Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1996, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1996, Blaðsíða 8
Ingibjörg Olga Hjaltadóttir Minning Ingibjörg OlgaHjaltadóttir lést á Borgarspítalanum 2. febrúar s.l. Hún var fædd 10. mars 1934 í Reykjavík en ólst upp á Akureyri og Eskifirði. Ingibjörg var þrjá vetur í Eiðaskóla. Hún starfaði talsvert í skátahreyfingunni í Reykjavík og þjóðdansafélaginu. Ingibjörg var áhugasamur félagi í Ættfræðifélaginu og þegar félagið var í lægð 1989 var hún í fremstu röð þeirra sem tóku þátt í að lyfta því upp úr þeim öldudal. Hún var í spjaldskrámefnd félagsins og vann ásamt öðrum að útgáfú Félagatals sem kom út 1990. Ingibjörg vann mikið að ættfræðisöfnun og 1993 gaf hún út niðjatal Áma Ámasonar og Kristínar Ólafsdóttur. Við vottum samúð okkar eiginmanni hennar Héðni Emilssyni og niðjum þeirra. Eg þakka henni samstarfið og stuðninginn. Hólmfríður Gísladóttir Þessir félagar okkar létust á árinu 1995 Ari Gíslason, kennari og ættfræðingur, f. 1.12.1907 að Syðstu-Fossum í Anda- kílshreppi í Borgarfirði. Lést 10.5.1995. Ari var heiðursfélagi Ættfræðifélagsins. Bjarni Guðmundsson, yfirpóstafgreiðslu- maður, f. 5.7.1921 í Reykjavík Lést 7.4.1995. Einar Baldursson, verkamaður, f. 17.12.1917 í Reykjavík Lést 2.4.1995. Guðbjörg Helga Jónsdóttir, verslunarmað- ur, f. 13.4.1907 á Kálfhóli, Ásahreppi í Rang- árvallasýslu. Lést 18.6.1995. Guðmann Kristbergsson, iðnverkamaður, f. 27.9.1943 á Eyjafelli við Geysi í Haukadal, Ámessýslu. Lést 12.8.1995. Guðmunda Kristín Sigríður Júlíusdóttir, húsfreyja, f. 12.3.1922 á Laugavegi 72 í Reykjavík. Lést 7.9.1995. Guðmundur Björnsson, verslunarmaður, f. 14.9.1899 í Grjótnesi á Melrakkasléttu. Lést 6.1.1995. Jón Gíslason, póstfulltrúi, f. 20.7.1917 að Stóru-Reykjum í Hraungerðishr., Ámess. Lést 25.6.1995. Jón var heiðursfélagi Ættfræðifélagsins og formaður þess í 10 ár. Kristjón Ólafsson, verkamaður, f. 20.8.1893 í Lárkoti í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Lést 29.3.1995. Loftur Sveinbjörnsson, verkamaður, f. 20.9.1952 á Gimli á Hellissandi, Snæf. Lést 17.12.1995. Svala Símonardóttir Beck, húsfreyja, f. 28.2.1908 í Reykjavík. Lést 7.12.1995. 8

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.