Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Síða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Síða 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2010 Þórhildur Richter: Jóhanna eða Ingibjörg? Áður en almenningur fékk aðgang að islendingabok. is á netinu, kom það fyrir að ég setti saman ættartölur fólks sem ég hafði einhvern tíman mætt á lífsævinni. Við þessa iðju hagnýtti ég mér þá gjarnan ábúendatöl, ættartölubækur og kirkjubækur á Amtsbókasafninu á Akureyri. Fyrir kemur, að þegar gluggað er í kirkjubækur, en þær skiptast í svonefndar ministerialbækur og sókn- armannatöl, að þar finnist eitt og annað skráð, sem vekur jafnvel upp enn fleiri spumingar í huga þess sem leitar, en spurningar þær, sem upphaflega var ætlunin að fá svör við Hér á eftir rná lesa dálítið dæmi um eina slíka leit, þegar aðeins átti að fá svör við einni eða tveim litlum spurningum. Á Stakkabergi Það var nálægt árinu 2000 sem mér datt í hug að setja sarnan örlitla ættartölu síðustu íbúanna á Stakkabergi í Klofningshreppi í Dalasýslu, en á Stakkabergi hafði ég verið sumardvalarbarn nærri hálfri öld fyrr. Þar hafði fólkið verið mér gott og var mér því afar hlýtt til þess. Á þessum tíma, sem ég dvaldi á Stakkabergi, áttu þar þrjú systkini heima ásamt öldruðum föður sínum, þau Olöf, Ingimundur og Sigfríður. Faðir systkinanna hét Elínmundur Þorvaldsson og var hann ekkjumaður. Ekki gekk erfiðlega að finna eitthvað um fram- ættir Elínmundar, en lengri tíma þurfti til að öðl- ast einhverja vitneskju um konu hans, Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Fæðingardags hennar var ekki getið í Dalamönnum, þar stóð aðeins, að hún hefði verið 75 áragömul, þegar hún lézt þann 25. nóvember 1947 og að faðir hennar hefði verið Guðmundur Nikulásson, bóndi á Skarðsströnd. Til að finna eitthvað um komu Ingibjargar í þenn- an heim, lá þá beint við að fletta upp í kirkjubókum Skarðssóknar á Skarðsströnd. Fósturbarnið GuðmundurNikulássonogSigurlaugGuðmundsdóttir voru ungt fólk í vinnumennsku á Á á Skarðsströnd árið 1872. Hann var þá 25 ára og hún tvítug. Þann 30. september þetta ár eru þau gefin saman í hjónaband í Skarðskirkju eftir þrjár lýsingar af stól og þarna á Á voru þau síðan í húsmennsku um nokkurra ára skeið. Fyrir hjónaband hafði þeim Guðmundi og Sigur- laugu fæðst sonurinn Helgi, þann 1. nóvember 1870. Þá hafði Sigurlaug verið til heimilis í Akureyjum, en fram kernur í nrinisterialbók, þegar þetta er skráð, að hún hafi verið fósturdóttir Jóns bónda þar. Helgi mun sennilega hafa dáið ungur, en eyða er í dánarskrá Skarðskirkju á árunum 1868 til 1874. Þann 31. desember 1872, eignast ungu hjón- in dóttur, sem daginn eftir er borin til skírnar. Þetta er þá skráð í kirkjubók: Fæðingardagur: 31. Desbr. Skírnardagur og staður: 1 .janúar, íkirkju. Nafn barns: Jóhanna Guðmundsdóttir. Foreldrar: Guðmundur Niculásson og kona hans Sigurlaug Guðmundsdóttir hjón í vinnumennsku á Skarði. Skírnavottar: Jóhanna Jónsdóttir Ijósmóðir í Manheimum, Skúli gullsmið- ur Magnússon í Skarði og Stefán bóndi Sveinsson f Frakkanesi. Telpa þessi hlaut sem sagt nafnið Jóhanna, og eft- ir því sem ég get bezt séð, er þetta í einasta skipt- ið sem Jóhanna þessi Guðmundsdóttir finnst skráð í ministerialbók Skarðs á Skarðströnd! Annað og nokkuð undarlegt kemur einnig í ljós, en Ingibjargar Guðmundsdóttur, sem síðar verður hús- móðir á Stakkabergi í Dölum, er lrvergi getið íþess- ari sömu kirkjubók meðal skírðra meyja á árunum 1870- 1875. í bók þessari hefði þó væntanlega átt að standa nafn hennar, þar eð foreldrarnir Guðmundur og Sigurlaug voru allan þann tíma innan sóknarmarka Skarðssóknar. Reyndar má þess og geta, að ég gáði einnig í fæðingaskrár kirkjubóka úr næstu sóknum frá þessum tíma, til að leita af mér allan grun, en þar fannst ekkert fellt á blað um áðurnefnt fólk. Fyrst finnst nafn telpunnar Ingibjargar Guðmunds- Ingibjargar Guðmundsdóttur, sem síðar verður hús- móðir á Stakkabergi í Dölum, er hvergi getið í kirkju- bókum meðal skírðra meyja á árunum 1870-1875. Þó eru skráðir á hana þrír fæðingardagar! http://www.ætt.is 11 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.