Litli Bergþór - 01.04.2009, Side 11

Litli Bergþór - 01.04.2009, Side 11
í búðinni og keyptu ýmislegt í jólamatinn. Mamma sagði Þórði að það væri eins gott að það færi nú ekki að rigna því þá gæti Jökull bráðnað. „En mamma, getum við ekki sett hann þá í frystinn hjá henni ömmu?“ spurði Þórður. „Nei, elsku Þórður minn, það getum við ekki,“ sagði mamma. „Heldurðu að hún amma þín kæri sig um að hafa Jökul í frystinum hjá sér?“ Þegar þau komu heim sá Þórður að Jökull var búinn að gera snjóhús fyrir sig til að sofa í, borða og glápa á sjónvarp. Þórður sagði að hann væri snillingur að gera snjóhús eins og húsið þeirra. Jökull og Þórður hjálpuðust að við að gera snjókarla og þeir notuðu allar gulræturnar sem voru til og steinana sem voru á lóðinni. Þegar pabbi kallaði á Þórð kvaddi hann Jökul og bauð honum góða nótt. Þórður fór síðan að læra fyrir morgundaginn og síðan að sofa. Um morguninn þegar Þórður fór með pabba sínum í skólann var allt orðið fullt af snjókörlum á lóðinni, minnsta kosti 10 stykki. Þegar Þórður kom loksins heim úr skólanum með mömmu sinni sáu þau að Jökull var með partý og snjókarlarnir voru allir að dansa. Freak out, sungu þeir, freak out. Jökull hafði tekið iPodinn hans Þórðar og hátalarana og farið með þá út. Um kvöldið þegar veðrið kom í sjónvarpinu sagði veðurfræðingurinn að það ætti að hlýna á morgun og rigna. Þórður vissi strax að Jökull myndi bráðna ef það myndi hlýna. Hann sagði við mömmu sína: „Mamma, má ég fara til ömmu í heimsókn?“ „Já Þórður minn, ef þú verður kominn heim klukkan níu. Þórður fór út og sagði Jökli að koma með sér í heimsókn til ömmu. Þeir löbbuðu af stað en amma átti heima í þar næstu götu. Þegar þeir voru komnir að húsinu hennar ömmu sagði Þórður við Jökul að hann ætti að bíða á bak við hús á meðan Þórður fengi lykilinn að kjallaranum hjá ömmu og þegar amma kom til dyra sagði hann: „Hæ, elsku besta amma. Mamma bað mig að sækja kjöt í frystinn.“ „Já, litli vinur minn, ég skal ná í lykilinn að kjallaranum því ég er að horfa á Kiljuna“. Þórður greip lykilinn af ömmu sinni og flýtti sér bak við húsið, opnaði kjallarann og kallaði á Jökul og sagði honum að koma til sín. Þeir fóru inn í kjallarann og Þórður opnaði frystinn og sagði:„Vertu héma þangað til byrjar að snjóa aftur.“ Jökull tróð sér inn í frystinn og Þórður lokaði hurðinni aftur. Hann skilaði síðan lyklinum til ömmu sinnar og hljóp heim. Þegar amma kom í kjallarann daginn eftir var allt fljótandi í vatni. Frystirinn hafði opnast og Jökull var ekki lengur til. Amma hringdi heim til Þórðar og sagði að það væri allt á floti í kjallaranum og spurði hvað Þórður hefði eiginlega sett í frystinn. Seinna um daginn var jarðarför heima hjá ömmu. Þá söng Þórður: Jökull snjókarl var alltaf syngjandi með grænan pípuhatt og grænan trefilinn. Gulrót og steina fyrir munn og nef. A endanum hitnaði frystirinn og hann bráðnaði. Geta jólin verið verri? Sigrún Gunnarsdóttir. Verðlaunasaga úr 8. bekk. Fyrsta desember byrjaði þetta allt saman, það snjóaði og snjóaði, mamma var að taka upp jólaskrautið og pabbi var ennþá í vinnunni eins og venjulega, ég var nú bara í skólanum. Ég var búin að hlakka til allan daginn, mig langaði svo að komast heim og taka upp jólaskrautið. Eftir skóla dreif ég mig heim, ég hljóp alla leiðina því ég var svo spennt, ég hafði beðið svo lengi eftir þessu því við tókum yfirleitt ekki upp jólaskrautið fyrr en um miðjan desember. Þegar ég kom heim var mamma að gráta inni í eldhúsi, ég hljóp inn til hennar og spurði hvað væri að. Þá sagði hún mér það. Ég hljóp inn í herbergi, lagðist upp í rúm og hágrét. Svo margar hugsanir voru að þvælast fyrir mér. Hvernig gat þetta gerst? Af hverju? Þetta gat ekki verið satt, ég ætlaði ekki að trúa þessu. En þetta var satt, pabbi var dáinn. Hann dó í bílslysi. Ökumaður vörubíls var fullur og ók á vitlausri akrein og klessti beint framan á bílinn hans pabba, sem hafði bara verið á leiðinni heim úr vinnunni. Ég fékk að sleppa skólanum í eina viku, mér leið svo illa því þessar spumingar voru ennþá í hausnum á mér og ætluðu ekki að fara. A mánudeginum, viku seinna, fór ég í skólann. Þetta var eins og ég hélt, allir horfðu á mig, hvísluðu og bentu. Linda, besta vinkona mín, kom beint til mín og knúsaði mig eins og hún hafði gert nokkrum sinnum áður í vikunni. Hún sleppti ekki takinu, mér fannst gott að geta knúsað einhvern. Þegar ég kom heim fór ég beint inn í herbergi því ég var svo þreytt, ég lagðist upp í rúm og grét mig í svefn. Þessi vika var svo lengi að líða, þetta var eins og mánuður. Tæplega tveimur vikum seinna var kistulagningin og jarðarförin. Margir komu í kirkjuna. -------------------------------- 1 1 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.