlandi. Árnesútgáfan. Selfossi, 1998. Litli Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.