Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 17
vegar sló pabbi alltaf með sláttuvélinni.“ Allra fyrsta vinnan eða verkið sem Sigurjón man eftir er frá árinu 1940 þegar hann var sex ára. Þá þurfti að fara að Syðri-Reykjum og sækja plöntur sem höfðu verið í uppeldi í gróðurhúsunum þar, en þeim átti að planta út í ný reistu gróðurhúsinu á Brautarhóli. Farið var fótgangandi að Syðri- Reykjum og að minnsta kosti þrír eða fjórir vagnar fluttu plönturnar til baka. Ekki var þorandi að mynda vagnalest því það var enginn vegur til að aka heldur var blaut braut sem hestarnir fetuðu eftir. Ef einum hesti hlekktist á væri víst með að þeim næsta hlekktist líka á og plönturnar voru of viðkvæmar og dýrmætar til að nokkur áhætta væri tekin með það. Sigurjón teymdi Létti gamla sem fetaði blauta brautina en hann sjálfur stiklaði móann við hlið brautarinnar. Þetta hefur verið að vori til, einhverntímann á milli páska og hvítasunnu. Búið á Brautarhóli var ekki vinnuaflsfrekt. Það var til dæmis sárasjaldan kaupamaður á Brautarhóli og kaupakona var eitthvað eitt sumar. Stafaði það af því að krakkarnir uxu úr grasi og fóru að taka til hendinni og vinna um leið og þau gátu. Aðspurður sagði Sigurjón nokkra verkaskiptingu hafa viðgengist milli kynjanna á æskuheimili sínu. „Karlkynið var meira úti í gegningum og vinnu og stelpurnar voru meira innanhúss að hjálpa mömmu. Þetta var svona gegnum gangandi yfirleitt alls staðar. En sums staðar þar sem voru færri stelpur voru strákarnir inni að hjálpa mömmunni eins og til dæmis í Neðri-Dal þar sem að voru eintómir strákar. Þar var því skipt á milli þeirra að vera inni að hjálpa mömmu sinni og það hefur sjálfsagt verið víðar.“ Að öðru leyti var sátt með systkinunum með verkaskiptinguna. „Það þótti bara svo sjálfsagt að gera það sem þurfti að gera. Stelpur og strákar unnu saman við rakstur en strákarnir slógu frekar. A þurrkdegi voru strákar jafnt með hrífur eins og stelpurnar. Það var samt ýmist hverjir fóru á milli það er að segja fluttu heyið heim. Ég held að ég hafi nú gert meira af því heldur en systur mínar. Fyrsta starfið mitt var að sækja og reka kýrnar í hagann. Maður fékk það starf bara um leið og maður gat það. Þá var ég líklega um sjö til átta ára gamall. Ég man eftir því þegar ég var að koma frá því að reka kýrnar austur í Stekkatún. Þá var hlið fyrir neðan skólann og það þurfti að reka þær í gegnum hliðið og þær fóru svo sjálfar austur í tún. Einhverntímann var ég á leiðinni heim frá því og þá hef ég verið svona 10 eða 11 ára og ég gerði það oft að syngja hástöfum á leiðinni heim. Ég veit ekki fyrr en það kemur einhver aftan að mér og segir: „Mikið syngur þú Sigurjón“. Þá var það Stefán skólastjóri og ég náttúrulega steinþagnaði og passaði mig eftir þetta! Þetta hefur verið fyrir 1946 því að Stefán fór það ár. Störfin voru alltaf þau sömu frá ári til árs. Þetta Kristrún og Kristinn unnu samhent við byggja upp fjölþættan búskap á Brautarhóli frá því þau komu þangað 1932. Ljósm. Sigurjón Kristinsson. Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum og lagningu raflagna. Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI GSM 899 9544 HEIMASÍMI 486 8845 Verkstæði sími 486 8984 GSM 893 7101 17 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.