Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1996, Blaðsíða 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1996, Blaðsíða 15
- aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - Kæra Ættfræðifélag. Að þessu sinni eru það hugleiðingar um löngu gengna atburði sem snerta móðurætt mína all veru- lega, tilurðin er sú, að ég fór að skoða nafnalista sem Jósafat Jónasson (Steinn Dofri) hafði safnað saman fyrir föður minn, um ætt móður minnar. Þessi nafna- listi varð aftur til þess að ég fór að raða saman í ættaruppfærslu, sem raunar er stutt á veg komin. Ekki veit ég hvort að þið í Ættfræðifélaginu eruð fyrir löngu orðin þreytt og örg á þessu sífellda nauði í mér um löngu gengnar persónur yfir móðuna miklu, til feðra sinna og mæðra. Hvað um það, enn skal párað á blað og látið skeika að sköpuðu, hvemig sem fer. Að ánetjast einhverju er sennilega gott, allavega fyrir þann sem fyrir því verður. En líklega hvimleitt fyrir hina sem áhuga skortir á ættarþekkingu sinni til fortíðar, nóg um það. Nú fyrir skömmu fór ég að skoða nafnalistann frá Jósafat Jónassyni, sem hann safnaði saman fyrir föður minn um ætt móður minnar Málmfríðar Jó- hannsdóttur frá Miðskógi í Miðdölum, en hún er af hinni fjölmennu og margslúngnu ætt, sem kennd var við Bíldhól á Skógarströnd, og rekst allar götur um Sturlungu og Oddaverjasögu, til Hrafns Valgarðs- sonar, og þaðan til Haraldar hilditannar. I þessu ljósi sést glöggt hvílíkur frumskógur mágsemda og ættar- tengsla ríkja á fyrri tíð, engin völd eða eignir máttu dragast úr hendi frá ættinni, þar skyldi öllu raðað sem traustast, sama hvaða aðferðum skyldi beitt. í slíkum skyldleika og mágsemda hjónaböndum, sem sum hver voru æði losaraleg, eftir því sem sagan segir og ekki er mögulegt að rengja nú, verður er fram líða stundir úrkynjun og brestir í skaphöfnum fólks, sem oftar en ekki leiddu til ófrjósemi. Þeir ættarsprotar sem náðu því að festa rætur, án þess að álpast í of Reunion (affyrri síóu) breytingadagsetningar er yfirleitt getið í flestum skrám. Eins og fyrr vil ég geta þess að ofangreindar leiðbeiningar eru byggðar á leiðarvísinum með Reunion. Eg hygg að hér sé rétt með farið í öllum meginatriðum. Eigin reynsla af forritinu er takmörkuð en góð enn sem komið er. Arngrímur Sigurðsson nána skyldleikaræktun, margfölduðu sig ótrúlega hratt. Æði margir vörðuðu leiðir sínar milli bæja og héraða með hálfrefum, á fyrri hluta íslandsbyggðar og raunar lengi eftir það. Eftir hverja yfirreið um héruð, hvort sem það var um sín eigin eða annarra, til þess þurftu engin sérstök tilefni að vera fyrir hendi, heldur að sækja heim frænda, vin eða höfðingja, og treysta þannig öl 1 mágsemdabönd sem traustast, leita liðsinnis vegna einhvers sem upp kom, oft ótímabært, samblástur gegn einhverjum eða vegna mannvíga, sem urðu til vegna yfirgangs í krafti valds, sem ákvarðaðist af frekju og óbilgirni, og því að hafa svo og svo marga tugi manna gráa fyrirjámum í föruneyti sínu, var slíkum flokkum fátt heilagt er til átaka kom. Er við skoðum nöfn forfeðranna á fyrri hluta íslandsbyggðar og raunar fram undir okkar daga, sjáum við fljótt að þar er í bland göfugmenni og hreinir fantar, þar sem illgirni og ruddaskapur ráða ferðinni, en báðir rammar hafa í eðli sínu fádæma fégræðgi, sem er að vísu misjafnlega fram sett. Eípp úr slíkum jarðvegi hafa í tímans rás, uppfæðst æði margir af báðum kynjum, sem byggja þetta land, og eru fyrirmyndar þegnar. Nú fer best á því að láta staðar numið með þessar hugleiðingar og höggva við, því annars verður margra blaðsíðna lesmál staðreyndin. Verið þið sæl að sinni. Akranesi 3. des. 1995. Asmundur U. Guðmundsson r Agætu félagar Árið 1876 fluttist Halla Jónsdóttir, Laxárbakka, Miklaholtshreppi, Mýr. vestur um haf til Kanada ásamt syni sínum, Sigurði Einarssyni, er þá var 20 ára. Tveimur árum áður hafði eiginmaður Höllu, og faðir Sigurðar, Einar Jónsson þá bóndi á Svarfhóli, Miklaholtshr. Mýr., fariðvesturumhaf (Vesturfara- skrá, bls. 162 og 163). Nú langar mig að vita hvort einhver geti frætt mig um afdrif þessa fólks fyrir vestan og þá einkum hvort Sigurður Einarsson hafi eignast einhverja niðja. Mér er kunnugt um að systir Sigurðar, Ingiríður Einarsdóttir ljósmóðir(Ljósmæðratal I, bls. 325), fór vestur um haf 1888, giftist þar Snæbirni Olafssyni frá Ferjukoti, og eru niðjar frá þeim komnir. Með kveðju, Hálfdan Helgason 15

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.