Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1996, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1996, Blaðsíða 4
sínum að hann fái “slag”, sem á væntanlega við veikindi hans. Áður en Jón hélt til Grímseyjar hafði hann viðdvöl í Reykjahlíð hjá sr. Jóni Þorsteinssyni ættföður Reykjahlíðarættarinnar, og var þá að kenna sonum hans. Jón Þorsteinsson átti tólf börn með konu sinni, Þuríði Hallgrímsdóttur frá Ljósavatni, og var Hólmfríður dóttir þeirra sú áttunda í röðinni, fædd árið 1821. Jón Sveinsson hafði áður komið í Mývatnssveit, um 1839, og líklega kynntist hann Hólmfríði í þeirri för, því síðla árs 1840 skrifaði hún honum fyrsta ástarbréfið. Ást þeirra var þó í meinum, eins og sést af lestri bréfanna. Virtist það fyrst og fremst vera vegna meints drykkjuskapar Jóns, eins og komið verður að síðar. En Jón náði sáttum við tilvonandi tengdaforeldra sína, því í Reykjahlíð fór hann úr Grímsey og dvaldist þar til ársins 1845, sama árið og þau Hólmfríður giftust. Árið 1844 fékk hann veitingu fyrir Hvanneyri við Siglufjörð og þangað fluttu þau Hólmfríður árið eftir og dvöldu þar til ársins 1866 er þau fluttu í Mælifell. Öll börn þeirra utan það yngsta fæddust áður en þau fluttu að Mælifelli, en alls eignuðust þau átta börn. Þrjú barnanna dóu innan eins árs aldurs og voru þá þrír synir og tvær dætur eftir. Jón var prestur á Mælifelli til ársins 1887 og þau gömlu hjónin fluttu þá að Nautabúi til Steinunnar dóttur sinnar. Þar lést Jón árið 1890 og voru þá allir synir hans látnir á undan honum. Tveimur árum eftir lát Jóns fórst önnur dóttir hans, Valgerður langamma mín, af slys- förum. Þegar Hólmfríður kona hans lést á 94. aldursári árið 1915 var aðeins eitt barna þeirra hjóna á lífi, Steinunn dóttir þeirra. Jóni er þannig lýst í þætti Jóns Jóhannessonar er um hann birtist í bókinni Siglufjarðarprestar : Hann var svipmikill, en eigi sérstaklega fríður sýnum, en sómdi sér þó vel; yfirlætislaus í allri framkomu og eigi fyrir að láta bera mikið á sér. Harðlyndur var hann talinn, en hreinskilinn... gest- risinn mjög og skemmtilegur í viðræðum. Hann var mjög merkur maður og skyldurækinn prestur; ein- lægur trúmaður, drenglundaður, vandaði ráð sitt og framferði í hvívetna og var manna staðfastastur í lund... skáldmæltur allvel, bæði álatínu og íslensku.2 Hólmfríður var hins vegar “mesta mætiskona, gáfuð, dugmikil og hin mesta búkona,” en einnig “nokkuð vinnuhörð.” Á Stefán sonur hennar að hafa ort þessa vísu í orðastað móður sinnar, þegar hún rak syni sína áfram við heyskapinn: “Það er anda þreytandi”, þöllin banda mælti, “að sjá þá standa í sólskini sveitta af fjandans letinni”.3 Gestakomur og ílakk I æsku sr. Þorkels var að hans sögn mikill fjöldi förumanna á ferð í Skagafirði, mest karlar. Hann skipti förumönnum í tvo flokka. I fyrsta lagi “þá, sem aðeins fóru um að sumrinu eða um sláttutímann, komu á hvern bæ og fóru yfir marga hreppa, og jafnvel í aðrar sýslur, og beiddust allsstaðar beininga.”4 Þessir förumenn voru útsmognir, þeir ferðuðust löturhægt á hestum sínum og gættu þess að ofreyna sig ekki og gerðu allt til að vekja meðaumkun, þóttust veikir, voru búnir í tötra og fleira í þeim dúr. Auk þess voru þeir margir hverjir “fremur heirntu- frekir, og sumir hverjir illir og önugir, væri þeim eigi gefið: ull, smjör eða peningar”5 en þeir voru yfirleitt leystir út með gjöfum og áttu greinilega til að þiggja ekki hvað sem var. I ofanálag heimtuðu þeir fylgd þegar þeir fóru og þurfti Þorkell oft að fylgja þeim, sér til mikilla leiðinda, en slíkt féll í hlut unglinga. Hinn förumannaflokkinn skipaði hins vegar fólk með nokkra sjálfsvirðingu, það vann oft fyrir mat sínum og baðst einskis annars en fæðis og húsaskjóls um tíma og seldi jafnvel smíðisgripi sína upp í greiðann. Þeir voru, fannst Þorkeli, “miklu við- felldnari og óheimtufrekari” en hinir. En þrátt fyrir það voru þeir ekki í miklu áliti hjá honum þeir voru “oftast einfeldningar og rolur, sem enga sjálfstilfinn- ingu höfðu”6 og kannaðist Þorkell aðeins við einn förumann sem var ágætlega gáfaður og fyndinn í kaupbæti. Og hann átti skýringar á því hvers vegna menn lögðu förumennskuna fyrir sig, sama hvorn tlokkinn þeir fylltu: Án efa hafa margir gjörst förumenn af þeirri mjög eðlilegu ástæðu, að þeir sáu, að förumennskan var tíska, og að ólíku var hægra að hafa ofan af fyrir sér á þann hátt en að vinna baki brotnu. En sjálfsagt hefur og einnig uppeldið átt eigi alllítinn þátt í ómennsku þessara mannræfla.7 En sem betur fer voru tímarnir breyttir í aldarlok, taldi Þorkell, því nú væru allir sem “eigi geta unnið fyrir sér... settir niður á meðgjöf af sveitarsjóði eða styrktir á annan hátt... og má einnig telja þessa breytingu allmikla framför”, sagði hann.8 “Talsvert var af umferðarfólki á sumrin í þá daga, var það snautt fólk, karlar og konur; var kallað, að það fólk hefði sér betl að atvinnu” sagði Eiríkur á Skatastöðum. Hann fór mildari höndum um föru- mennina en Þorkell. Hann sagði frá karlmönnum sem ferðuðust milli bæja og “höfðu meðferðis sögur og rímur og lásu sögurnar og kváðu rímurnar” og var vel tekið. “Þá voru enn aðrir karlar, sem ferðuðust milli góðkunningja. Þeir höfðu sjaldan bækur með- ferðis, en í þess stað sögðu þeir fólki sögur.”9 Eini 4

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.