Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1996, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1996, Blaðsíða 11
Fyrirlestrasalurinn býður uppá möguleika á móttöku hópa, sem óska leiðsagnar fræðimanns, eða annara sérfræðinga um afmörkuð svið tengsla í slands og Vesturheims. Afnot af salnum eru möguleg allt árið og er þá ekki síst hugsað til þess að skólar eða aðrar stofnanir nýti sér aðstöðuna sem þar er fyrir hendi. Gamla Kaupfélagshúsið á Hofsósi Starfsemi Vesturfarasafnsins hefur verið valinn staður í Gamla Kaupfélagshúsinu á Flofsósi og við- byggingum tengdum því. Húsið á sér merka sögu, sem ekki verður rakin nánar hér. Snorri Þorfinnsson ehf., eignaðist húsið á vordögum 1995 og var strax hafist handa við framkvæmdir. Húsið hefur farið í gegnum gagngerðar endurbætur en þess gætt að halda upprunalegu útliti óbreittu. Tvær samtengdar viðbyggingar hafa verið reistar sem eiga að hýsa ættfræðisetrið, þjónustumiðstöð og fyrirlestrarsal. Hönnuður breytinga og nýbygginga er Óli Jóhann Ásmundsson arkitekt, og er það mál manna að ein- staklega vel hafi til tekist. Húsin standa undir brekku við hafnarsvæðið norðan Hofsár, nánast á ijörukambinum og þegar framkvæmdum verður lokið á húsum og umhverfi, verður þarna afar glæsilegt og heildrænt svæði að heimsækja. Gamli bærinn “Plássið” með sínum gömlu friðsælu húsum, “Pakkhúsið”, bogabrúin, fallegt hafnarsvæði og Skagaijörður. Glæsilegt. Snorri Þorfinnsson ehf. Eins og fram kemur í upphafí greinarinnar, var fyrirtækið Snorri Þorfinnsson ehf. stofnað á vordög- um, 2. apríl 1995. Stofnendur voru 15 einstaklingar, alltáhugamennumaukintengslviðVestur-íslendinga ásamt uppbyggingu almennrar ferðaþjónustu á svæð- inu. Síðan þá hafa fleiri bæst í hópinn, einstaklingar og fyrirtæki, enda um mjög áhugavert verkefni að ræða. Þegar fyrirtækinu var valið nafn, var höfðað til tilgangs þess og markmiða og þótti rétt að það bæri nafn Snorra Þorfinnssonar, fyrsta íslendingsins (Evrópubúans) sem fæddist í Vesturheimi. (1002- 1003). Nafn Snorra tengist einnig á annan hátt staðsetningu safnsins. Hann var sonur Þorfinns Karlsefnis, sem ættaður var frá Þórðarhöfða (Höfða) í Skagafirði, steinsnar frá Hofsósi, og konu hans Guðríðar Þorbjarnardóttur. Um ætt og uppruna Snorra Þorfínnssonar má lesa í Eiríkssögu og Grænlendingasögu, en þar segir frá er Völva ein spáir framtíð Guðríðar móður hans; “að frá henni (Guðríði) muni koma mikil ætt og góð og yfir hennar kynkvíslum skíni bjartari geislar, en hún hafí megin til að geta slíkt vandlega séð”. Það er trúa mín að yfir þessu fyrirtæki, sem ber nafn sonar hennar, Snorra Þorfinnsonar, muni mikil birta ríkja til gleði og blessunar þeim sem að standa og þeirra sem njóta. Að lokum langar mig, sem þetta rita að biðja ykkur félaga í Ættfræðifélaginu sem hugsanlega búið yfir upplýsingum, sem að gagni kunna að koma varðandi ættir, uppruna og tengsl við Vestur-íslend- inga, eða annað sem skipt getur máli t.d. upplýsingar um muni, myndir eða bréfaskriftir frá þessum tíma, að vera Vesturfarasafninu innan handar. Hægt er að hafa samband við eftirtalda aðila: Sigríði Sigurðardóttir, curator, Byggðasafni Skagfirðinga, Glaumbæ, IS-560 Varmahlíð. Sími:453 6173 bréfsími: 453 8873 Snorra Þorfmnsson ehf. c/o Valgeir Þorvaldsson, framkvæmdastjóra, Suðurbraut8, Hofsósi. Sími4537935&4537936 eða undirritaðan: Ásmund Reykdal Starrahólum 11, 111 Reykjavík. Sími 5571223 Lokaorð: Vonandi hefurþessi greinarstúfurupplýstnokkuð um það merka starf, sem verið er að vinna að á Hofsósi. Það sýnir það sem áður hefur verið svo vel sagt, að “vilji er allt sem þarf’, og samhentir ein- staklingar geta lyft “Grettistaki”. Það er einmitt það sem verið er að gera á Hofsósi með uppbyggingu Vesturfarasafnsins. Starfsemin mun, þegar fram líður stuðla að betri og nánari tengslum frænda okkar í Vesturheimi við gamla landið og veita þeim og okkur innsýn í líf og aðstæður forfeðra okkar á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar. I Á Kapp er best með forsjá Maður nokkur kom að konu sinni að óvörum í örmum annars manns. Hann steytti hnefann framan í viðhaldið og var líklegur til að lumbra á honum. Þá sagði eiginkonan: "Hvað er þetta maður, ætlarðu að drepa föður barnsins þíns?" 11

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.