Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1996, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1996, Blaðsíða 6
Jón Hannesson var enn bóndi í Gröf 1735. Valgerður Jónsdóttir hin eldri varð húsfreyja í Gröf. Hún var þrígifit, og lifði menn sína alla. Við Mt. 1729 var hún nýgift í annað sínn. Sonur hennar frá fyrsta hjónabandi var Jón Jónsson 11/2 árs. Miðmaður Valgerðar var Magnús f. 1703 bóndi GröfGissurarson,bóndaTungufelli 1703,Oddssonar. Börn Valgerðar og Magnúsar: 1. Amfríðurf. 1730fermd 1774íHrepphólasókn, hefur verið alin upp í Unnarholti. Amfríður giftist Guðmundi Guðmundssyni í Miðfelli. Dóttir þeirra var Valgerður f. 1762 Miðfelli kona Felix Guðmundssonar Miðkoti, Háfssókn, Rang. (Mt. 1816 p. 269) Amfríður dó 1772. 2. Ingibjörg f. 1732 fermd 1745 í Hrepphólasókn, hefur verið alin upp í Unnarholti. Ingibjörg giftist Gunnari f. 1718 d. 1785, lög- réttumanni Götu Hrepphólasókn, Hafliðasyni pr. Hrepphólum Bergsveinssonar. Þau áttu mörg börn, meðal þeirra var Bjarni f. 1763 bóndi Reykjavöllum Biskupstungum 1801. Hann hefur borið nafn Bjarna Magnússonar í Unnarholti. 3. Magnús f. 1733 lengst bóndi Högnastöðum Hrunasókn kvæntur Helgu Þórðardóttur, bónda Skarði Gnúpverjahr. 1729 Arnoddssonar. Þriðji maður Valgerðar í Gröf var Jón Jónsson f. 1691 á lífi 1753. Sonur þeirra var Jón f. 1737 bóndi Unnarholti, sem fyrr er getið. Sögn er, að einn manna Valgerðar dæi í ijallferð, þegar hann ofreyndi sig við að elta kindur. Valgerður Jónsdóttir frá Gröf var skírnarvottur dætrabarna sinna í Miðfellshverfi 1757-1771. í ritinu "Bólstaðir og búendur í Stokkseyrar- hreppi" eftir dr. Guðna Jónsson er þess getið til, að Jón Hannesson í Gröf hafí verið bróðir Brynjólfs f. 1654 lögréttumanns á Baugsstöðum Stokkseyrar- hreppi. Sú umsögn byggist á athugun frú Mörtu Valgerðar Jónsdóttur ættfræðings (f. 1889 d. 1969), en hún var afkomandi Felix og Valgerðar í Vatnskoti, sem fyrr er getið. II Séra Sigurður Þorleifsson Hrepphólum var fæddur um 1734. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir fædd í Landeyjum. Hún er ekki ættfærð í ísl. æviskrám. Guðrún var fædd 1722 dóttir Jóns Bjarnasonar, bónda Skíðbakka Austur-Landeyjum 1729, og konu hans Ólöfar Þorsteinsdóttur. Önnur dóttir Skíð- bakkahjóna var Gróa f. 1712. DóttirGróu hefurverið Guðrún Hjaltadóttir f. 1748 Skíðbakka. Hún var vinnukona í Hrepphólum um 1785. Kemur hún enn við þessa frásögn. Sigurður Þorleifsson var prestur í Hrepphólum frá 1774 til 1786. Séra Bjöm Jónsson f. 1736 d. 1808 frá Höll í Þverárhlíð, sem verið hafði prestur í Meðallands- þingum og víðar, fékk veitingu fyrir Hjarðarholti í Dölum árið 1785. Séra Bimi fannst ekki álitlegt að fara að Hjarðarholti. Staðurinn var í niðurníðslu eftir móðuharðindin. Það varð að ráði með samþykkt yfírvalda, að séra Bjöm og séra Sigurður Þorleifsson í Hrepphólum hefðu skipti á prestaköllum. Það var ekkert einsdæmi á þessum tíma, að prestar hefðu brauðaskipti. Hér skal aðeins nefnt, að árið 1767 skiptu séra Jón Finnsson á Reynivöllum og séra Jón Þórðarson í Hruna. Séra Björn Jónsson var prestur í Hrepphólum til æviloka 1808. Kona Björns var Elín Jónsdóttir f. 1745 d. 1826. Hún var föðursystir Steingríms Jónssonar biskups og gaf honum próventu sína. Ein Unnarholtssystra, Ingibjörg f. 1782, ólst upp hjá sr. Birni og Elínu. í sóknarmanntali 1786 er Ingibj örg kölluð niðursetningur. Svo var einnig næstu ár. í Mt. 1801 er hún hinsvegar nefnd fósturdóttir. Séra Sigurður Þorleifsson og skyldulið hans flutti að Hjarðarholti vorið 1786. Þessi vinnuhjú fluttu vestur með séra Sigurði: Guðrún Hjaltadóttir, sem fyrr er nefnd, Jón Bjamason f. 1. júm 1759 Syðra-Langholti Gunnlaugur Þorsteinsson f. 1. febr. 1762 Dalbæ. Jón Bjarnason og Guðrún Hjaltadóttir giftust vestra. Þau bjuggu í Stóra-skógi Miðdölum, Litla- skarði í Stafholtstungum o.v. Dóttirþeirra, Gróaf. 8. júlí 1791, giftist Birni Guðmundssyni hreppstjóra Hjarðarholti í Stafholtstungum. J.B. dó 20. marz 1839. G.H. dó 16. júlí 1823. Dóttir Guðrúnar Hjaltadóttur óskilgetin var Guðleif Þorsteinsdóttir skírð 6. júlí 1781 í Hrepphólasókn. Guðleif dvaldist með móður og stjúpföður. Var síðast hjá þeim í Litlaskarði. Hún hvarf að heiman 12. júlí 1809 og spurðist ekkert til hennar framar. (Borgf. æviskrár III p. 183) Tveir bræður Jóns Bjamasonar fluttu vestur í Dali: Eyvindur Bjamason f. 1766 d. 1835 Kona: Málfríður Benediktsdóttir. Þau bjuggu á ýmsumjörðum í Miðdölum. Eyvindi vorugerðnokkur skil hér í Fréttabréfinu í okt. 1994. Verður það ekki endurtekið. Brynjólfur Bjamason f. 1772 Syðra-Langholti d. 14. júlí 1842. Bóndi Mjóabóli Haukadal. Kona: Margrét, f. 1760 d. efitir 1835, Magnúsdóttir pr. Kvennabrekku Einarssonar. Gunnlaugur Þorsteinsson vinnumaður síra S.Þ. settistaðíÓlafsvík.Hannkvæntistárið 1791 Guðrúnu 6

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.