Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1996, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1996, Blaðsíða 10
Sig. Magnússon: ^cenlei&omoíanmn Sagamín “Kærleiksmolarnir” fjallarumhvernig ég upplifði sterkustu kærleikstilfinninguna sem ég man eftir sem barn þá níu ára gamall. Það voru nokkrir sykurmolar sem urðu til þess að í brjósti mínu vaknaði kærleikstilfinning, sem hefur enst mér alla tíð síðan; kærleikstilfinning sem ætíð kemur í brjóst mitt þegar mér verður hugsað til ömmu minnar og sykurmolanna, sem hún gaf mér að skilnaði um haustið 1943 þegar ég fór úr sveitinni. Sagan er á þessa leið: Þetta sumar eins og l'lest önnur var móðir mín með mig og systur mínar í sveitinni hjá ömmu og afa, en þau bjuggu á Hreggstöðum í Barðastrandarhreppi. Þar á bænum voru einnig fóstursystir og bræður móður minnar. Fóstursystir mömmu var kölluð Kitta, tíðum fylgdi ég henni þegar hún var að bjástra úti við en þess þurfti hún einatt þar sem heimilis og eldhús- störf voru unnin um víðan völl. Fyrst má nefna hlóðaeldhúsið þar sem hún brenndi kaffibaunirnar í risastórum potti, sem hékk í krók yfir hlóðunum (hójárni eða hórjárni hef ég einnig heyrt nefnt). Þetta var spennandi því ég fékk að bera inn móflögur og stundum að setjaeina og eina á eldinn undir pottinum. Svo var það við bæjarlækinn þar sem svo margt fór fram. Þar var bunustokkurinn þar sem vatnið var látið renna í vatnsföturnar og þar var plássið fyrir útvötnunina. Þegar þurfti að útvatna fisk eða kjöt, var það gert í krónni við bunustokkinn, og þegar þvott- urinn var þveginn var unnið við lækinn. Lækurinn var mjög eftirtektarverður þar sem margir þættir heimilisverka og eldhúsverka fóru fram á bökkum hans. Verka sem nú eru unnin með nútíma heimilis- tækjum. Einn staður var þó öðrum merkilegri, það var hjallurinn, sér í lagi loftið í honum en þangað var farið með svo margt þegar komið var úr kaupstaðnum. Það er mér eftirminnanlegt þegar farið var með ullina niður til Flateyjar sólríkan dag þetta sumar áheimilis- bátnum “Víkingi“. Ullarballarnir ofan á bátnum mynduðu stóran hlaða poka sem bundnir voru kirfi- lega niður með hrosshársreipum. Það var autt pláss aftast í bátnum kringum mótorhúsið og stýrissveifina, þar gat fólkið verið og stýrimaðurinn stýrt. Allt í einu heyrðust mótorskellir og báturinn fór að þokast út spegilsléttan sjóinn út yfir Hreggstaðabótina í átt til eyjanna. þegar frændur mínir komu heim daginn eftir úr kaupstaðnum með ýmsan varning, var sumt sett upp á hjallloftið en annað í skemmuna. í skemmunni mátti ég vera og fékk að bjástra með spýtu í hefil- bekknum, þegar frændurmínir voru að vinna þar. En það var hjallurinn og loftið í honum, sem áttu hug og athygli rnína óskipta ef til vill vegna þess að mér hafði verið bannað að vera þar og oftast þegar ég sá Kittu frænku fara þangað út elti ég og fylgdist grannt með öllu sem hún gerði. Svo var það skömmu eftir kaupstaðaferðina þetta sumar að Kitta fer út í hjallinn og tók ég þá vel eftir athöfnum hennar þar úti, hún var ekki að ná í þvott eins og venjulega, heldur fór hún rakleitt að stiganum, fetaði sig upp eftir honum, ýtti lofthleranum upp og hvarf svo inn af skörinni. Það heyrðust alls konar hljóð þar uppi á meðan Kitta var þar, sem vöktu athygli mína. þó var eitt fremur öðru sem vakti óstjórnlega forvitni, það var einkennilegt marr. Ég varð að komast að því hvað það væri sem gæfi svona hljóð frá sér. Eftir skamma stund kom Kitta niður og fór inn í búr með það sem hún hafði sett í svuntuna. Nú var hugur minn allur við hjallinn og lofthlerann, - og hljóðið sem ég hafði heyrt. Þegar ég taldi að engin tæki eftir mér skaust ég út í hjallinn, prílaði upp stigann og reyndi við lofthlerann. Ég setti haus og hendur uppundir hann og ýtti á af öllum kröftum. Hlerinn þokaðist upp á við og allt í einu small hann yfir í vegginn, leiðin var opin. Ég fór nú inn á loftið og þar voru pokar, sekkir og kassi ásamt fleira dóti. En hvaðan kom hljóðið sem ég heyrði? Ég leit í kringum nrig og athyglin beindist að kassanum. Þetta varfallegurtrékassi með stórum svörtum stöfum og með loki sem hafði verið spennt upp. Þarna var trúlega uppspretta marrsins ég lyfti lokinu varlega og kíkti niður í kassann, það stirndi á innihaldið, það voru sykurmolar. Kassinn var nærri fullur af sykur- molum. I honum var meira af molum en ég hafði nokkurn tíma á ævi minni séð. Mér varð hugsað til systra minna og mömmu sem voru inni í bænum, ég tók hnefafylli og setti í buxnavasann, nú ætlaði ég að gleðja þær. Ég prílaði niður stigann, fór inn í herbergi til systra minna þar sem þær voru að leika sér og gaf þeim mola. Skömmu seinna kemur mamma brosandi inn í herbergið til okkar og bauð ég henni góðgætið, en við það breyttist svipur hennar og á því andartaki skildi ég að ég hafði gert eitthvað skelfilegt og það var ógn í rödd hennar þegar hún fór að sneypa mig fyrir óhlýðni og að ég ætti skilið hirtingu fyrir óþægðina. Ég beið ekki eftir að mamma næði mér. 10

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.