Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1996, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1996, Blaðsíða 8
greina á skrifum hans hver afstaða hans til þessa fólks var, að öðru leyti en því að hann talaði um “rusl á rápi”, en óljóst er þó við hvaða fólk hann á. Helst má geta sér þess til að hann eigi við fólk sem kom án sérstaks erindis, en hins vegar gat hann þess einnig af og til að þessi og hinn kæmi “að gamni sínu.” Það mætti því draga þá ályktun að hann fari hér í manngreinarálit, en eftir hverju það fór er erfitt að segja. Augljósast er að ímynda sér að það sé förufólk eða “umferðarfólk” sem sé “rusl á rápi.” Ekki komu þeir Þorkell og Olafur sér saman um drykkjusiði “fyrir 40 árum”, né heldur undir alda- mótin. Drykkja kvenfólks var þar aðal deiluefnið. Jón nefndi aldrei drukkið kvenfólk og á því ekkert innlegg í þá umræðu. Ólafur mótmælti því að erfi- drykkja og áfengisdrykkja hafi farið saman og sagði drykkju hafa aukist í brúðkaupum. Hjá Jóni má hins vegar bæði finna bei na lýsingu á öl vun í erfidry kkj um og brúðkaupsveislum, einnig gat hann þess að slíkar veislur hafi farið vel fram, en hvort hann átti þá við að þar hafi enginn verið ölvaður er erfitt að segja. Af bréfum Jóns til Hólmfríðar má ráða að hann var í félagsskap við “drykkjudóna” á yngri árum og af bréfum hennar má sjá að drykkja föður hennar var vandamál á æskuheimili hennar. Allt þetta rennir stoðum undir það að talsvert hafi verið drukkið á 19. öld. En líklega hefur Ólafur viljað undirstrika að drykkja hafi ekki verið meiri eða verri í Skagafirði en annars staðar. Sjálfsagt hefur sumt kvenfólk skvett í sig við viss tækifæri, eins og Þorkell sagði, en Ólafur varði heiður kvenfólksins eins og sönnum herra- manni bar, burtséð frá staðreyndum málsins. Þorkell málaði frásagnir sínar stundum nokkuð sterkum litum og fór fram af heilagri sannfæringu þess sem trúir á mátt framfaranna. Ólafur var hins vegar að verja sig og sýslunga sína og fegraði hlut þeirra ef til vill um of. Báðirhöfðu trúleganokkuð til síns máls, þótt taka beri frásagnir þeirra með nokkurri varfærni, a.m.k. hvað deilumálin varðar. Annars eru frásagnir þeirra nákvæmar út í smæstu smáatriði og því ómetanleg heimild. Sama má segja um grein Eiríks frá Skata- stöðum, enda reyndi hann að feta slóð fræðimennsk- unnar fyrst og fremst. En voru dagbækurnar og bréfin þá gagnslitlar heimildir í rannsókninni? Þótt dagbækurnar skeri ekki úr um deilumál þeirra Þorkels og Ólafs, gefa þær okkur annars konar mynd af daglegu lífi á öndverðri 19. öld. Þær eru samtímaheimild, ritaðar frá degi til dags og því ólíklegt að minnið leiki frásögnina grátt. Þær eru ekki skrifaðar í þeim tilgangi að verja málstað Skagfirðinga eða sækja á um einhver mál. Þarna er einfaldlega verið að segja frá daglegu amstri á prest- setrunum á Hvanneyri og Mælifelli, hverjir komu og hverra erinda, hvað heimilisfólk var að vinna við, hvað var í fréttum úr sýslunni og fleira þess háttar. Að því leyti gefur þessi tegund heimildar allt aðra og áreiðanlegri mynd en greinarnar, sem hafa ákveðnu áróðurshlutverki að gegna og eru skrifaðar mörgum árum eftir þann tíma sem þær fjalla um. Með því að nota fleiri persónulegar heimildir úr sýslunni frá þessum tíma mætti gefa góða mynd af daglegu lífi fólks. Dagbækur Jóns Sveinssonar gefa aðeins hluta af myndinni og þótt þær séu fáorðar um persónulega hagi höfundar, má lesa eitt og annað milli línanna. Það var t.d. gert hér hvað varðar drykkjusiði og þar bættu bréfin við myndina, auk greinanna. Þannig má nota nokkrar heimildir saman um ákveðið efni. Möguleikarþessaraheimildaem miklu umfangsmeiri og fleiri en svo að þeim verði gerð viðunandi skil í stuttri umfjöllun. Verður því látið staðar numið í bráð. Heimildaskrá Oprentaðar heimildir: Hsk.: Héraðsskjalasafn Skagfirðinga: Hsk. 232, 8vo. “Dagbók (brot) séra Jóns Sveinssonar á Mælifelli frá 13. desember 1868 til 6. september 1869. Eiginhandarrit.” Lbs.: Handritadeild Landsbókasafns: Lbs. 3179, 4to. Tilheyrir safni sr. Einars Lriðgeirssonar á Borg á Mýrum. Þjskjs.: Þjóðskjalasafn: Þjskjs. E. 15. Dagbókarbrot Jóns Sveins- sonar m.a. frá árunum 1857-58 og 1884-85. Bréf Jóns til Hólmfríðar og Hólmfríðar til Jóns. Prentaðar: Aðalheiður B. Ormsdóttir: Við ósinn. Saga Kvennasamtakanna í Hegranesi Hins íslenskakvenfélags og Kvenfélags Sauðárkróks, Rv. 1987. Bjarni Thorarensen: “Sigrúnarljóð”, Kvæði, Rv. 1954, bls. 38- 40. Eiríkur Eiríksson: “Lifnaðarhættir Skagfirðinga á 19. öld”, Skagfirðingabók. Rit Sögufélags Skagfirðinga 14 (1985), bls. 57-105. Jón Jóhannesson: Siglufjarðarprestar, Ak. 1948. Ólafur Sigurðsson: “”Fyrir 40 árum””, Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags 17 (1896), bls. 159-165. Páll Eggert Ólason: Islenskar æviskrár. Frá landnámstímum til ársloka 1940 III, Rv. 1950. Ritverk Jónasar Hallgrímssonar. Ljóð og lausamál I, Skýringar og skrár IV, Rv. 1989. Ritstjórar Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson. Þorkell Bjarnason: “Fyrir 40 árum”, Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags 15 (1892), bls. 170-258. Munnlegar: Jakobína Sigurðardóttir, haft eftir Stefaníu Þorgrímsdóttur frá Starrastöðum. 1 Jón Jóhannesson: Siglufjarðarprestar, bls. 172. 2 Jón Jóhannesson: Siglufjarðarprestar, bls. 177. Beinar tilvitnanir eru hér færðar til nútímastafsetningar. 3 Sama heimild, bls. 178. 4 Þorkell Bjamason: “Fyrir 40 árum”, bls. 244. 8

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.