Litli Bergþór - 01.04.2009, Page 14

Litli Bergþór - 01.04.2009, Page 14
Iþróttadeild Ungmennafélags Biskupstungna Aðalfundur íþróttadeildar Umf. Bisk. var haldinn þann 18. mars sl. í Bergholti. Breytingar urðu á stjórninni þar sem Alice og Kristín gáfu ekki kost á sér áfram. Agla Þyrí Kristjánsdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir voru kosnar inn í þeirra stað. Stjórnin er því þannig skipuð að Helga María er formaður, Agla Þyrí er gjaldkeri og Ingibjörg er ritari. A þessum fundi voru þeim krökkum veittar viðurkenningar sem þjálfurunum þóttu skara framúr í hverri grein fyrir sig árið 2008, en þau eru: - Smári Þorsteinsson, fyrir glímu - Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, fyrir glímu - Astrún Sæland, fyrir körfuknattleik - Hjalti Pétur Jakobsson, fyrir körfuknattleik - Margrét Björg Hallgrímsdóttir, fyrir fimleika - Marta Margeirsdóttir, fyrir knattspyrnu - Jón Oskar Jóhannesson, fyrir knattspyrnu - Brynhildur Osk Óskarsdóttir, fyrir handknattleik - Teitur Sævarsson, fyrir handknattleik Stjórnin tilnefndi svo Jón Óskar íþróttamann Umf. Bisk. 2008 og Margréti Björgu íþróttakonu Umf. Bisk. 2008. Það sem bar hæst í starfi íþróttadeildar á síðasta ári var að á sumardaginn fyrsta varð félagið okkar 100 ára. Sérstök afmælisnefnd var skipuð sem boðaði stjórn íþróttadeildarinnar ásamt stjórnum hinna deildanna til fundar þar sem farið var yfir þær hugmyndir sem voru um atburði í tilefni afmælisins. Margrét og Jón Óskar, stoltir íþróttamenn ársins 2008. Ljósm. Helga María Jónsdóttir Það kom í hlut íþróttadeildarinnar að standa fyrir skemmtun í íþróttahúsinu á afmælisdaginn. Þar voru krakkarnir okkar með frábæra sýningu, í öllum æfingagreinum, sem var vel skipulögð af þjálfurunum. Líklega var það skólahreysti sem vakti mesta kátínu en þar skoruðu krakkarnir á foreldra sína í hinar ýmsu æfingar t.d. armbeygjur, hreystigreip, kaðlaklifur o.fl. Kynnir á skemmtuninni var Jón Bjarnason og hjálpaði hann krökkunum að setja saman réttu tónlistina við sýninguna. Æfingarnar sem voru í boði sl. ár voru á vorönn: fótbolti, glíma, fimleikar, körfubolti, stelputímar og júdó en á haustönn bættust við íþróttaskóli og handbolti en júdóið og stelputímarnir duttu út. Við getum verið ánægð með þetta úrval sérstaklega miðað við stærð félagsins. Þátttaka var enn meiri en áður sérstaklega á haustönn en þar kom handboltinn sterkur inn en þó ekki á kostnað annara greina og er það auðvitað ánægjulegt. Sundnámskeið var haldið í sumar, Guðbjörg Bjarnadóttir sundkennari frá Selfossi kom til okkar þriðja árið í röð og gekk það vel hjá eldri hópnum. Þar sem ekki var vilji til að minnka vatnið í lauginni eins og hefur verið gert undanfarin ár þá skilaði það sér ekki eins vel og oft áður fyrir yngri hópinn þar sem þau náðu ekki til botns. Mjög mikilvægt er að hægt verði að bjóða upp á þessi sundnámskeið áfram í heimabyggð. Margir eru þeirrar skoðunar að námskeið sem þetta eigi að vera skylda fyrir þau börn sem eru að hefja skólagöngu að hausti og þá helst þannig að hreppurinn styrki þau til þess eins og þekkist í öðrum hreppum. Fótboltaæfingar voru í sumar, einu sinni í viku fyrir yngstu krakkana og tvisvar fyrir þau eldri. Þjálfarinn í sumar var Ásdís Viðarsdóttir frá Selfossi og gekk það mjög vel. Lesa má skýrslurnar frá þjálfurum í Ársskýrslu íþróttadeildar til að fá nánari upplýsingar um hverja grein. í desember fundaði stjórn íþróttadeildar með stjórn björgunarsveitarinnar vegna hinar árlegu flugeldasölu. Fram kom að mikil hækkun væri á flugeldunum vegna gengisbreytinga og trúlega yrði mikið tap á sölunni í ár. Einnig kom fram að mikil óánægja væri innan björgunarsveitarinnar með núverandi fyrirkomulag og væri vilji til að sveitin stæði ein að þessari sölu í framtíðinni en það væri stefnt að því að taka þetta fyrir á næsta aðalfundi. Björgunarsveitin á húsnæðið og 70% af sölunni en við aðeins 30% svo ef sveitin tæki þá ákvörðun að vera ein gætum við lítið sagt við því. Þegar þetta lá fyrir fórum við fram á að fá Litli Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.