Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1996, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1996, Blaðsíða 3
Halldór Halldórsson útvegsfræðingur: Prófsveinar Stýrimannaskólans fyrstu 50 árin Erindi flutt á fundi hjá Ættfræðifélaginu 25. janúar 1996 (Úrdráttur) Þegar ég var innan við fermingu kom Amar- dalsættin út en þar er móðir mín á bls 492 (faðir minn, Halldór Gíslason togaraskipstjóri er í Víkingslækjar- ættinni, gafcda). Alltaf man ég eftir því að móðir mín sagði að Hannibal væri fæddur í Amardal en væri samt ekki af ættinni, en á þessum árum var alltaf vitað við hvern var átt þegar talað var um Hannibal. Eg byrjaði ungur að velta fyrir mér ættfræði og tengslum og man að eitt af því fyrsta sem ég lærði var að Jakob Jónsson prestur og Eysteinn Jónsson stj ómmálamaður væru bræður, en reyndar var Eysteinn nefndur Svei- steinn af einhverjum af þeim sem höfðu góðar tekjur - en voru ekki í sama stjórnmálaflokki og hann. Frá því að ég man eftir mér heima, hékkupp á vegg mynd af afa mínum í móðurætt, þar sem hann var í hópi skólafélaga sinna, sem voru í Stýrimanna- skólanum 1906. Alls eru 32 á myndinni og vissi móðir mín nöfn þriggja þeirra. Þegar ég var í Stýrimanna- skólanum 1970-74 var tekið til hendinni og raðað upp skólamyndunum frá upphafi, þær sem til voru. Ég fór að hugsa um að margir á mynd afa míns væru ekki þekktir og því skrifaði ég grein í sjómannablaðið Víking og bað menn um að þekkja þá sem á myndinni væru. Með því sem þar kom og seinni viðbótum eru nú 22 þekktir en 10 ekki ennþá. í framhaldi af þessu talaði ég við Hafstein Bergþórsson en hann útskrifaðist 1913, og skrifaði upp eftir honum, með aðstoð myndarinnar af hans árgangi, fáein æviatriði allra þeirra sem þá útskrifuðust, alls 19 menn. Það er mér ákaflega minnisstætt að af þeim 18 sem útskrifúðust með Hafsteini létust fimm þeirra innan 3-4 ára, fjórir úr tæringu og sá fimmti úr lungnabólgu. Fyrir þrem árum kom út bók í tilefni þess að Stýrimannaskólinn í Reykjavík varð 100 ára. Þegar bókin er athuguð kemur í ljós að frá 1893 til 1913 eru teknar hópmyndir af nemendum en eftir það skóla- spjöld með sporöskjulagaðri mynd af hverjum nem- anda. Af21 mynd, sem ættu að veratil afnemendum frá 1893 til 1913 eru einungis 11 í bókinni. Mér þótti þetta ekki alveg nógu gott og það rifjaðist upp fyrir mér að á sínum tí ma komu út bækur um Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann í Reykjavík. Þegar ég athugaði þær kom í ljós að þar var allt í sóma. Nánast allar myndir til og nær allir þekktir á þeim. Hér stóð heldur betur upp á höfuðskóla sjómannastéttarinnar á íslandi, Stýrimannaskólann í Reykjavík, elsta fagskóla höfuðborgarinnar. Nú fór ég að hugsa málið og fljótlega gerjaðist sú hugmynd að leita að þeim myndum sem vantaði og finna út hverjir væru á þeim og í framhaldi af því að skrifa nokkra setningar með æviatriðum þeirra og þá alveg sérstaklega um þá sem ekki eru í Skipstjóra- og sýrimannatalinu, sem út kom 1979-80. Ég byrjaði á að tölvusetjanafnalistannúr 50 áraafmælisbók Stýri- mannaskólans og hóf svo að fletta hinum ýmsu stétt- artölum og byrjaði á Vélstjóratalinu og Loftskeyta- mannatalinu og síðan Kennaratalinu. Þegar ég rakst á einhvem sem átti stýrimann eða skipstj óra fyrir foður, afa eða tengdaföður þá gáði ég að því hvort mig vantaði upplýsingar um hann, sem raunar var spumingin um hvort hann væri í Skipstjóra- eða Stýrimannatalinu eða ekki. Svona hélt ég áfram og ekki gleymdi ég Sjómannablaðinu Víkingi eða Ægi, né Þrautgóðir á raunastund og Virkinu í norðri. Við þessa upplýsingaöflun nýt ég þess að fólk er ekki að sitja á því ef það á stýrimann eða skipstjóra fyrir sky Idmenni auk þess sem athafnir þessara manna fóru ekki fram hjá fólkinu í landinu, nú eða þá hörmulegar slysfarir. Þessir menn hafa ekki heldur verið að sitja á æviatriðum sínum. Eftir því sem ég veit best getur enginn skóli státað afjafnmörgum nemendum sínum, sem hafa gefið út minningar sínar eins og Stýrimanna- skólinn, samanber meðfylgjandi lista (sjá bls. 4). Nú um miðjan janúar þegar ég lauk við fyrstu yfirferð í upplýsingaöfluninni standa málin þannig að af þeim 1043 sem eru í 50 ára afmælisritinu eru 563 í Skipstjóra- og stýrimannatalinu, en afþeim 480 sem eftir eru hef ég upplýsingar um 240, en þrettán eru á borðinu hjá mér en ég veit ekkert um 227. Þessa 227 er ég með á lista og ætla að dreifa honum meðal fundarmanna. Listanum er skipt eftir sýslum miðað við fæðingarstað. Hvað varðar þær myndir sem vantar standa málin þannig að tvær fundust strax á Þjóðminjasafninu, ein hafði verið tekin úti og við ekki áttað okkur á að það var myndin af árganginum. Tvær til viðbótar er hægt að búa til með tölvutækni en fimm eru enn ófundnar en segja má að það sé varla byrjað að leita, þannig að það eru góðar vonir með að fleiri finnist, - kannski allar. Ég hef við þetta grúsk mitt notið aðstoðar Ingu Láru Baldvinsdóttur, deildarstjóra ljósmyndadeildar Þjóðminjasafnsins og einnig Guðjóns Armanns Eyj- ólfssonar skólameistara Stýrimannaskólans í Reykja- 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.