Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 10

Sjómannadagsblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 10
10 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ lO.JÚNl, 2001 Mataræði hefur mikil áhrif á heilsufar fólks og eru sjómenn þar engin undantekning. Verkefni sem unnið var um borð í Mælifelli árið 1996 sýnir það svart á hvítu. „Útgerðin hafði áhyggjur af líkams- ástandi áhafnar sinnar og vildi stuðla að því að fæðið um borð yrði hollara," sagði Anna Elísabet Ólafs- dóttir, matvæla- og næringarfræð- ingur, sem vann að verkefninu. Nýr matseðill Áhöfn Mælifellsins fór í ýmis konar líkamsmælingar eins og blóðfitu- og þyngdarmælingu, áður en tekin var ákvörðun um breytingar á sam- setningu fæðunnar um borð. I ljós kom að líkamsástand áhafnarinnar hefði að ósekju mátt vera betra. Hluti áhafnarinnar var of þungur, Skipafélög hafa lengi haft áhyggjur af mataræði sjómanna sinna en rik hefð hefur verið fyrir hinum flottasta mat um borð í skipum. Mataræðiðsl i i i máli með háþrýsting og of háa blóðfitu. Til að bregðast við þessu var útbú- inn nýr matseðill sem náði yfir 6 mánaða tímabil. Markmiðið var að laga samsetningu fæðunnar og bæta þannig heilsufar áhafnarinn- ar. Dregið var úr fituinnihaldi, próteini og salti en aukin áhersla lögð á kolvetni og trefjar. Helstu breytingarnar á morgunverðar- borðinu voru þær að boðið var upp á brauð og fjölbreytt úrval af áleggi og ávöxtum en hætt að bjóða upp á beikon og egg. Hádegis- og kvöld- verðir voru gerðir léttari og fjöl- breyttari, sérsaltaður matur var sjaldnar í boði og reglulegir eftir- réttir teknir út. Þá var djúpsteikingarpottin- um kastað fyrir borð, hætt var að nota hamsatólg og sýrður rjómi tók við aðalhlutverk- inu af majonesinu. Dregið var úr kjöt- neyslu en þeim mun meira boðið upp á komvörur og grænmeti. Ennfremur var þess gætt að nota léttmjólk í stað ný- mjólkur og fituminni osta en áður. Að lokum var kaffimeðlætið tekið fyrir en það hafði einkennst af sæt- um kökum og kexi. Á nýjum mat- seðli voru kökur aðeins tvisvar til þrisvar í viku og í staðinn boðið upp á brauð og ósætt kex með ostum og grænmeti alla daga. Mikill árangur Eftir sex mánaða tilraunatímabil fór áhöfnin á ný í mælingar og í ljós kom verulegur árangur. „Blóðfitan hafði lækkað hjá allri áhöfninni um 8% sem þýðir 16% minni líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Einn áhafnarmeðlimanna hefði að öllum líkindum þurft að fara á blóðfitu- lækkandi lyf ef ekki væri fyrir þetta verkefni. Fjórir yfirþyngdarmenn misstu samtals um 40 kg eða 10 kg á mann á hálfu ári sem telst mjög gott. Loks lækkaði blóðþrýstingur þeirra sem mælst höfðu með of háan og þol allrar áhafnarinnar batnaði," sagði Anna Elísabet. Anna sagði áhöfnina almennt hafa verið tilbúna til breytinga þó ekki væru menn tilbúnir að sleppa öllu og erfitt að samræma óskir allra. í lokin ríkti þó almenn ánægja, enda árangurinn góður. Talsvert vandamál Skipafélög hafa lengi haft áhyggjur af mataræði sjómanna sinna þar sem rík hefö hefur verið fyrir hin- um flottasta mat um borð í skipum. Saltneysla er mikil og hætta á of háum blóðþrýstingi. Þá hefur tíðni hjartaá- falla hjá sjó- mönnum farið vaxandi og segir Anna víða þörf á aðgerðum. „Sjómenn eru oft í langri úti- veru og stundum er mesta nautnin fólgin í að borða góðan mat. I mörgum skipum er matarframboð mikið og matur- inn gjarnan feitur og mikið brasað- ur. Vissulega er það svo að um borð í skipum eru störf sem krefjast lík- amlegs erfiðis, en þar eru líka kyrr- setustörf. Því þarf að tryggja að maturinn henti öllum þannig að þeir sem vinna erfiðisvinnu fái næga orku. En jafnframt þarf að gæta þess að þeir sem ekki vinna líkamlega erfiðisvinnu fitni ekki.“ Þó að Mælifellsverkefnið hafi geng- ið vel segir Anna fulla þörf á sí- felldu aðhaldi og eftirfylgni. Já- kvæð teikn séu þó víða á lofti og umræðan af hinu góða. „Með því að borða hollan mat vinnum við for- vamarstarf fyrir okkar eigin heil- brigði. Það er mikið sannleikskorn í indversku spakmæli sem hljóðar þannig: „Heilbrigður maður á sér margar óskir, sjúkur aðeins eina“,“ sagði Anna að lokum. Yfir 19 milljónir afgreiðslustaða um allan heim

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.