Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1996, Blaðsíða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1996, Blaðsíða 16
- aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - Er Isphording fjölskyldan í Þýskalandi frá ísafirði? Fyrirspurn frá Þýskalandi Fyrir nokkru barst Lúðvík Friðrikssyni eftirfarandi bréf í tölvupósti sem kemur hér á eftir í íslenskri þýðingu: Ég er að leita að upplýsingum um fjölskyldu mína sem hefur ættarnafnið Isphording. Ég hef heyrt af fólki sem er talið koma frá Isafjarðarsvæðinu sem flutti til Suður Evrópu um 1540. Faðir minn var Hubert Isphording og fjölskylda mín býr í Attendorn í Þýskalandi. Ég frétti frá afabróður mínum að Isphording komi frá íslandi (ísafjarðarsvæðinu) og það sé stafsett á mismunandi vegu. Nafnið er algengt í Þýskalandi, sérstaklega í Attendorn og Munster. Nýlega kynntist ég Julian Isphording í gegnum tölvupóst en hann hefur stundað ættfræðirannsóknir í 15 ár. Undarleg tilviljun en hann þekkir vel til í gamla heimabænum mínum og Isphordinga þekkir hann betur en ég. Hann taldi jafnframt að nafnið komi frá Norðmönnunt sem settust að á Isafjarðarsvæðinu um 900. Elsta tilvísunin sem Julian Isphording hefurfundið eru gögn um Wessel Isfordinck sem bjó í Attendorn um 1540.Fyrstutilvísaniríþettanafnerufrá 1176en þá var minnst á nafnið Dom Obedientia Ysvordinck. Ef til vill eru til fleiri útgáfur af nafninu og hugsanlega eru til gögn á Islandi um fólk með þessu nafni. Jafnframt hef ég heyrt að til sé Hávarðs saga ísfirðings1) Marie-Luise Pross (áður Isphording) Berlín,Þýskalandi (101525.1506@Compuserve.com) 1) Hávarðs saga Isfirðings er í Islendingasögun- um. Það er óvíst að nokkur sky ldleiki sé með Hávarði ísfirðing og þessu fólki. Vitað er að samskipti voru milli aðila á ísafjarð- arsvæðinu og kaupmanna í Hamborg á 16. öld. í íslenskum æviskrám er m.a. sagt frá þeim feðgum Eggert Hannessyni (f. um 1516) og Hannes Eggertssyni (d. um 1534) en þeir voru báðir sýslu- menn í Isafjarðarsýslu og áttu hagsmuna að gæta í Hamborg í Þýskalandi. Því hlýtur að hafa verið um einhver viðskipti milli þessara svæða. Þeir sem geta veitt nánari upplýsingar eru beðnir að hafa samband við undirritaðan eða senda svar til Fréttabréfs Ættfræðifélagsins. Lúðvík Friðriksson Barrholti 10 270 Mosfellsbæ s. 566-7518. Frá Noregi skrifar Erik G. Iversen og er að leita forfeðra Jóns Sigurðssonar forseta og Jens bróður hans. Hann segir: "Ástæðan fyrir áhuga mínum er að Jens er langa- langafi konu minnar. Ég veit um alla langafa og langömmurJens,þ.e.a.s.kynslóðSigurðarÁsmunds- sonar. Úr kynslóðinni þar á undan vantar mig þessi nöfn: Foreldra Sigurðar. Móður konu hans, Guðrúnar ívarsdóttur. Móður Þórdísar Jónsdóttur (konu Ásgeirs Bj arna- sonar). Um eldri kynslóðir veit ég ekki neitt. Ég hef heyrt að í föðurætt sé Jens kominn af Gísla biskupi Jónssyni í Skálholti en ekki kann ég að rekja það. Það eru reyndar ekki bara nöfnin sem ég er úti eftir, það er líka áhugavert að vita svolítið um fólkið sjálft. Ef eitthvert lesefni er til myndi ég reyna að stauta mig fram úr því. Auk þessa vantar mig upplýsingar um forfeður Guðrúnar Sigurðardóttur (1862-1941) konu Sigurðar Jenssonar, alþingismanns og prests í Flatey. Á einum stað hef ég fundið nafnið Brynjúlfur Ögmundsson. Hann á að hafa dáið eftir 1309; átti son, Jón að nafni sem dó 1358. Veit einhver um þessa feðga? 16

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.