Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1996, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1996, Blaðsíða 5
munurinn á þessum tveimur hópum karla virðist sá að síðarnefndi hópurinn ferðaðist milli kunningja, ekki hvert sem var. Þorkell nefndi slíka menn í allt öðru sambandi, í kaflanum um menntun, en þar sagði hann að þeir sem bestir voru í að kveða rímur hafi farið á milli bæja að skemmta “og voru oft nálægt viku á bæ til þess að kveða. Þóttu þeir bestu gestir, er enginn taldi eftir sér að hýsa”.10 Hér var að sjálfsögðu ekki verið að tala um förumenn og reyndar notaði Eiríkur ekki það orð, heldur talaði hann um “umferðarfólk” sem kann að hafa haft aðra merkingu. Jón Sveinsson talaði aldrei um förufólk, nefndi einu sinni “umferðarkerlingu”, en sagðist oft ekki vita um erindi fólks: “Settist... Þórarinn hér upp til morguns, svo varð Baldvin frá Vatnshlíð hér í nótt, hvað hann er að flakka veit ég ekki”. Og hann tók enn sterkar til orða: “Ekki embættað því ekki kom messu- fólk, enn nóg af öðru rusli kom og fór, t.d. þeir, sem voru hér í nótt”. Hann talaði um “sífellt rennirí afturábak og áfram” og “ýmislegt rusl á rápi”.11 Hvort hugtakið “rusl” hefur haftjafn neikvæðamerk- ingu og við nútímamenn ímyndum okkur veit ég ekki, því Jón notaði oft orðið “rusl” án þess að virðast meina neitt slæmt með því. En líklega hefði hann þó ekki notað orðið “rusl” yfir presta og embættismenn. Erfitt er að átta sig á skoðun Jóns á því fólki sem flakkar í erindisleysu. í æviágripi Jóns í bókinni Siglufjarðarprestar er þess getið að Sölvi Helgason hafi ekki verið hrifinn af sr. Jóni, sem á að hafa fundið að við hann, en hins vegar hafi Bólu-Hjálmar átt samastað á Mælifelli. Um það hafi Hjálmar ort þessa vísu: Standi eg upp við stafinn minn og stígi spor á velli, oftast verður áfanginn inn að Mælifelli.12 Jón getur þess á einum stað árið 1869 að Bólu- Hjálmar komi og gisti á leið sinni í Starrastaði, en Hjálmar bjó um tíma á Starrastöðum.13 Þótt Jón hafi ef til vill ekki verið hrifinn af iðjuleysi og tilgangslausu rápi milli bæja, kunni hann að meta góða gesti: “hefur Magnús kall í Merkigerði verið síðan í gær að balbína og kveða rímur fyrir kvenfólkið verður hann hér aftur í nótt.”14 Magnús “kall” átti erindi, hann var fenginn í vefnaðinn og hann skemmti kvenfólkinu, enda fékk hann ekki nafnbótina “rusl.” Gestanauð var gífurleg á báðum prestssetrum og leið varla sá dagur að ekki kæmu einhverjir gestir og oft í gistingu líka. Flestir voru í einhverjumerindagjörðum, sumiráleið sinni eitthvert annað og enn aðrir “að gamni sínu” eins og Jón orðaði það. Meðan þau Jón og Hólmfríður bjuggu á Hvanneyri skrifuðu þau í bréfi til móður Hólmfríðar að það sé mikill gestagangur en þau séu slíku svo vön “frá blautu barnsbeini, að við mundum vart kunna við okkur ef við í elli okkar ættum að ala þar manninn, sem fáir eða engir kæmu að”.15 Ekki er að sjá að þau hafi þurft að óttast slík örlög, enda tekur Jón það fram í dagbókum sínum ef “enginn kom eða fréttist neitt” þannig að það í sjálfu sér voru tíðindi. Skemmtanir og drykkjusiðir “Þá var einn Ijótur siður, er nú er, sem betur fer, lagður niður, en það voru hinar sífelldu staupa- gjafir og staupasníkjur í búðinni” sagði Þorkell er hann lýsti kaupstaðaferðum bænda á fyrri tíð.16 Vín var oft haft um hönd, m.a. í “sunnudagaútreiðum” þar sem hópur fólks ferðaðist saman “og var þá oft glatt á hjalla, ekki síst á heimleiðinni, enda var oftast í slíkum ferðum nóg í staupinu” bæði hjáferðafólkinu og á bæjum og meira drukkið í ferðunum “en menn nú gjöra sér í hugarlund.”17 Og ekki var drykkjan minni í réttunum, sagði Þorkell: í réttunum var sjálfsagt, að karlmenn hefðu brennivín á pyttlunni, en kvenfólk hafði og stundum pela upp á vasann, ýmist með mjöð eða brennivíni í. Mátti sjá þær hnippa í karlmennina og kalla þá afsíðis, til þess að gefa þeim að súpa á pelanum, og sögðu þeir, sem sáu ofsjónum yfir slíku, að helst mundu þeir verða fyrir þessu, er stúlkunum litist á.18 Ólafi í Ási ofbauð lýsingin á “blómarósunum í Skagafirði fyrir 40 árum.” “Slík lýsing á okkar heiðvirða kvenfólki er einhver sú lakasta, sem ég hefi séð, enda er enginn fótur fyrir henni” sagði hann og kvaðst aldrei hafa séð ungfrúrnar í Skagafirði nota veiðiaðferðir sem þessar við að ná sér í karlmenn.19 Lýsingu Þorkels á dauðadrukkinni konu frá bænum Keflavík, sem “datt hvað eftir annað niður í bleyt- una”20 mótmælti Ólafur ekki, þótt hann kannaðist ekki við neitt slíkt á þeim bæ. Þar hafi að vísu verið vinnukona laust fyrir 1850 “sem var talin hálfgildings fábjáni” og því mögulegt að lýsingin ætti við hana.21 I brúðkaupsveislum, erfidrykkjum og skírnar- veislum var ýmislegt gert til skemmtunar, sagði Þorkell: Helsta veisluskemmtunin var: samræður, söng- ur, og að drekka fast... Ekki var það ótítt, að í veisl- unum kæmi upp rimmur og róstur, er menn tóku að verða ölvaðir, en það urðu nálega ávallt einhverjir.22 Ólafur svaraði veisluslýsingum Þorkels fáu, taldi þó að lítið hafi verið drukkið í skírnarveislum. Eiríkur lýsti all nákvæmlega brúðkaupsveislum fyrri tíma en ekki er að sjá af frásögn hans að drykkjuskapur hafi verið til vandræða. Þorkell áleit drykkju hafa verið 5

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.