Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 15

Sjómannadagsblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 15
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ IQ.JÚNl, 2001 Mjúkís hentar vel til kælingar Arður í sjávarútveginum er mark- mið sem allir, er vinna í grein- inni, keppa að leynt og ljóst. A síð- astliðnum árum hefur verið lögð áhersla á betri nýtingu á hverri einingu sjávarfangs og aukið verð- mæti aflans. Miklar framfarir hafa átt sér stað í þróun búnaðar til að tryggja ferskleika sjávarfangs. Meðal merkra nýjunga er svokall- aður mjúkís, sem hefur ýmsa kosti fram yfir eldri tegundir íss. Vélar sem framleiða mjúkís hafa verið notaðar hérlendis frá árinu 1997 og henta jafnt til sjós og lands. Nú eru yfir 30 mjúkískerfi í notkun bæði í skipum og í landi. Notaðar eru ísvélar sem hafa þá sérstöðu að geta framleitt samtímis þykkan og þunnan mjúkís úr einni og sömu vélinni. Þunnur ís hentar mun betur til kælingar í móttöku og í kör á millidekki á meðan þykk- ur ís hentar til ísunar í tappalaus kör eða fiskikassa í lest. Mjúkísinn þekur fiskinn mun betur heldur en ís í föstu formi. Öllum mjúkísnum er dælt á notkunarstaði, hvort sem er á millidekki eða í lest og því heyrir allur ísmokstur sögunni til um borð í þeim skipum sem hafa tekið þessi kerfi í notkun. Það er fyrirtækið STG ísvélar sem kynnt hefur mjúkísvélamar hér á landi. Aukið verðmæti Fyrir um það bil ári var sett mjúk- ískerfi um borð í rækjufrystitogar- ann Arnarborg sem stundar rækju- veiðar á Flæmska hattinum. Arn- arborgin kom til Islands í íyrsta skipti síðan búnaðinum var komið fyrir í skipinu, en það hafði í milli- tíðinni landað afla sínum í Kanada. Útgerð og áhöfn skipsins eru mjög ánægðar með útkomu ískerf- isins sem hefur reynst vel frá því það var tekið í notkun. „Það er mik- ill munur á ferskleikamati afurðar um borð hjá okkur eftir að við tók- um vélina í notkun," segir Halldór Egill Guðnason skipstjóri ó Arnar- borg. „Sú vél sem keypt var og sett um borð í Arnarborg hefur í einu og öllu staðið undir þeim væntingum sem til hennar voru gerðar. Tekist hefur að auka verðmæti unnins hráefnis verulega með því að kæla rækjuna strax í móttöku og útgerð Arnarborgar reiknast svo til að búnaðurinn hafi einungis verið nokkra mánuði að borga sig.“ Brimstál ehf. í Grindavík sér um uppsetningu á ísvélum fyrir STG og smíðar auk þess sjósíur, ístanka og ýmsan annan búnað sem tilheyrir þessu kerfi. Yfir 30 ískerfi hafa ver- ið tekin í notkun frá árinu 1997 til kælingar á öllu hráefni í land- vinnslu og í skipum í nokkrum löndum auk Islands og Færeyja. Meðal notenda eru fiskmarkaðir og fiskvinnslur, túnfiskveiðiskip og skip sem stunda veiðar á rækju, humri, krabba, bolfiski og uppsjáv- arfíski. 15 MMMnMMHMMHMnHMMHMMMRMHMnMHI * Sjómönnum fjölgaði á síðasta áratug Atvinnuþróun á íslandi á undanförnum áratugum hefur einkennst af hlutfalls- legri fækkun fólks í iðn- og frumatvinnu- greinum og fjölgun í þjónustustörfum. Þó hef- ur hlutfall fólks í fiskveiðum haldist að mestu óbreytt síðasta áratuginn, en á sama tíma hefur orðið hl utfal I síeg..fækkun fólks í fiskvinnslu. Árið 1991 voru 4,5% atvinnubærra manna á íslandi starfandi í fiskveiðum og 8 árum síðar, órið 1999, voru þeir 4,7% vinnuaflsins. Hlutfallið hafði á þeim tíma sveiflast frá 4,2% (1998) upp í 5,0% (1996) en ekki var merkjanleg tilhneiging í aðra hvora áttina. Arið 1991 voru hins vegar 5,9% vinnuaflsins við störf í