Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1996, Blaðsíða 7
heldur skánað í aldarlok. Ólafur í Ási átti þar nokkurn
hlut að máli, því hann lagði konu sinni lið við
menntun skagfirskra blómarósa í fyrsta kvenna-
skólanum í sýslunni. Sigurlaug Gunnarsdóttir í Ási
var merkileg kona og átt stóran þátt í því að konur í
Rípurhreppi tóku að funda árið 1869 og stofnuðu
síðan fyrsta kvenfélagið á landinu, Kvenfélag
Rípurhrepps, það sama ár. Nokkrum árum síðar, árið
1877, var stofnaður kvennaskóli í Ási. Þær konur
sem þarna riðu á vaðið börðust fyrir bættri menntun
kvenna og framförum í landbúnaði jafnt sem í
heimilisrekstrinum.32 Ef marka má lýsingu Þorkels
á stöðu kvenna á fyrri tíð, var ekki vanþörf á að konur
tækju höndum saman.
í ofangreindri tilvitnun notaði Þorkell hugtökin
frelsi og ást, sem rekja má til rómantíkurinnar.
Glöð skulum bæði við brott síðan halda
brennandi í faðmlögum loftvegu kalda
í gullreiðum norðljósa þjóta um þá!
Væn svo þá smáblys í vindheimum glansa
um vetrarbraut skulum í tunglsljósi dansa
og snjóskýjabólstrunum blunda svo á.33
orti Bjarni Thorarensen skáld og amtmaður, náfrændi
og vinur Jóns Sveinssonar. Bjarni var einn af frum-
kvöðlum rómantísku stefnunnar hér á landi og mætti
ætla að Jón frændi hans hafi smitast, eins og sjá má
á eftirfarandi pistli í bréfi hans til unnustunnar, sem
honum var meinað að eiga:
...mér léttir æfinlega þegar eg sé yfir sveitina
fögru, en fyllist ósjálfráðum harmi þegar hún hverfur
mér sýnum; þegar ég stundum sé fellin, og sólina
skína sunnan í þau er mér sem ímynd þín sé sunnan
á hverju felli, því þau brosa svo blítt við sólinni, eins
og þú elskan besta brosir við vonargeislunum sem
guðs sól sendir brjóstinu þínu, já! það er alténd
auðséð, að fellin hvenær sem ég sé þau gægjast upp
af heiðunum, eru að hlæja sín á milli og gleðjast af
að hafa þig í grennd við sig, og segja við mig: svona
eigum við nú gott, komdu og finndu hana unnustu
þína og okkar, við skulum ei amast við þér, því þú
lastar okkur aldrei heldur hrósar, já! komdu með
hana undir grænu ræturnar okkar einhverja blíðustu
sumarnóttina, við skulum hylja ykkur...34
Og frelsið var Jóni ofarlega í huga, ekki síður en
ástin:
...ég segi þér satt, ástkæra Hólmfríður mín! guð
veit ég vildi að þetta gæti allt saman farið bærilega,
en við gætum fengið að elskast sem frjálsar en ei sem
ófrjálsar manneskjur, það er svo frjáls lundin mín, ef
til vill, urn of því þrælslundin er mér ólyfjan, ég vil
vera hreinn og beinn við alla.35
Að þeim skyldi meinað að eigast féll fullkomlega
að rómantíkinni, ástin var harmræn og elskendur
gátu oft ekki sameinast fyrr en í öðru lífi. Jón og
Hólmfríður lifðu sig inn í harmleikinn og skrifuðust
á leynilega í gegnum Sigurgeir bróður hennar.
Hólmfríður var aðeins 19 ára gömul þegar hún
skrifaði Jóni fyrsta ástarbréfíð. Á bréfum hennar má
sjá að hún var bæði tilfinningaheit og rómantísk:
Þegar ég sá bréfið sem þér skrifuðuð ... varð ég
hissa hvað hjörtu manneskjanna hvert öðru óafvit-
andi gætu eða geta orðið samtaka eftir því sem ég bar
saman þá meiningu er ég tók úr bréfinu við mitt eigið
hjartalag.36
Ekki yrði “mjög torsótt” að vinna sig, sagði
Hólmfríður Jóni og bætti um betur í næsta bréfi með
því að játa honurn ást sína opinskátt: “fyrst þér voruð
svo náðugir við mig að elska mig þá er ég óhrædd að
segja yður það sanna, Guð veit ég elska yður líka”.37
Þótt bréf Hólmfríðar séu ekki eins meitluð í stíl og
bréf Jóns, sem var sex árum eldri, bera þau engu að
síður vott um að hún hafi kynnst rómantískum
skáldskap. En hvað sky ldi hún hafa lesið? Eflaust ber
eitt höfuðskáld rómantíkurinnar, Jónas Hallgrímsson,
hæst þar. Hólmfríður þekkti hann persónulega og er
jafnvel talið að hann hafi haft á henni augastað. Jónas
var við rannsóknir í Mývatnssveit árið 1839 og
kynntist þá fjölskyldu Hólmfríðar og henni sjálfri.
Þau munu síðan hafa skrifast á framundir dauðadag
hans, árið 1845. Engin bréfa Jónasar til Hólmfríðar
eru til, því hún brenndi þau öll áðuren hún lést.38 Það
er því ekki óeðlilegt að bæði Hólmfríður og Jón hafi
verið uppfull af rómantískri ást á þessum rómantíska
tíma og í persónulegum kynnum við höfuðskáldin
rómantísku.
Að lokum fengu þau Jón og Hólmfríður að eigast
og fengu víst nóg af mótlæti, í stað þess að líða um í
eintómri sælu á rósrauðu skýi ástarinnar. En þau voru
“með öllum jafnaði nokkurnveginn ánægð með okkar
kjör, og vel ánægð hvort með annars sambúð” eins og
þau sögðu í bréfi til móður Hólmfríðar árið 1866.39
Og betra gat það varla verið eftir rúmlega tuttugu ára
sambúð.
Lokaorð
í niðurstöðum rannsóknar minnar taldi ég m.a.
dagbækurnar staðfesta þær lýsingar á atvinnuháttum
sem finna má í greinum höfundanna þriggja, en
þegar kæmi að umdeildum atriðum vandaðist málið.
Þorkell og Olafur voru að vissu leyti ósammála um
förumenn og Eiríkur fjallaði um þá á enn annan hátt.
Dagbækur Jóns sýna að hann hafði afskipti af
sveitarómögum og fátæklingum og flakkarar og
“umferðarfólk” kom við á Mælifelli. Ekki er hægt að
7