Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1996, Blaðsíða 11
- aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent -
r
Gísli Amason,
síðast í Haga, Reykjadal
Sr. Ámi Loptsson (fæddur um 1623, á lífi 1703)
prestur í Dýrafjarðarþingum, átti son, Gísla Ámason
á Einarsstöðum í Reykjadal, síðar í Ási í Kelduhverfi,
en síðast í Haga í Reykjadal (d. M.október 1742, 83
ára).
Mig langar að vita hvort einhver getur sagt
mér eitthvað um niðja Gísla Ámasonar eða hvort
eitthvað er til af heimildum um hann.
Helgi Már Kristjánsson.
Anna Jónasdóttir úr Pumpu
Það hringdi einhver í Þorstein Kjartansson og sagði
honum eitthvað um Önnu Jónasdóttur úr Pumpu í
Eyrarsveit. Þorstein langar til, að þessi maður hafi
samband við hann aftur.
Þorsteinn Kjartansson. s. 551-9971
framh. af fyrrí síðu
Því má bæta við, að ein Skarðssystra, Kristín
Ingvarsdóttir f. 1790 var langamma Ingibjargar,
konu Jóns Þorlákssonar ráðherra.
5. Torfí Magnússon verzlunarmaður svo bæjarfó-
getaskrifari.
f. 30. júlí 1835 Eyvindarhólum d. 29. apr. 1917
Isafirði.
Kona: Jóhanna Sigríður Margrét Jóhannsdóttir
Bjarnasen
f. 22. júní 1839 Vestmannaeyjum d. 4. apr. 1910
Isafirði.
6. Magnús Torfason (Hans Magnús) bæjarfógeti
sýslumaður, alþingismaður (til hægri á myndinni)
f. 12. maí 1868 Rvík, d. 14. ág. 1948 Rvík.
Kona (skildu): Thora Petrine Camilla Stefánsdóttir
sýslumanns Bjamarsonar f. 10. okt. 1864 ísafirði
d. 25. okt. 1927 Rvík.
Dótturmaður Magnúsar Torfasonar, Óskar
Einarsson læknir, skráði niðjatalið Staðarbræður
(þ.e. Breiðabólsstaðar) og Skarðssystur (Rvík
1953) um frændgarð konu sinnar.
Samantekt: Guðjón Óskar Jónsson
Anna og Jóhanna úr Pumpu
í fréttabréfi Ættfræðifélagssins, 7.tbl. 1995 spurði
Þorsteinn Kjartansson um tvær dætur Jónasar
Sigurðssonar og Þórunnar Sigurðardóttur í Pumpu í
Eyrarsveit, þær Önnu og Jóhönnu. Þar sem ég veit um
þær er eftirfarandi: Anna ólst upp hjá foreldrum
sínum í Pumpu framundir 1850, en fór þá í vinnu-
mennsku, íyrst í Eyrarsveit, t.d. á Höfða, en 1855 var
hún orðin vinnukona á Helgafelli í Helgafellssveit,
Snæf. Eftir það átti hún heima í Helgafellssveit eða
í Stykkishólmi. Hún var vinnukona á Helgafelli, eins
og fyrr segir, á Valabjörgum, í Ögri og e.t.v. víðar, en
lengst í Grunnasundsnesi. Síðustu árin var hún
húskona og vann við fiskverkun o.fl. í Jónasarbæ í
Stykkishólmi og þar dó hún 30.mars 1902. Anna
giftist ekki og átti sennilega engin böm.
Jóhanna ólst upp hjá foreldrum sínum í Pumpu og var
þar til 1851. Árið 1851 -1852 var hún vinnukona á
Spjör í Eyrarsveit og 1852 - 1855 á Setbergi í sömu
sveit. Árið 1855 fór Jóhanna frá Setbergi ásamt
Einari Sæmundssyni presti þar og fjölskyldu hans, að
Stafholti í Staíholtstungnahr., Mýr. og þar var hún
vinnukona lengst af eftir það og dó þar 11. sept 1866.
Jóhanna giftist ekki og átti sennilega engin böm.
Eggert Th. Kjartansson.
/-----------------------------------------\
r
Ur austurvegi
Lengsti ættleggur sem vitað er um í heiminum
er frá K'ung-Fut-zu öðru nafni Konfúsíus (8.
öld f.k.). Afkomendur hans í beinan karllegg í
85. lið eru Taiwan-búarnir Wei-yi, fæddur
1939 og Wei-ning, fæddur 1947.
í Japan var yfirstéttin jafnvel enn meira
uppveðruð af ættarrakningu og niðjaskrám en
reyndin var í Kína. Á fjórðu öld náði Yamato
ættin völdum og þá beindist áhugi annarra
hástéttaætta að því að finna tengsl við Yamato
ættina. Sú ætt er enn við völd og núverandi
keisari í Japan er 125. keisari ættarinnar í
beinan karllegg auðvitað. Eru þetta lengstu
erfðavöld sögunnar.
V_________________________________________)
11