Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1996, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1996, Blaðsíða 5
Guðjón Óskar Jónsson: /tlffiÖytl plá 'UwMSl/lOÍtÍ I Við Mt. 1729 bjuggu í Unnarholti Hrepphólasókn hjónin Bjami Magnússon 46 ára og Sigríður Jónsdóttir 43 ára. Þau bjuggu lengi síðan í Unnarholti við auðsæld. Á manntalsþingi 1747 var tíund Bjarna 20 hundruð, sem var hin næsthæsta í hreppnum. Hæstur var Hafliði Bergsveinsson prestur í Hrepphólum 25 hundruð, en þriðji í röðinni var Guðmundur Þor- steinsson á Kópsvatni 18 hundruð. Ekki komust á legg börn Bjama og Sigríðar, ef nokkur hafa verið. Þau ólu upp nokkur böm, þar á meðal Jón Jónsson f. 1737, systurson Sigríðar húsfreyju. Hann tók við búi í Unnarholti af fóstur- foreldrum sínum. Árið 1758 er Bjama Magnússonar síðast getið í manntalsbókum Árnessýslu. Tíund hans var 12 hundruð. Árið 1758 geisaði Qárkláðinn, sem veitti lands- mönnum þungar búsiijar. Steðjuðu reyndar fleiri plágur að um þessar mundir. Við Mt. 1762 var Sigríður Jónsdóttir búandi ekkja í Unnarholti. Jón Jónsson, fóstursonur Bjama og Sigríðar, bjó við fátækt í Unnarholti, enda þótt hann tæki við góðu búi af fósturforeldrum. Jón kvæntist árið 1765 Þuríði f. 1741 Jónsdóttur, bóndaLeiðólfsstöðum Stokkseyrarhreppi, fyrrundir- bryta í Skálholti, Bj amasonar f. 1654 bónda Svarfhól i Hraungerðishreppi (Heimalandi 1703) Sighvatssonar. Jón og Þuríður í Unnarholti áttu fjölda bama. Þeirra verður síðar getið. Bjami Jónsson f. 1725 d. 1798, rektor Skálholts- skóla, bjó í Auðsholti í Biskupstungum um þetta leyti. Þuríður hfr í Unnarholti og Bjarni voru systkinabörn. Móðir Bjama var Guðrún Bjarnadóttir, bónda Svarfhóli, Sighvatssonar. Bjami var nágranni Unnarholtshjóna. Litla-Laxá skilur lönd Auðsholts og Unnarholts. Sigríður, ekkja Bjarna í Unnarholti náði háum aldri. Hún lézt í júlí 1778 (jarðsett 15. júlí) sögð 83 ára. Eftir jarðarförina var erfidrykkja í Unnarholti, sem enn er í minnum höfð. Þessa sögu skráði Þorsteinn Bjamason f. 1865 d. 1951 bóndi og fræðimaður áHáholti Gnúpverjahreppi (Kennaratal, ísl. æviskrár 6. bd.). ÞátturÞ.B., semnefnist“Laxárdalsmenn í Hruna- mannahreppi” birtist í Blöndu 6. bindi (1936-1939). Þar segir svo: Þá er hún (Sigríður Jónsdóttir) varjörðuð, var mag. Bjarni Jónsson við jarðarförina. Hann var þá skólarektor og bjó í Auðsholti og var auðugur vel. Sóknarpresturinn, er jarðsöng Sigríði, var séra Sigurður Þorleifsson í Hrepphólum. I Unnarholti var setið að erfidtykkju, sem venja var þá. Þuríður hafði þá nýfætt tvíbura, og barn, sem þau áttu, var aumingi og lá í vöggu, svo að vöggubörnin voruþrjú. Þá erséra Siguróur var orðinn hreifur af víni, vék hann sér að mag. Bjarna ogsegir: “Ekki gerirðu þér það til skammar, séra Bjarni, að taka ekki eitt barnið til fósturs”. Hann svaraði: “Egskal taka eitt, efþú tekur annað ”. Tóku þeir svo sinn tvíburann hvor. Þeir mag. Bjarni og sr. Sigurður þekktust frá fornu fari, því að Bjarni var kennari Sigurðar í Skálholtsskóla. Þetta samtal í erfidrykkjunni, orð séra Sigurðar sögð í hálfkæringi og einarðlegt andsvar mag. Bj ama, varð örlagavaldur í lífí sumra barnanna í Unnarholti. Ein systirin varð prestskona á Suðurlandi, en þrjú systkinanna fengu staðfestu á Vesturlandi. Það er ekki ofmælt, að vínið, sem veitt var í erfidrykkjunni í Unnarholti, hafi orðið til gæfu. Þessi saga hefur oft verið rifjuð upp, en aldrei mun hafa verið á það bent, að mishermi er í arfsögninni. Uppeldisdætur hinna geistlegu voru ekki tvíburar vöggubörn, þegar til fósturs var stofnað. Guðrún var fædd 1771 en Guðlaug 1774. Þær systur voru því komnar nokkuð á legg sumarið 1778. Nú skal gerð nokkur grein fyrir Unnarholtsfólki. Bjami Magnússon var sonur M. Andréssonar og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttir, sem bjuggu í Vorsabæ Skeiðahreppi 1703. Sigríður, kona Bjama, var bóndadóttir frá Gröf í Hrunasókn. Mt. 1703 Gröf: Jón Hannesson, hreppstjóri húsbóndi, 45 ára Amfríður Jónsdóttir húsfreyja 44 ára Valgerður, þeirra bam 20 ára Sigríður — 17 ára Guðrún — 14ára Valgerður enn — 9 ára 5

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.