Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1996, Blaðsíða 9
Þjóðlífslýsing
Þetta 90 ára gamla sagnabrot er kannski ekki
mjög merkilegt, en mér var sagt þetta fyrir mörgum
árum.
Þegar móðurforeldrar mínir, Jón Jóhann Krist-
jánsson og Jónína Guðrún Jónsdóttir, giftu sig árið
1898, lá jarðnæði ekki á lausu. Þau hófu búskap á
Hrafnkelsstöðum í Eyrarsveit en þaðan fóru þau að
Kolgrafarseli. Þetta voru kot sem lítt var á búandi.
Svo var það vorið 1903 að þau flytja suður í
Miklaholtshrepp. Afi átti þar mikið af skyldfólki,
enda kominn af Hjarðarfellsætt eins og amma, en
þau fengu enga jörð þar til ábúðar og voru því í
búmennsku þar í tvö ár. Svo fóru þau út í Helga-
fellssveit 1905 og voru eitt ár í Brúarholti, sem var
hjáleiga frá Bjarnarhöfn. Það er ekki erfitt að fylgja
afa og ömmu eftir, því þau áttu alltaf börn þar sem
þau voru.
Og vorið 1906 flytja þau út í Eyrarsveit og fá til
ábúðar Arnarhól, sem var engin stórjörð, en það var
mannmargt í Bárarplássinu, því þar var bæði búskapur
og útræði, og hefur því verið þar meiri félagsskapur.
Og úr Eyrarsveit fluttu þau ekki aftur.
Þegar þau voru komin að Arnarhóli, þurfti afi að
komast á sjó til að afla heimilinu matar, en þegar
hann fer að tala við formenn í Bárarplássi, eru þeir
búnir að manna hjá sér bátana. Hann fer að leita víðar
fyrir sér og hittir Elís á Vatnabúðum og segir að sig
vanti skipspláss. Jú, Elís segir að hann geti fengið að
fljóta með sér; hann hefur kannski séð að það þyrfti
að gefa manninum tækifæri á að bjarga sér. Og Jón
fór að róa með Elísi og mömmu hans um vorið.
Það var fleira að gera en að róa, því það þurfti að
gera við baðstofuna á Arnarhóli og amma lagði mikla
áherslu á að því væri lokið fyrir slátt. Og afi smíðaði
og gerði við baðstofuna milli þess sem hann sótti
sjóinn og eflaust hefur hann þurft að nudda einhverju
ofan í túnbleðilinn. Svo var það einhvem morgun að
Jón er þreyttur og vaknar seint og er orðinn of seinn
á sjóinn, en drífur sig samt af stað. Það er nikkuð
langt fótgangandi manni að fara frá Amarhóli fram
að Vatnabúðum, og þegar Jón kemur á Leitið, sér
hann að Elís stendur á bæjarveggnum og er að gá að
honum, en aðrir skipsmenn eru komnir í bátinn. Elís
heldur þá til sjávar en Jón hraðar sér út sjávarkambinn
að bátnum og heilsar en Elís tók ekki undir það og
talaði ekki við Jón þann daginn. En hlutinn sinn fékk
hann að kvöldi, það stóð ekkert á því.
Jón réri með Elísi fram að slætti og gekk vel. Og
þann 27. júlí 1906 fæddist lítil stúlka í baðstofunni á
Arnarhóli og hlaul nafnið Jóhanna Hallgerður. Þessi
stúlka varð tengdadóttir Elísar á Vatnabúðum, því
árið 1926 giftist hún Gísla Karel, syni Elísar Gísla-
sonar og Vilborgar Jónsdóttur á Vatnabúðum, og þar
með var tilvera mín tryggð.
Hólmfríður Gísladóttir
5 Sama heimild, bls. 246. 23
6 Sama heimild, bls. 248. 24
7 Þorkell Bjamason: “Fyrir 40 árum”, bls. 249. 25
8 Sama heimild, bls. 250.
9 Eiríkur Eiríksson: “Lifnaðarhættir Skagfirðinga”, bls. 26
82. 27
10 Sama heimild, bls. 225-6. 28
11 Hsk.:DagbókJónsSveinssonar, 13., 14., 15. og27. mars 29
1869.
12 Jón Jóhannesson: Siglufjarðarprestar, bls. 177-179. 30
13 Hsk.: DagbókJónsSveinssonar, 21.mars 1869. Hjálmar 31
dvaldi reyndar mun fyrr á Starrastöðum, en væntanlega 32
hefur hann komið þangað í heimsókn eftir það. 33
14 Hsk.:DagbókJónsSveinssonar,6.janúarl869.ííslenskri 34
orðabók er orðið “balbína” gefið upp sem nafnorð yfir
spólu sem notuð var við vefnað. 35
15 Lbs.: Bréf frá Jóni og Hólmfríði til Þuríðar Hallgríms 36
dóttur, dags. 10. janúar 1866. 37
16 Þorkell Bjamason: “Fyrir 40 árum”, bls. 219. 38
17 Sama heimild, bls. 237.
18 Þorkell Bjamason: “Fyrir 40 árum”, bls. 237-8.
19 Ólafur Sigurðsson: “”Fyrir 40 árum””, bls. 237.
20 Þorkell Bjarnason: “Fyrir 40 árum”, bls. 238.
21 Ólafur Sigurðsson: “”Fyrir 40 árum””, bls. 238. 39
22 Þorkell Bjamason: “Fyrir 40 árum”, bls. 239.
Sama heimild, bls. 240.
Ólafur Sigurðsson: “”Fyrir 40 árum””, bls. 238-9.
Þjskjs.: Dagbók Jóns Sveinssonar, 10., 11., 12. og 13.
okt og 19. og 20. okt 1857.
Hsk.: Dagbók Jóns Sveinssonar, 18.-23. júlí 1868.
Páll Eggert Ólason: fslenskar æviskrár III, bls. 323.
Þjskjs.: Bréf frá Hólmfríði til Jóns, dags. 30. nóv. 1840.
Þjskjs.: Bréf frá Jóni ti 1 Hólmfríðar, ódags., en líklega frá
árinu 1841.
Þjskjs.: Bréf frá Jóni til Hólmfríðar, 5. okt. 1841.
Þorkell Bjamason: “Fyrir 40 ámm”, bls. 256.
Aðalheiður B. Ormsdóttir: Við ósinn, bls. 20-37 og 43.
Bjarni Thorarensen: “Sigrúnarljóð”, bls. 40.
Þjskjs.: Bréf frá Jóni til Hólmfríðar, ódags., líklega frá
1841.
Þjskjs.: Bréf frá Jóni til Hólmfríðar, 5. okt. 1841.
Þjskjs.: Bréf frá Hólmfríði til Jóns, 30. nóv. 1840.
Þjskjs.: Bréf frá Hólmfríði til Jóns, 17. janúar 1841.
Ritverk Jónasar Hallgrímssonar IV, bls. 186-7 og 450
og I, bls. 197. Munnlegheimild um bréfin og örlög
þeirra: Jakobína Sigurðardóttir (móðir mín) hafði
þessa sögu eftir föðurömmu minni, Stefaníu Þorgríms
dóttur (dótturdóttur Jóns og Hólmfríðar).
Lbs.: Bréf frá Jóni og Hólmfríði til Þuríðar Hallgríms
dóttur, 10. janúar 1866.
9