Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1996, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1996, Blaðsíða 6
Af aðalfundi Ættfræðifélagsins 22. febrúar 1996 Aðalfundur Ættfræðifélagsins var haldinn fímmtudaginn 22. febrúar s. 1. að Hótel Lind. Fundarstjóri var Arngrímur Sigurðsson og leitaði hann eftir samþykki fundarins fyrir því að fundurinn væri löglegur, þar sem fundarboð hafði ekki borist í tæka tíð. Var það samþykkt mótatkvæðalaust. Formaður minntist látinna félaga og flutti síðan skýrslu fyrir árið 1995. Gjaldkeri skýrði reikninga félagsins og greindi fránokkuð slælegri innheimtu félagsgjalda. Sagðist hann nú verða að útskrá um 50 félagsmenn sem ekki hefðu staðið í skilum í 4 ár. Reikningar voru samþykktir mótatkvæðalaust. Akveðið var að hækka félagsgjaldið um 100 kr og verður það 1500 kr fyrir árið 1996. Síðan fór fram stjórnarkjör og var tillaga stjórnar samþykkt mótatkvæðalaust. Tveir nýir menn komu í stjórn þeir Halldór Halldórsson í aðalstjórn og Sigurður Magnússon í varastjóm. Sigurður þakkaði fundinum stuðning við kjör sitt. Úr stjóminni gengu þau Guðmar Magnússon og Klara Kristjánsdóttir og þakkaði formaður þeim vel unnin störf í þágu félagsins. Þuríður Kristjánsdóttir lét í ljósi ánægju sínameð Manntalið 1910 og sagði það mikinn dugnað að koma út bók á ári og þakkaði mikið starf í þágu þess. S íðan var rætt um fréttabréfið og kostnað við það. Þórarinn Guðmundsson vildi skoða hvort ekki væri hægt að gefa það út á ódýrari hátt, kvað prentunina helmingi dýrari en áður, eftir að farið var úr ljölritun í prentun, og gæðin ekki endilega mun betri. Hann vildi líka skoða hvort ekki væri hægt að komast af með minni kostnað við pökkun, t.d. með því að nota aðeins límmiða og ekki umslög. Margir tóku til máls um blaðið og sagði m. a. Þórhallur Tryggvason að blaðið væri gott og ekki mætti mikið til þess spara. Eggert Th. Kjartansson sagði límmiða skemma blaðið og svo yrði það óhreint í póstinum umbúðalaust. Gísli Kolbeins spurði hvort ekki væri hægt að setja það í plast í stað umslags en Jóhannes Kolbeinsson talaði á móti því. Sigurður Magnússon vildi hafa blaðið pakkað. Eftir kaffihlé talaði Björk Ingimundardóttir um starfsemi Þjóðskjalasafns og geymslu skjala. Hún færði félaginu boð Þjóðskjalavarðar um að þeir væru velkomnir að skoða ffumgögn í safninu og vísaði þessu boði til stjómar. Sigurður Magnússon spurði um geymslu tölvugagna og sagði Björk þau vandmeðfarin og þau mál væru í biðstöðu. Ýmislegt var síðan rætt um geymslu skjala og endingu pappírs og bleks. Björk sagði blek hafa verið mun betra fyrir 1850 og þau skjöl því varðveist betur en seinni tíma skjöl. Fundi var slitið um kl. 23. Guðfinna Ragnarsdóttir ritari. framhald af fyrrí sióu verkefnum, fengið afnot af gögnum, ef þeir hafa sótt um það, gert grein fyrir verkefni sínu og undirritað trúnaðarheit um meðferð upplýsinga, sem þeir kunna að afla sér. Heimild til afnota er yfirleitt veitt í samráði við viðkomandi stjórnvöld. Þessi 90 ára frestur verður styttur í 80 ár, ef lagafrumvarp um upplýsingaskyldu stjómvalda, sem liggur nú fyrir Alþingi, verður samþykkt. Eins verðum við alltaf að hafa í huga, að skjölin í safninu eru frumskjöl eða jafngildi þeirra og ein sinnar gerðar. Því verðum við að kappkosta, að þau varðveitist sem best, verði ekki fyrir óþarfa hnjaski og í raun handljölluð senr allra minnst. Við hugsum yfirleitt ekki rnikið út í það, að handsviti og húðfita sest í pappír, að ekki sé talað um munnvatn. Pappír, sem inniheldur tréni, gulnar í birtu og verður mjög stökkur með tímanum og brotnar niður. Að ekki sé á það minnst, að trénisríkur eða súr pappír skemmir út frá sér. Sömuleiðis má minna á það, að blekblettir og prennastrik verða með engu móti fj arlægð af skjölum, ef þau eru einu sinni komin í þau. Ekki verður sagt, að ljárveitingavaldið sé mjög skilningsríkt á þennan þátt. I mörg ár hefur verið sótt um ijárveitingu til ljósmyndastofu fyrir safnið, en því alltaf synjað. Lj ósmyndun er æskilegasti kosturinn við að gera skjöl aðgengileg og hlífa frumgögnunum. Um nokkurt skeið hafa t.d. verið á markaði filmulesvélar, sem Ijósrita eftir filmum. Vandaðar vélar hafa hins vegar verið mjög dýrar og Qárveitingar ekki fengist. Hins vegar er ljósritun á frumskjölum mjög óæskileg. Ljósritunarvélar gefa frá sér mjög mikinn hita. Ég hef heyrt, að líftími pappírs geti styst um allt að 100 ár vegna ljósritunar, að ekki sé minnst á það, hvernig það fer með band og pappír innbundinna bóka, þegar verið er að reyna að ná skýrum ljósritum. Lokaorð Hlutverk Þjóðskjalasafns íslands erþví margþætt: Söfnun og varðveisla heimilda þjóðarsögunnar, ráðgjöftilþeirra, sem skapaheimildimarogvarðveita þær á fyrstu stigum, og að gera heimildirnar aðgengilegar með einum eða öðrum hætti. Megináhersla er lögð á varðveisluna, endahafa skjölin í Þjóðskjalasafni jafnmikið gildi fyrir íslendinga nútíðar og framtíðar eins og þau höfðu fyrir forfeður okkar. Afkomendur okkar eiga þá kröfu, að skjölin varðveitist óskert, líka vegna afkomenda þeirra. 6

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.