fiskvinnslu, en þetta hlutfall var komið niður í 4,0% árið 1999. Ef marka mó könnun Hagstofunnar þó er það fækkun um hartnær þriðjung ó 8 árum. Þó hlutfall vinnandi fólks í fiskvinnslu- greinum sé lægra, táknar það ekki endilega að færra fólk vinni í greininni en óður. Fjöldi starfa er mjög svipaður, en hlutfallið mun lægra, því á nýliðnum óratug varð um- talsverð fjölgun fólks ó íslenskum atvinnu- markaði. Hagstofan gerir órlegar kannanir á hlut- falli starfandi fólks eftir starfsstéttum. Þar eru bændur og fiskimenn flokkaðir saman og töldust þessar starfsstéttir vera 8,4% vinnuafls á Islandi árið 1991. Þetta hlutfall fór lækkandi á síðasta áratug og var komið niður í 6,6% árið 1999, Fækkuúina májíð ai^ ( ,. mesta lÁytWékja tntbæÁða9tetítbí'innar.',» ’ ! . j , ■ i Vinnslan á miðin Þessi atvinnuþróun kemur þeim ekki á óvart sem til þekkja. Ómar Harðarson, deildarstjóri hjá Hagstofunni, bendir á að vinnsla á fiskafurðum hefur í vaxandi mæli færst úr frystihúsunum í fiskiskipin sjálf. „Fiskurinn er í mörgum tilfellum fullunninn um borð, enda er það talið auka gæði fiskaf- urðanna. Tækniframfarir síðasta áratugar hafa gert þetta mögulegt. Einnig hefur þar áhrif að laun eru umtalsvert hærri að jafnaði hjó sjómönnum heldur en hjá fiskvinnslu- fólki í landi." Ómar leggur áherslu á að tölúr Hagstof- unnar verði að taka með fyrirvara. „Kannan- ir eru gerðar á tveggja vikna tímabili á ári hverju. Erlent vinnuafl hefur aukist mjög í þessum geira, sérstaklega í fiskvinnslunni. Okkur hefur gengið erfiðlega að fó marktæk svör frá útlendingum sem ekki hafa góð tök á íslenskri tungu. I fyrra greip Hagstofan til þess ráðs að nota túlka við framkvæmd kannana og tilkoma þeirra ætti að tryggja ábyggilegri niðurstöður í könnunum," segir Ómar. Styttri starfsaldur Fróðlegt er að velta því fyrir sér hvort sjó- mennskan sé svo lýjandi starf að fólk endist að meðaltali skemur í þeim störfum heldur en öðrum. Hagstofan gerir reglulegar kann- anir á „meðalstarfsaldri fólks eftir atvinnu- greinum“. Niðurstöður úr könnun sem gerð var árið 1999 bendir til þess að sú sé reynd- in. Meðalstarfsaldur sjómanna var þá 7,1 ár (sjómaður var spurður í könnuninni að því hve lengi hann hefði verið í faginu). Aðeins þijár starfsstéttir á landinu voru með lægri meðalstarfsaldur. Ein þeirra var starfsfólk í „fasteigna- og viðskiptaþjónustu", en þar var meðalstarfsaldur 6,7 ár. Önnur var átarfsfólk í „verslun og viðgerðarþjón- ustu“, en þar var talan 6,2 ár. Ein starfsgrein er í nokkrum sérflokki, starfsfólk í „hótel- og veitingahúsarekstri" en það hafði aðeins þriggja ára meðalstarfsaldur. Talan var hæst hjá þeim sem störfuðu við landbúnað, 18,2 ár, en þar á eftir kom „veitustarfsemi" (15,1 ór) ( og „samgöngur og flutningar" (10,3 ár). Þegar þessi könnun Hagstofunnar er skoð- uð betur, kemur í ljós að meðalstarfsaldur þeirra sem stunda fiskveiðar fór heldur hækkandi á síðastliðnum áratug. Arið 1991 var hann 6,4 ár og 6,7 ár árið 1994. Fiöldi fölks starfandi við Uskveiðar ð sið En fegurst er hafiö um heiöa morgunstund er himinninn speglast blár í djúpum álum, og árroöabliki bregöur um vog og sund, og bárur vagga, kvikar af fleygum sálum, pen ströndin glóir, stuöluö og mikilleit. í ‘ og storkar sínu mikla örlagahafi. Þá er eins og guö sé aö gefa oss fyrirheit * og geislum himins upp úr djúpinu stafi., Davið Stefónsson Irá Fagraskögi Ip .. , Sjómannadagskveðju! ér

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.