Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 21
Formannspistill mars 2009 Ég vil í upphafi pistils míns minnast Arnórs Karlssonar heiðursfélaga Ungmennafélagsins sem andaðist 25. febrúar síðastliðinn. Arnór var fæddur í Efstadal í Laugardal 9. júlí 1935. Fyrir hönd félagsins vil ég þakka Arnóri alla hans þáttöku í starfi félagsins sem hefur í gegnum árin verið á svo mörgum sviðum. Nægir þar að nefna, skógrækt, leiklist, aðkomu að uppbyggingarmálum, uppfræðslu, félagsstarfi almennt og varðveislu heimilda t.d. með samantekt á sögu félagsins, sem varðveitt er á heimasíðu Umf.Bisk. Arnór var nákvæmur og rökfastur maður, hann unni ungmennafélagshugsjóninni, landinu, þekkti ógrynni örnefna og kennileita, geymdi þannig hafsjó af fróðleik sem við svo mörg vildum búa yfir. Blessuð sé minning hans. 87. héraðsþing HSK var haldið á Hvolsvelli 28. febrúar. Þangað fóru tveir fulltrúar, þau Helgi Kjartansson og Freydís Örlygsdóttir. Rétt til setu á þinginu áttu 101 fulltrúi frá 57 aðildarfélögum HSK. Nýbúinn er aðalfundur íþróttadeildar sem var vel sóttur. I veglegri skýrslu stjórnar og þjálfara kemur vel fram umfang og fjöldi íþróttagreina og iðkenda. Lýsi ég mikilli ánægju minni með starfið og tel að vel sé staðið að málum. Eitt er það sem við öll þurfum að hugsa um í sambandi við þann kost að geta sent börnin okkar á íþróttaæfingar eftir skóla sem ungmennafélagið stendur alfarið fyrir. Iþróttadeildin ræður þjálfara til þess að halda utan um hverja grein, þó svo að kostnaði sé haldið í lágmarki þá er það allnokkur kostnaður sem verður til sem þarf að standa skil á. Þess vegna er brýn nauðsyn að foreldrar standi skil á æfingagjöldum barna sinna. Það verður að segjast að æfingagjöld hér eru mjög sanngjörn. Til þess að deildinni megi takast að halda svo öflugri starfsemi úti verða foreldrar að sýna málinu skilning og standa skil á gjöldunum. Nóg um það í bili. Breytingar urðu á stjórn fþróttadeildar þ.e. Alice Petersen og Kristín Björg Guðbjörnsdóttir hættu og inn komu Ingibjörg G. Einarsdóttir og Agla Þyrí Kristjánsdóttir. Formaður deildarinnar er Helga María Jónsdóttir. Færi ég þeim bestu þakkir fyrir vel unnin störf og býð nýtt fólk velkomið. I öllum samfélögum og félagsstarfi er best að sem flestir séu tilbúnir að gefa af sér og leggja sitt að mörkum svo auðga og bæta megi mannlífið. Nú vantar nýja manneskju í ritnefnd og endilega ef einhver hefur áhuga setji sig í samband. Nú styttist í aðalfund félagsins og hef ég hugsað mér að víkja úr stjórn og gefa þannig öðrum tækifæri til að sinna þessu gefandi starfi og láta gott af sér leiða. Guttormur Bjarnason formaður Kaffl Klettur Reykholti Erum með opið: Föstudga 18-01 Laugardaga 13-02 Sunnudaga 13-21 Eldhúsið opið til kl. 21 Verið velkomin Kaffi Klettur Sími 486 1310 21 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.