Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1996, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1996, Blaðsíða 7
Svartsdóttur Kristjánssonar. Böm þeirra, sem upp komust: Kristín, vinnukona Ytra-Bug Fróðárhreppi d. 1842 Guðmundur, bóndi Amarhóli Fróðárhreppi. Kona: Guðrún Sigmundsdóttir. Þorlákur, búðsetumaður Ólafsvík, drukknaði 1842 Kona: Guðrún Illugadóttir. Mildríður, kona Þorkels Jónssonar, bónda Efra- Bláfeldi Staðarsveit. Þorgerður, kona Jóns Jósefssonar búðsetumanns Ólafsvík Jón, búðsetumaður Ólafsvík. Kona: Vigdís Guðmundsdóttir. Ættir til núlifandi fólks eru frá Guðmundi, Þorláki og Mildríði. I Sýslumannsævum segir, að Gunnl. Þorst. væri tvíkvæntur. Seinni kona hans er sögð Sigríður Magn- úsdóttir, bónda Bryggju Biskupstungum, Bjömssonar. Þetta nær engri átt. Gunnl. Þorst. dó 12. júní 1804. Guðrún Svartsdóttir lifði mann sinn og giftist aftur. Guðrún var fædd um 1766. Hún dó 28. júlí 1843. Fóstursonur séra Sig. Þorleifssonar var Jón Gíslason f. 21. júlí 1767 Svignaskarði Stafholtstung- um. Hann var skólagenginn og vígðist aðstoðarprestur fóstra síns 1792. Síra S.Þ. lét af embætti 1794. Séra Jón Gíslason tók þá við Hjarðarholtsprestakalli. Hann varð síðar prestur í Hvammi í Dölum o.v. Árið 1801 var síra Sig. Þorleifsson í skjóli fósturdóttur sinnar, Guðrúnar frá Unnarholti, og manns hennarað SkarðshömrumNorðurárdal. "Pas- tor emeritus nyder ringe pension af sit forrige kald' (Mt. 1801). Séra Sigurður og kona hans, Guðrún, voru síðast hjá fóstursyni sínum, séra Jóni, að Hvammi í Dölum. Sigurður dó 21. marz 1817. Guðrún dó 27. apríl 1818 sögð 98 ára. III Jón Jónsson og Þuríður Jónsdóttir voru enn búandi í Unnarholti vorið 1784. Það ár eða hið næsta hefur Jón dáið, en dánardægur hans fmnst ekki í prests- þjónustubók Hrepphóla. Við sóknarmanntal 1786 var Þuríðurbúandi ekkja í Suðurkoti hjá Hrepphólum. Þar var dóttir hennar, Valgerður 17 ára, en ekki fleira fólk. Þuríður Jónsdóttir var síðast til heimilis í Syðra- Langholti hjá dóttur sinni Valgerði og manni hennar. Þuríður dó 4. jan. 1803 eítir þungbær veikindi. í þætti Þorsteins Bjamasonar í Háholti, sem getið er hér í upphafi, segir, að böm Jóns og Þuríðar væru 15. Mun það rétt vera. Hér fara á eftir drög að niðjatali Unnarholtshjóna. 1. Guðrún Jónsdóttir f. 14. júlí 1766 Unnarholti. Dáin sama ár. 2. Guðrún Jónsdóttir f. 1767 Unnarholti. Dáin 10. júlí 1846 Villingaholti. Maki 1811 eða síðar: Eiríkur Marteinsson bóndi Háholti Gnúpv. f. 1749 d. 27. ág. 1829. E.M. bjó fyrr á Víkingslæk Rangárvöllum. Guðrún var seinni kona Eiríks. 3. Valgerður Jónsdóttir f. (sk. 23. febr.) 1769 (í Mt. 1816 er hún sögð fædd í Langholti Ytrihrepp). Dáin28. ág. 1859 Hæli. Maki: Gísli Gamalíelsson f. 1768 Hæli d. 26. maí 1839 s.st. Valgerður var s.k. Gísla. Þau bjuggu í Syðra-Langholti ogHæli. Böm: Sigríðurf. 1797 seinni konaGuðm. Magnússonar Birtingaholti Hrepphólasókn. Vigdís f. 1798 kona Jóns Jónssonar, bónda Bala svo Þrándarholti Gnúpverjahr. Jón f. 1800 bóndi Skarði o.v. Fyrri kona: Arndís Höskuldsd., bónda Haga, Sverrissonar. Seinni kona: Ingveldur Guðmundsd., hreppstjóra Minna-Ámóti Hraung. 1816, Jónssonar. Gróaf. 1801 konaGuðmundarBjamasonarbónda Önundarholti Villingaholtshr. Gestur f. 1805 bóndi Hæli. Kona: Ingveldur Einarsdóttir, bónda Laxárdal Jónssonar. Um niðja sjáNokkrar Árnesingaættir. Svanhildur f. 1807 fyrri kona Jóns Bjamasonar bónda Kolsholti Villingaholtshr. Guðrún f. 1814 vinnukona Hæli d. 1906. 4. Gísli Jónsson f. 1770 Unnarholti d. 23. des. 1842 Utverkum. Bóndi Utverkum Skeiðahreppi. Fyrri kona: Vilborg f. 1768 Sólheimum d. 5. júlí 1816 Utverkum Jónsdóttir, bónda Sólheimum, Stefánss. Gísli var s.m. Vilborgar. Hún átti fyrr Svein bónda Útverkum f. 1757 d. 1892 Ólafsson, bónda Syðra-Langholti, Gíslasonar. Börn Sveins og Vilborgar voru: Guðrún, Elín, Vilborg, Þórður. Börn Gísla og Vilborgar: Margrét f. 1804 d. sama ár. Ingibjörg f. 1806 kona Guðm. Arnbjarnarsonar bónda Löngumýri Skeiðahr. Sveinn f. 1807 bóndi Útverkum o.v. Kona: Þórdís Guðmundsd. bónda Hjallanesi Landssveit Einarssonar. Guðrún f. 1807 vinnukona Birtingaholti d. 1866. Vilborg f. 1809 kona Guðm. Einarssonar bónda Raftholti Holtum, Rang. 7

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.