Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1996, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1996, Blaðsíða 9
Ættfræðiforrit ^*!Z£*1929 I n. 1BS5 - 1 t *»• [fj Scpfck H Spout.t [jj fD.r.afc.i 24. H73 |Jin«r 15.1905 ■ (BuftnglQ. ChUm2 SpouMt t HUM föua Saa • «th dMmi r (Hmi 25.1R} M Aprflt. ÍWS Að undanfömu heför farið fram hér í blaðinu ýtarleg kynning á ættfræðiforritinu Reunion, sem sérstaklega er gert fyrir Macintosh tölvur. Gert er ráð fyrir að í næsta blaði verði gerð nokkur grein fyrir ýmsum forritum, sem eru á markaðinum og gerð hafa verið fyrir PC tölvur og Windows stýriforrit. Þau eru að vísu miðuð við enska tungu, en þó er gaman að sjá hvað til er og bera saman við það sem flest okkar notum. --------------------------------------------------------N Arabísk ættgöfgi Meðal Araba var ættfræði afar mikilvæg þegar löngu fyrir komu spámannsins Múhameðs. Ættgöfgi var afgerandi fýrir stöðu hvers og eins í samfélaginu. Múhameð var af Quraish ættstofn- inum og a.m.k. fram á sautjándu öld varð íslamski Kalífmn að vera af þeirri ætt. Meðal Araba er það stöðutákn að geta rakið ætt sína til spámannsins. Niðjar Múhameðs sýna ætt sína með því að bera grænan eða svartan túrban og mittislinda. Shítamir t.d. svo sem ayatollah Khomeini, þekkjast á svarta litnurn. Shítar eru þekktir fyrir afar mikinn áhuga á ættfræði. Múhameð átt mörg böm, tvo syni og tjórar dætur, en aðeins frá einu þeirra, dóttur að nafni Fatíma, eru raktir niðjar. Hún giftist frænda sínum Alí og eignuðust þau tvo syni, Hassan og Hussein. Niðjar Fatímu í karllegg nefnast sharifs og þeir sem eru frá Hussein komnir nefnast sayyids. Hussein Jór- daníukonungur er sharif, og Hassan Marrokkó- konungur er það einnig. Báðir tilheyra þeir ættflokki Hashemíta. V 9

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.