Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1996, Blaðsíða 12
Meira um Reunion
Ættfræðiforrit fyrir Makkann:
Farið um í Reunion
Barna- og foreldrahnappar
Við lítum á fjölskylduspjaldið sem mynd af einni
náinni íjölskyldu - börnin eru neðst, eiginmaður og
eiginkona í miðju og foreldrar þeirra efst. Við notum
foreldra- og bamahnappana til þess að færa okkur
upp eða niður ættartréð - aftur eða fram í tímanum.
Með því að smella á foreldri flytjumst við strax á
Jjölskylduspjald foreldrisins, foreldramir verða að
eiginmanni og eiginkonu (á miðjum skjánum), nöfn
barna þeirra birtast á hnöppum fyrir neðan og nöfn
foreldra hvors um sig sjást fyrir ofan.
Með því að smella á hnapp bams flytjumst við að
eigin íjölskyldu barnsins sjálfs, það birtist sem
einstaklingur eða maki.
Farið á milli fjölskylduspjalda
Auk þess að nota barna- og foreldrahnappa er
með ýmsu öðru móti hægt að flytjast á milli fjöl-
skylduspjalda í Reunion.
Farið til baka
Vilji maður sjá aftur ijölskylduspjaldið sem síðast
var á skjánum (það sem sást á undan því sem við
sjáum nú) má velja Fyrri fjölskylda undir Skoða eða
smella á Fyrri Jjölskyldu-hnappinn sem er aftast
(lengst til hægri) á hnappabrettinu. Þannig má rekja
sig til baka um 50 síðustu Jjölskylduspjöldin á
skjánum.
Abending: Með því að halda niðri slaufulykli og
smella á Fyrri íjölskyldu-hnappinn má fá fram seðil
með nöfnum hjóna á Fyrri íjölskyldu-lista.
Farið á fyrsta fjölskylduspjaldið (ræsispjaldið)
Til þess að komast á fyrsta Jjölskylduspjaldið
veljum við Fyrsta íjölskylda undir Skoða.
Sé þessu spjaldi eytt mun Reunion úthluta nýju
fyrsta spjaldi (ræsispjaldi) töluna ID#1.
Ábending: Tvísmella má á hnappinn Fyrri
Jjölskylda til þess að fá fram gildandi fyrstu fjölskyldu.
Haldið niðri vallykli og smellið á sama hnapp
(Fyrri íjölskylda) til þess að “tilnefna” skjáspjald til
fyrsta Jjölskylduspjalds.
Farió á milli eftir listum
Hægt er að fara ámilli manna með því að tvísmella
á nöfn á hvaða lista sem er sem Reunion hefur búið
til. Þetta á t.d. við um gluggalista yfir mannanöfn,
dagatöl, hraðlista, skyldleikalista og sjálfmerkingar-
lista. Þannig má einnig fara á milli með því að
tvísmella á nöfn fólks á gluggalistunum Börn eða
Makar undir Sýsl.
Systkini - skyndilisti
Fyrir ofan nöfn eiginmanns og eiginkonu á
fjölskylduspjaldinu eru tveir litlir hnappar til þess að
fá fram skyndiglugga. Annar hnappurinn (með þremur
stölluðum strikum) er kallaður Systkinahnappur. Sé
ýtt á hann birtist seðill með nöfnum systkina viðkom-
andi einstaklings. Til þess að fá fram fjölskyldu-
spjald systkinis er nafn þess valið af seðlinum. Nafn
upphaflega einstaklingsins sést þegar valið, með
valmerki fýrir framan, á seðlinum í skyndiglugganum.
Einnig má fá fram Jjölskylduspjald systkinis með
því að smella á hnapp foreldris og því næst, af
Jjölskylduspjaldi foreldrisins, að smella á hnapp
viðkomandi systkinis.
Ábending: Sé slaufulykli haldið niðri og smellt á
nafn eiginmanns eða eiginkonu á Jjölskylduspjaldi
birtist seðill með nöfnum systkina eiginmannsins
eða eiginkonunnar. Eins má halda niðri slaufu-
lyklinum og smella á nöfn foreldra til þess að fá
skyndilista með nöfnum systkina foreldris.
Makar - skyndilisti
Seðil með nöfnum maka má nota til þess að fá
fram fjölskylduspjald einstaklings og maka hans. Til
þess að gera þetta er nafn makans valið af maka-
listanum. Nafn þess maka, sem á fjölskylduspjaldinu
er, sést þegar valið (með valmerki framanvið).
Yfirlit
Yfirlitsglugginn líkist fimm-kynslóða ættartöflu
(áatali) þar sem nafn hverrar persónu er hnappur.
Þessa hnappa (nöfnin) má nota til þess að fara hratt
um fjölskylduskrána.
Til þess að fá fram þetta Yfírlit skal velja Yfirlit
undir Skoða eða smella á Y fírlitshnappinn á hnappa-
brettinu (fímmta hnapp frá vinstri).
Sé smellt á nafn einhvers einstaklings, annars en
þess sem skoðað er út frá (fremsta nafnið), flytst sá
einstaklingur á stað þess sem fremstur var (í hans eða
hennar stað).
12