Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1996, Blaðsíða 6
mikla um miðja öldina:
Það leit svo út, að þá þætti hefð og mikil-
mennska, að drekka, og að hafa drukkinn alls konar
illt og ófagurt athæfi í frammi, enda var því miður
engin óvirðing lögð á drykkjumenn ... Ég hef oft
síðan ég kom til vits og ára verið hissa á því, hvað
drykkj umönnum var almennt þolað í uppvexti mínum,
t.d. illdeilur og áflog í samkvæmum, að vekja upp
fólk um miðja nótt og fara þá inn í bæi með ólátum
og æðisgangi.23
Þetta ástand taldi Þorkell hafa batnað til muna
undir aldamót og fara hægt og sígandi til betri vegar.
Olafur var ekki viss um að “brennivínsberserkir”
væru úr sögunni, enn væri “býsna mikið drukkið” og
“meira en fyrrum” í brúðkaupsveislum. “Áður þótti
nóg að drekka til kl. 12 á kvöldin, en nú er venjulega
haldið áfram til kl. 6 morguninn eftir” sagði Ólafur
og taldi þennan ósið fylgja dansinum “honum fylgir
heil vökunótt og langur drykkjuskapur”.24
Jón getur ekki oft um drykkjuveislur í dagbókum
sínum, en það hendir þó af og til. Þegar hann var
prestur á H vanneyri, sagði hann m.a. frá því í dagbók
sinni að árið 1857 er hann gaf saman hjón að hann
hafi ætlað að sitja af sér veisluna, en “lét þó tilleiðast
að fara.” Það var “mikil og góð veisla, og margir
ölvaðir”. Jón átti í nokkurri baráttu við sjálfan sig, en
drakk ekkert “það kvöldið.” En veðrið var vont og
veislugestir gistu allir og daginn eftir var veðrið enn
vont og “var því óspart tekið neðan í því, og ég fór nú
að drekka” og lagðist hann síðan í flakk með fleiri
veislugestum “ofan íkaupstað” þar sem hann “slæptist
lengi” áður en hann hélt heim. Jón virðist hafa átt
nokkurn vanda til slíks “slæpings” því daginn eftir
vaknaði hann “fárveikur eins og vant er” og lá allan
daginn í rúminu. Var ekki laust við sjálfsásökun
daginn eftir: “Dragnaðist ég nú á fætur en allur
marinn, brotinn og af göblum genginn” og var
kenderíinu lokið í það skiptið. Örfáum dögum síðar
lenti hann í annarri brúðkaupsveislu þar sem var
“fjöldi ölvaður” og stóðst alla freistingu og tók fram
að í þessari ferð allri hafi hann verið “öldungis
ædrú.”25 í júlímánuði 1.868 lagði Jón land undir fót
frá Mælifelli í Hjaltastaði til að sitja alþingisfund, en
þangað fór hann ásamt fleira fólki og virtust allir vera
í staupinu, sömuleiðis Jón. Fór hann svo til Siglu-
fjarðar og rak þar ýmis erindi “vel staupaður” og
slarkaði alla þá nótt og daginn eftir. Og sjálfsásökunin
lét ekki á sér standa, því þegar loks rann af Jóni lá
hann heilan dag í rúminu, “viðurstigð sjálfs míns,
hvað þá annarra!”26
Ég hef ekki rekist á það í æviskrám eða öðrum
heimildum að Jón Sveinsson hafi þótt drykkfelldur.
Væntanlega hefur hann þá engum ofboðið með
drykkjuskap sínum, sem þýðir engan veginn að hann
hafi ekki drukkið ótæpilega af og til, fremur að slíkt
hafi þótt fullkomlega eðlilegt. Hins vegar hlýtur sr.
Jón Þorsteinsson í Reykjahlíð, faðir Hólmfríðar, að
hafa drukkið ótæpilega, því þess er getið í æviskrám
að hann hafi verið “nokkuð mikilfenglegur við vín.”27
Enda sagði Hólmfríður í bréfi til unnusta síns að
drykkjuskapur föður hennar væri “sá grófasti sem ég
hefi heyrt um getið”.28 En Jón Sveinsson virðist þó
hafa verið ærið slarksamur á yngri árum, eða það orð
a.m.k. farið af honum. Það var ástæðan fyrir því að
foreldrar Hólmfríðar vildu ekki að hún giftist Jóni.
Þaðkann að virðasthjákátlegt, þarsem slíkurdrykkju-
skapur ríkti á heimili hennar, en ef til vill hafa
foreldrar hennar ekki kært sig um að hún þyrfti að
búa við slíkt. Hólmfríður trúði þó engu illu upp á sinn
heittelskaða, þótt hún hefði áhyggjur eins og fram
kemur í bréfi Jóns til hennar:
...þú biður mig elskan blíða þess, sem þú mátt
skipamér, nefnilegaað forðast selskap með drykkju-
dónum, ég vil það af hjarta, en - á illt með að komast
svo af að ég ei sé stundum með þeim sem öðrum, þar
ég verð að hafa umgengni við þá, með því líka ég er
sem útskúfaður af flestum hinna; en - ég finn svo
mikið til sjálfs míns, að ég vil feginn svo sem get
sporna við umgengni þeirra, sem láta svínum og
vörgum verr, ég er of vel viti borinn - enda þó
kenndur væri, að vera í flokki þeirra hunda, sem
bítast og rífast, og sé maður nærri, færmaður orð
fyrir sama, þó maður sé meir en saklaus, og hafi óbeit
á þess háttar, þetta sem fleira hef ég mátt reyna.29
Jón var sem sagt fórnarlamb rógburðar og nánast
að ósekju! Hann lofaði Hólmfríði að drykkjan yrði
ekki áhyggjuefni þegar þau næðu loks saman, en
“aldrei mun ég samt með öllu Uotinu neita” bætti
hann við.30 Hvergi er getið um drykkju kvenfólks í
bréfum eða dagbókum og geta þessar heimildir því
ekki orðið innlegg í deilu þeirra Þorkels og Ólafs um
hegðunskagfirskrablómarósa,né annarrablómarósa
á 19. öld, í þessum efnum. En hver var annars skoðun
þessara ágætu manna á konum og hlutverki þeirra?
Rómantík og staða konunnar
Kvenfólkið er, sem betur fer, farið sjálft að sjá, að
ákvörðun þess er önnur en að vera í flestu áburðardýr
og undirlægjurkarlmannanna, og réttsýnir karlmenn
eru og farnir að viðurkenna, að eins og kvenmaðuri nn
hefur engu minni og ógöfugri ást en karlmaðurinn,
eins hafi hún og rétt til að njóta ávaxta ástarinnar,
frelsi og hamingju.31
Þorkell taldi sem sagt að staða kvenna hefði
6